Fréttasafn

Undanþágur frá ökuréttindum.

Nú eru allar umsóknir afgreiddar vegna undanþágu frá ökuréttindum.    Skoðið listann undir umsóknir hér til vinstri.     44 undanþágur hafa verið veittar.
Lesa meira

MUNA SKRÁNINGU Í ENDÚRÓ Á AKUREYRI

Skráning í Endúró á Akureyri er opin fram að miðnætti annað kvöld þriðjudag eftir það er mögulegt að skrá sig fram á fimmtudagskvöld á tossagjaldinu.

Allir að skrá sig brautin verður geðveik, B deild fær að svitna hressilega A flokkur fær allt fyrir peninginn hehe

 

kv KKA 

Lesa meira
Endurobrautin teku á sig mynd !

Endurobrautin teku á sig mynd !

Lagningu Endurobrautarinnar fyrir Íslandsmótið næstu helgi er svo gott sem lokið og við tekur óhemju vinna nú í vikunni við merkingar og frágang. Við viljum endilega hvetja alla sem geta og tök hafa á að koma upp á svæði nú í vikunni og leggja hönd á plóginn við merkingar ofl. - margar hendur vinna létt verk. Menn verða mættir uppeftir uppúr 20:00 flest kvöldin og næg verkefni fyrir alla. Eins bráðvantar mannskap í "Race Police" á sjálfan keppnisdaginn.

Allar upplýsingar um vinnutilhögun í vikunni fram að keppni og skráningu í Race Police veitir Ingólfur Jónsson - formaður mótanefndar í síma 862-6900 / 462-6900

Svæðis & mótanefnd KKA.
Lesa meira

Úrslit úr fyrsta MX móti sumarsins í Sólbrekku

Bradley og Einar jafnir að stigum Senda
Saturday, 07 June 2008
Ed Bradley og Einar Sigurðarson voru jafnir að stigum í MX1 í fyrstu umferð Íslandsmótsins í Motocrossi í dag. Bradley sigraði daginn þar sem hann vann síðasta moto-ið en Einar varð annar. Þriðji í MX1 var svo Ragnar Ingi Stefánsson.

Í MX2 sigraði Gunnlaugur Karlsson, í 85cc kvennaflokki sigraði Karen Arnardóttir, í 85cc karlaflokki sigraði Eyþór Reynisson, í MX unglngaflokki sigraði Sölvi Sveinsson, í 85cc kvennaflokki sigraði Bryndís Einarsdóttir en nánari fréttir koma af keppninni hér á síðunni innan tíðar

Lesa meira

Ábending til notenda MX brautar!!!

Ég vill koma því á framfæri að þessa dagana er verið að aka efni í brautina á nokkrum stöðum og gætu þá verið moldarhlöss á vegi ykkar í brautinni. Hef ég beðið þá aðila sem eru að keyra efni í brautina að sturta ekki beint í brautina heldur til hliðar og helst ekki í aksturslínu svo brautin sé fær. Akið einn hring til að kynna ykkur aðstæður áður en snúið er upp á rörið.

 kv. Gulli

Lesa meira

Enduro 15. júní

Eins og birst hefur hér á vefnum og auglýst er hér efst fer  3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro fram á Akureyri  sunnudaginn 15. júní.     Undirbúningur gengur vel og allt útlit er fyrir góða þátttöku,  gott veður og frábæra keppni.    Skemmtilegar umræður hafa orðið á http://morgan.is/?id=979#comments,  endilega skoðið það.       Fyrirsögnin þar er reyndar drepfyndin:   "Enduro Aureyri" og er þar gefið í skyn að KKA vilji gera mótið svo skemmtilegt að margir þátttakendur komi og þar með verði tekjurnar meiri.      Það er svo sem rétt við viljum halda skemmtilegt mót þar sem allir verða ánægðir en þreyttir.     Járnkarlarnir í hópnum þurfa þó ekki að hafa áhyggjur við höfum eitthvað fyrir alla.    Járnkörlum og kúbeinum til gleði getum við líka upplýst að KKA er að skoða möguleika á því að halda mót síðar í sumar eða í haust þar sem reynt verður til hins ýtrasta á þolrif  þeirra allra hörðustu og þá verður það eitt að komast í mark stórsigur.

Lesa meira

Akstur upp á svæði

Félagar,   þegar við ökum sem leið liggur upp á svæði þá ökum við alla leiðina mjög hægt og varlega,  þetta er afar mikilvægt.    Við þenjum ekki tækin og spólum alls ekki.       Það er enginn vandi að stilla sig þangað til komið er upp á svæðið.     Við höfum svæðið til þess að spóla og þenja tækin þar upp frá og getum því sleppt því annars staðar,   og við skulum halda því þannig.        Látið þetta berast.
Lesa meira

MX1 og MX2 reglur.

Keppnistímabilið 2008 gildir eftirfarandi túlkun á reglum. MX1 og MX2 flokkar fara í tímatökur og komast 15 fyrstu úr hvorum flokk áfram, þeir sem ekki ná inn fara í B flokk. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin yfir heildina og sameiginleg stig fyrir heildina, sér verðlaun eru fyrir fyrstu 3 sætin í MX2 flokk. Breyting frá keppnistímabilinu 2007 er að nú reiknast sér stig fyrir MX2 flokk til Íslandsmeistara.

Til útskýringar getur MX2 keppandi lent í 2. sæti yfir daginn og fær sín stig fyrir það í heildarúrslitum, sami keppandi getur lent í 1. sæti í MX2 flokk og safnar þar sér stigum til Íslandsmeistara í MX2 flokk. MX2 ökumaður getur orðið Íslandsmeistari í MX1 og MX2 flokk.
Lesa meira

Enduro

Enduromótið á Akureyri verður geðveikt.     Í fyrsta lagi verður mjög gott veður og í öðru lagi verður brautin svaðalega skemmtileg.       Keppikeflið er og markmiðið að mótið verði skemmtilegt fyrir keppendur og menn fari heilir heim með óskemmd hjól.      Brautina verður unun að aka,   engar stíflur eða vandamál,   gott flæði og geðveikt skemmtilegt,  reynt verður að halda hraðanum niðri en þrautir verða ekki þannig að menn og hjól örendist.     Ekið verður um svæði sem notað hefur verið áður en auk þess er bætt við landi sem ekki hefur verið notað áður.      Sem sé KKA lofar góðri og skemmtilegri braut.
Lesa meira

Vinnukvöld á þriðjudag Í KVÖLD 3. júní

Vil bara minna á vinnukvöldið á þriðjudagskvöld klukkan 20. Við þurfum að koma vatninu af stað og snudda aðeins í brautinni ásamt pælingum um hugsanlega enduro braut fyrir mótið þann 15, júni.

 

kveðja Svæðisnefnd

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548