Flýtilyklar
Fréttasafn
Stórtíðindi: KKA fær úthlutuð svæði
KKA hefur verið með motocrosssvæði sitt á bráðabirgðaleyfi bæjaryfirvalda. Það eru orðin 5 ár síðan að íþrótta- og tómstundaráð mælti með því að KKA fengi úthlutað svæði í Glerárhólum undir starfssemi sína. Umhverfisráð vildi að svæðið yrði deiliskipulagt fyrst. Í gang fór mikil vinna sem lauk með því að nú var KKA úthlutað svæði undir starfssemi sína skv. samþkktu deiliskipulagi. Við óskum okkur til hamingju með það.
Skeljungur styrkir Snocross mótaröðina ´09
Skömmu fyrir vetrarsýningu Ey-Líf í Ka höllinni var samið við Skeljung um að verða aðal styrktaraðili Snocross móta í vetur.
Styrkurinn er gerður í samstarfi Skeljungs og KKA akstursíþróttafélags og gildir í eitt ár til að byrja með og kemur sér einstaklega vel fyrir félagið og snocrossið, Skeljungur bætti svo við styrkinn að allir félagsmenn KKA geta orðið sér úti um Skeljungs staðgreiðslu kort sem veitir félagsmönnum góðann afslátt af bensíni og 15 % afslátt af öllum olíum, hreinsivörum og öðrum vörum sem Skeljungur hefur til sölu á afgreiðslustöðum sínum + að af hverjum keyptum bensínlíter sem félagsmenn kaupa þá rennur 1 kr. beint til KKA.
Stórgott framtak hjá Skeljungi sem hefur ætíð staðið vel á bakvið okkur í snocrossinu og bæta um betur í ár með þessum samningi.
Meðfylgjandi er mynd af Stebba gull forsvarsmanni Snocross á Íslandi og Þorgils hjá Skeljungi að undirrita samninga.
Við viljum þakka Skeljungi fyrir og hvetjum félagsmenn til að sína stuðning í verki og fá sér skeljungskort til að styrkja klúbbinn sinn.
Stebbi.
Ísakstur Hvammi
Enginn akstur á Leirutjörn
Allur ísakstur á Leirutjörn er bannaður. Akstur utan vega þó á ís og snjó sé er óheimill innan bæjarmarkanna. Við höfum samning við landeiganda, sveitarfél. og sýslum. um akstur á leirunum við Hvamm, þar hefur KKA sem sé ísaksturleyfi og svæði löggilt til æfinga o.fl. þannig að púkarnir geta verið þar líka á sínum undanþágum frá ökuréttindum eins og er upp á KKA MX svæði.
Hrollur.is
Snilldarframtak!
// er ný síða sem hýsir myndskeið fyrir allt íslenskt jaðarsport. Þarna gefur m.a. að líta marga gamla gullmola úr sleðasportinu ásamt mörgu öðru. Ef þú lumar á nýrri eða gamalli upptöku þá er upplagt að miðla henni á hrollinum.Taddy Blasusiak sigrar The Tough One 2009
1. Umferð Íslandsmótsins í íscrossi
KVENNAFLOKKUR:
1. Signý Stefánsdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir
OPINN FLOKKUR:
1. Gunnar Sigurðsson
2. Gunnlaugur Karlsson
3. Einar Sverrir Sigurðarson
VETRARDEKKJAFLOKKUR:
1. Einar Sverrir Sigurðarson
2. Orri Pétursson
3. Benedikt Helgason
Lof til Ferðanefndar KKA
Motocross digital enduro test.
Í janúar hefti Motocross digital er skemmtileg samantekt og reynsluakstur á nokkrum nýjum endurohjólum, öll eiga þau sameiginlegt að vera bæði hvað mest spennandi fyrir 2009 og að mörg hver falla ílla að WEC/FIM flokkun. Hjólin sem um ræðir eru: TM 144 EN, Husqvarna WR 300 2t, Husqvarna TE 310 4t, KTM 400 EXC & Husaberg FE 570 E.
Motocross digital er eitt vandaðasta tímaritið í okkar sporti í dag og það besta er að það er ÓKEYPIS !
Hægt er að nálgast nýjasta blaðið ásamt eldri blöðum á heimasíðu þeirra.