Fréttasafn

TeamSilicon

....   enn og aftur frá þessum magnaða TeamSilicon klúbbi,   á þeim bæ eru menn þeirrar skoðunar að ofvirkur sé mátulegt og of mikið sé nóg.      Þeir eru t.d. með skrúfukvöld, supercrosskvöld og meira að segja makaskiptakvöld,  sem er reyndar enn bara æfing þeirra á milli því þeir eru allir makalausir,  en nú hafa þeir ýtt úr vör nýjasta framtakinu,   heimasíðu:   http://www.teamsilicon.net/    þeir hafa opnað á vefnum vettvang fyrir félagsmenn og reyndar aðra til að fylgjast með framtakinu að stakri aðdáun.     Vefurinn er fullkomlega gallalaus en hann líður þó nokkuð fyrir að hafa enga mynd af undirrituðum innanborðs,  en það stendur til bóta því ég sendi vefnum nýlega passamynd af mér.     Óskum TeSi til hamingju með framtakið.
Lesa meira
Sævar Áskels í einni af sínum ógleymanlegu vippum.

Skeljungsmótaröðin 1.umferð Siglufirði

Góðir hálsar nú líður að því að fyrsta mótið verður flaggað af stað og allt orðið klárt á Siglufirði.

Brautarsvæðið er víst á mögnuðum stað til áhorfs ,liggur ofan í skál í fjallinu og það verða troðara ferðir fyrir áhorfendur svo þeir þurfa ekkert að hafa fyrir því að koma sér á staðinn, brautin er við skíðasvæðið og það getur ekki farið fram hjá neinum skilst mér.

Skráning keppenda verður að öllum líkindum leyfð fram á síðustu stund til að æsa sem flesta til að vera með.

Það er tilvalið fyrir sleðamenn að gera góðan dag úr þessu og koma á sleðum frá Ólafsfirði og annars staðar og fylgjast með Snocrossinu.

Nú er um að gera að draga hendur úr brók og drífa sig á Siglufjörð og sína sig og sjá aðra, því heyrst hefur að keppendur í fegurðarsamkeppni Þingeyjarsýslu verða á staðnum, fáklæddar í myndartökum ???

F.h Snocross, Stebbi 

 jjíííííhhhhhhaaaaaa 

Lesa meira
Hér er hart barist í sportflokki árið 08

Snocross, Skeljungsmótaröðin 1. umferð

Nú geta sleða áhugamenn farið að brosa því 1. umferð í Skeljungsmótaröðinni verður haldin á Siglufirði á laugardaginn 28 febrúar.

Þetta er nýlunda að hafa mót á Siglufirði en það hefur rignt williys grindum í Reykjavík eins og vanalega og þess vegna ekki hægt að hafa mót þar að svo stöddu sökum snjóleysis. Við mælum með að keppendur mæti ekki seinna en kl:10 og komi sér fyrir og svo verður dagskráin hefðbundin, þar að segja æfingar í öllum flokkum og svo byrjar partýið kl: 14 :00 að staðartíma, það er ekki nákvæmlega vitað enn með fjölda keppenda en ég hef heyrt að gamlar kempur hafa verið að belgja sig og munu mæta á ráslínu kokhraustir.

Látið herlegheitin berast manna á millum og fáum her manns til að fylgjast með og vera með á fyrsta móti vetrarins. 

Ég verð með frekari fréttir þegar skráningu líkur á fimmtudagskveldið og í guðanna bænum skráið ykkur sveitalubbar að austan,

með skjá ritvélinni ykkar. (tölva)

Fyrir hönd Snocross , Stebbi 

Lesa meira

1.umferð Íslandsmótsins í Snocross



Laugardaginn 28. febrúar fer fram 1. umferðin í Sno-Cross. Staðsetning verður birt í kvöld en reikna má með að keppnin fari fram á norðurlandi. 

Vegna breytinga á hýsingu á vef MSÍ hefur verið vandamál með innskráningu og uppfærslur á vefnum síðustu daga. Heimasíðan ætti nú að vera kominn í fullt gagn og vonandi að keppendur geti skráð sig án vandræða. Vegna ofangreindra vandamála hefur skráningar frestur verið lengdur fram til miðnættis á fimmtudaginn 26. febrúar. er hér um undantekningu að ræða og að öllu jöfnu líkur skráningu í öll Íslandsmeistarmót MSÍ á þriðjudagskvöldum um miðnætti.

Keppendur athugið, þegar þið hafið skráð ykkur inn þá þarf að fara á "mín síða" og velja sér keppnisnúmer fyrir Sno-Cross, mælt er með að menn velji sér númer sem þeir hafa keyrt með á síðasta ári. Eftir að númer hefur verið valið þarf að bíða eftir staðfestingu, hægt er að hafa samband við Karl Gunnlaugsson S: 893-2098 eða email kg@ktm.is til að flýta fyrir staðfestingu. Þegar númer hefur verið staðfest er hægt að fara aftur inn á www.msisport.is og ganga frá skráningu.

Athugið að þó skráning sé til miðnættis á fimmtudag er nauðsynlegt að athuga innskráningu og velja keppnisnúmer STRAX. Ekki verður tekið við vandamálum sem varðar skráningu á elleftu stundu. Þegar skráningu líkur er henni lokið !

kveðja

Stjórn MSÍ               Tekið af vef www.msiport.is

Lesa meira
N1 Íslandsmeistaramótið í Ískrossi - Ábending

N1 Íslandsmeistaramótið í Ískrossi - Ábending

Nú eru bara nokkrir klukkutímar í aðra umferð í Íslandsmótinu í Íscrossi og spáir þessu líka fína veðri (eins og alltaf), en spáin hljóðar uppá hálfskýjað með SV 1m/s og -3°C.

Keppendur eru beðnir að kynna sér vel reglur um útbúnað bæði ökumanna og sérstaklega varðandi dekkjabúnað á www.msisport.is en við verðum með skíðmálið á lofti og mælum lengd nagla / gadda í dekkjum keppenda af okkur þykir ástæða til. Samkvæmt tilkynningu frá MSÍ þann 9/2 mega naglar í vetrardekkjaflokki ekki standa lengra útúr dekki en 8 mm og í opnum flokki 15 mm. Einnig bendi ég keppendum á að kynna sér dagskrá keppninnar á vef MSÍ.

Það verður hörku keppni hér á laugardag og enginn svikinn af bíltúr í Mývatnssveitina !

P.S. Keppendur munið að taka sundfötin með því allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að keppni lokinni.
Lesa meira

Kreppuljós búðu til þitt eigið hjálmljós

Hjálmljós á nokkra hundraðkalla eða tugi þúsunda.     Team Silicon liðið er með lausn,   Alli sendi mér þetta.
Lesa meira
Önnur umferð í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi

Önnur umferð í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi

Nú er aðeins tæp vika í aðra umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 14. febrúar næstkomandi. Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 10/2. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en eins og áður verður keppt í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem
Lesa meira

Lífið í skúrnum

Það kveiknaði líf í skúr á Akureyri í gær.       Menn komu saman og blótuðu hjólaguðinn.     Að verki var alræmdur hjólaklúbbur að nafni Team Silicon.     Vefurinn fékk smá skýrslu og myndir:

Í gær var skrúfkvöld hjá team silicon . Þetta reyndist  hin mesta skemmtun  menn fengu sér hákall og hlustuðu á sögur

en hápunktur kvöldsinns var þegar  (Elli Þorsteins ) hélt fyrirlestur um HICLONE  loftflæðiblöð sem sett eru í loftgöng á vélum fyrir blöndung.    Benni fékk sér svona græju í sitt hjól fyrir viku og er hann mjög ánægður með árangurinn. Þessi græja þéttir og spíraliserar loftið fyrir brunan og gerir það að verkum að minna af óbrenndu bensíni fer til spillis og minkar þar að leiðandi sót í olíu og eykur tork umtalsvert einnig verður bensíneyðsla minni því eldsneytið nýtist betur.

Sem sagt líflegt í herbúðum Team Silicon.

Myndir

Lesa meira

Hvammur Ískross

Ágætu íshjólarar ath. Nú er búið að gera braut á Hvammi. Til að við getum viðhaldið henni og breytt og bætt þá viljum við biðja ykkur að greiða kr. 500 kall pr. skipti sem þið farið að hjóla í fötu sem er í N1 Leirunesti (bensínstöðin) með því getum við greitt vélamönnum aðeins uppí kostnað. Ekki er hægt að gera þetta frítt endalaust. Enda er mun dýrara en 500 kall að keyra um langan veg til að hjóla á ís. þetta er smá tilraun.
Stjórn íscrossdeildar KKA.
Lesa meira
Frá Nítró á Akureyri

Frá Nítró á Akureyri

Nú er rétti tíminn til að gera góð kaup á sumar og ísdekkjum. Dekk á gamla genginu + afsláttur.  Dekk næsta sumar verða mun dýrari.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548