Fréttasafn

MX braut fær andlitslyftingu.

MX braut hefur verið breytt lítillega og verða fleyri breytingar næstu daga og bið ég því ökumenn að taka því rólega fyrsta hringinn til að kynna sér breytingarnar. Stóri nýji pallurinn hefur verið styttur, rithma pallar við endan á langa beina kaflanum til baka eftir startið og litlir rithma pallar eftir gamla stóra pallinn á leiðinni niður í horn. Breytingar verða gerðar hér og þar næstu daga til lífga aðeins upp á brautina og gott væri ef menn kæmu með tillögur eða óskir um breytingar, það er aldrei að vita nema það verði skoðað.

 Gulli

 

Lesa meira

Áríðandi tilkynning !

Keppni frestað til sunnudags.

Keppnisstjórn VÍK hefur ákveðið að fresta 5. umferð Íslandsmótsins

í Moto-Cross sem fara átti fram á morgun laugardaginn 30. ágúst.

hefur verið frestað til sunnudagsins 31. ágúst.

ATH ! að sjálsögðu er keyrt eftir sömu dagskrá og venjulega.

Ástæða frestunar keppninnar er slæmt veður í nágrenni Reykjavíkur

sem eftir veðurspám kemur til með að standa fram yfir hádegi á morgun, laugardag.

Veðurspáin fyrir sunnudaginn er frábær léttskýjað, sól og 14c hiti.

Sjáumst öll kát og hress kl: 9:00 á sunnudagsmorgun.

Vinsamlega látið þetta berast á sem flesta og gott væri

að keppendur hefðu samband sín á milli til að koma þessum skilaboðum áfram.

kveðja,

Keppnisstjórn VÍK

Lesa meira

Bréf frá Arnaldi Bárðarsyni

Vefnum hefur borist skemmtilegt og fróðlegt bréf frá Arnaldi Bárðasyni.     Stjórn KKA tekur heilshugar undir viðhorf Arnaldar um samstarf á milli hestamanna og KKA.      Arnaldi er þakkað innleggið.
Lesa meira

Bíldsárskarðið enn einn langhundurinn frá formanninum

Formaður KKA gerir athugasemdir við rit Ástu Ásmundsdóttur formanns Léttis á síðu ÍBA.
Lesa meira

Æfing á miðvikudaginn

Vill minna á æfingu á miðvikudaginn kl 18:30, það verður farið yfir grundvallaratriðin og svo smá stökk,

Kv Baldvin#85 & Bjarki #670
Lesa meira

Baráttan um Bíldsárskarðið

Undarlegt var að horfa á fréttirnar í gær og heyra og sjá Hólmgeir kvarta undan yfirgangi hjólamanna.     Í dag hafði samband við mig maður sem hafði orðið vitni að þessum skrítnu atburðum þegar Hólmgeir kærði hjólamennina.     Lýsingar hans voru þær að hjólamenn hefðu farið mjög kurteislega fram en til þeirra hafi komið hlaupandi umræddur maður og hafði þvílík fúkyrði við hjólamennina og sveiflaði hnefum um loftið.    Fúkyrðin voru slík að maðurinn sagðist hafa reynt að hylja eyru barna sinna og tekið sér langan tíma til að útskýra að þetta væru ekki fyrirmyndarsamskipti manna á milli.      Hólmgeir er reyndar algjör undantekning í hópi hestamanna.     Almenna reglan er sú að hestamenn þakka tillitssemi sem hjólamenn sýna þeim en launa þeim ekki með dónaskap.      

KKA hefur ritað Vegagerðinni bréf um  umferðarskiltin og fleira í Bíldsárskarði og formaður átti fund um málið hjá Vegagerðinni í dag.

Bréfið er hér.  

Lesa meira

Bíldsárskarðið framhald

Það var ekki Fjallvegasjóður sem keypti Kaupangslandið undir veginn upp á gömlu þjóðleiðina,  heldur var það Hestamannafélagið Léttir.    Samningnum hefur hins vegar ekki verið þinglýst og eru því engin skráð gögn um hann hjá fasteignamati eða í fasteignabók sýslumansembættisins.    KKA vill vera í samstarfi við Létti eins og áður hefur komið fram.    Vélhjólin eru komin til að vera og því miklu nær að samræma umferð og reglur.    KKA á tækjakost sem hægt er að nota við að viðhalda veginum yfir skarðið og svo mætti lengi telja.    Félögin KKA og Léttir eiga eins og áður hefur verið sagt sameiginlega hagsmuni og eiga ekki að vera bítast heldur að sameina krafta sína.    Léttir leitaði til KKA þegar reiðhöllin var byggð og fékk Léttir að sjálfsögðu ekkert nema góðar viðtökur.     Við þurfum að starfa saman ekki í sundur.    Ég leyfi mér að hvetja forsvarsmenn Léttis til viðræðna við stjórn KKA um Bíldsárskarðið og önnur mál.     Við erum nágrannar upp á dal og ekkert vit í því að félögin starfi ekki saman.
Lesa meira

Leiðin yfir Bíldsárskarð

Formaður KKA fjallar um þjóðleiðina yfir Bíldsárskarð,  hestamenn og nýlega kæru til lögreglunnar vegna aksturs hjólamanna á þjóðleiðinni.

Lesa meira

Motocrossnámskeið

Orðsending frá Gulla:  

Gulli #111 og  James Robo Robinson sem er Malasíu meistari í Motocross ætla að vera með Motocross námskeið næstu helgi. Æfingarnar verða 23 & 24 Ágúst (næstu helgi).
Stór hjól 125cc-525cc verða frá 10:00-13:00 (20 manns)
Lítil hjól 85cc-150cc   verða frá 14:00-16:00 (20 manns)Farið verður í gegn um grundvallararatriðin í motocrossi eins og mismunandi beygjur, stöðuna á hjólinu, stökk o.s.frv.

Lesa meira

Hrossadalurinn

Sjá mynd og grein hér að neðan.      Það er vegur í gegnum Hrossadalinn og stígur.      Þegar dalurinn er farinn á að halda sig á slóðanum.     Förin eru fyrir neðan stíginn,  einfalt hefði verið að halda sig við stíginn.     Það er verulega bagalegt að farið sé út af slóðanum með þessum afleiðingum.    
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548