Fréttasafn

Mótorhjólasafnið á Akureyri

motorhjolasafn_banner_400x150_400


Kominn er í loftið vefur fyrir mótorhjólasafnið á Akureyri,  slóðin er www.motorhjolasafn.is
Lesa meira
N1 Íslandsmeistaramótið í Ískrossi - 1. umferð.

N1 Íslandsmeistaramótið í Ískrossi - 1. umferð.

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Íscrossi sem fram fer á laugardag. Meðfylgjandi er dagskrá keppninnar:

 

Ís-Cross Dagskrá - 2009 - Tímaplan
  Á ráslínu Byrjar Lengd Öryggistími ATH
Skoðun, allir flokkar.   10:00 45:00    
           
Tímataka og upphitun kvennaflokkur / 85cc 11:00 11:05 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun standard flokkur 11:20 11:25 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun opinn flokkur 11:40 11:45 15:00 05:00  
           
Moto 1 kvennaflokkur / 85cc 12:00 12:05 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 1 standard flokkur 12:20 12:25 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 1 opinn flokkur 12:40 12:45 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 2 kvennaflokkur / 85cc 13:00 13:05 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 2 standard flokkur 13:20 13:25 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 2 opinn flokkur 13:40 13:45 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 3 kvennaflokkur / 85cc 14:00 14:05 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 3 standard flokkur 14:20 14:25 12:00 03:00  + 1 hring
           
Moto 3 opinn flokkur 14:40 14:45 12:00 03:00  + 1 hring

 

Lesa meira

Hjarnbrekka

Menn voru duglegir að hjóla hér fyrir norðan um jólin og ekki skemmir fyrir þegar félagsmaður númer 1 næst uppúr sófanum, þá er það gjarnan ávísun á skrautlegan túr. Hér fyrir neðan er skemmtilegt myndskeið sem náðist af félagsmanni númer 3 þar sem hann glímir við hjarnbrekku á tvígengis nöðrunni sinni :)

Lesa meira

Íþróttamaður KKA 2008, Bjarki Siiigg ....

Myndir
Lesa meira
N1 Íslandsmótaröðin í Ískrossi á Mývatni

N1 Íslandsmótaröðin í Ískrossi á Mývatni

Nú eru tæpar tvær vikur í fyrstu umferðina í N1 Íslandsmótinu í Ískrossi sem fram fer á Mývatni þann 17. janúar næstkomandi Búið er að opna fyrir skráningu á www.msisport.is og lýkur skráningu á miðnætti á þriðjudagskvöldið 13/1. Keppnisgjöld eru kr. 5000 í hvern flokk, en keppt verður í þremur flokkum, Opinn flokkur þar sem skrúfur og ísnálar eru leyfilegar, Vetrardekkjaflokkur þar sem eingöngu fjöldaframleidd nagladekk eru leyfð og svo Kvennaflokkur á fjöldaframleiddum nagladekkjum. Athugið að á árinu 2009 mun MSÍ ekki gera neinar undantekningar varðandi skráninguna, henni lýkur þegar henni lýkur og ekkert væl eftir það.
Lesa meira
Bjarki Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2008 hjá KKA

Bjarki Sigurðsson Íþróttamaður ársins 2008 hjá KKA

Stjórn KKA hefur útnefnt Bjarka Sigurðsson íþróttamann ársins 2008. Bjarki Sigurðsson er fæddur 23. nóvember 1992 og varð því 16 ára á árinu 2008. Hann stóð sig gríðarlega vel á árinu. Hann keppti í þremur mótaröðum til íslandsmeistara og árangurinn varð þessi:

A.  Íslandsmeistari unglinga í snócrossi
B.  4. sæti í unglingaflokki í motocrossi
C.  2. sæti í b flokki enduro.  (fullorðnir) Auk þess var hann kosinn nýliði ársins í enduro af MSÍ.

Árangur Bjarka er rúmlega frábær en auk þess er Bjarki góð fyrirmynd annarra í íþróttinni. Vefurinn óskar eftir að þeir sem eiga góðar myndir af Bjarka aðallega við íþróttaiðkun sendi þær til th@alhf.is ætlunin er að koma upp smá-myndaalbúmi af kappanum.

Lesa meira

Sparihjólið KTM 250 SX

myndir límmiðar komnir á núna.    
Lesa meira
Norðan Hrappstaðaskála er Stórihnjúkur,  Nóngil og Litlihnjúkur,  undir þessum hnjúkum standa bæjirnir Ásláksstaðir,  Bitrugerði,  Bitra,  Hraukbær og Hraukbæjarkot.   (Hesjuvellir eru svona kannski rétt sunnan við Stórahnjúk).

Nýársdagsferð 2009 ferðasaga

Ferðasaga nýársdag.

Myndir úr ferðinni eru hér.

Lesa meira
Vel heppnaður gamlársdagstúr

Vel heppnaður gamlársdagstúr

Vel heppnaður gamlársdagstúr KKA er að baki, alls voru þátttakendur 21. Ekið var á hjarni (harðfenni á flatlenzku :) inn Vaðlaheiði, inn fyrir Göguskörð og til baka, færi var með besta móti. Óvæntir gestir voru með í för en mættir voru Kári #46 og Keli formaður VÍK, þökkum við KKA félagar þeim kærlega fyrir skemmtilegan dag. Að lokum óskar vefurinn félagsfólki svo og landsmönnum öllum farsæls og gleðiríks nýs árs.
Lesa meira
Gamlársdagstúrinn mæta kl. 11:00 við Leirunesti

Gamlársdagstúrinn mæta kl. 11:00 við Leirunesti

Ferðanefnd KKA hvetur þá félagsmenn sem tök hafa á að skella sér með í gamlársdagstúr félagsins. Mæting er kl. 11:00 hjá N1 við Leirunesti. Áætlað er að ferðin sem ætluð er öllum sæmilega vönum hjólamönnum taki um 3 klst.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548