Fréttasafn

3 umfrerð Íslandsmótsins í Motocross á Akureyri um versló

cobolt55_640
Lesa meira

Muna skráningu í MX Ak um Versló

Skráningu líkur á mánudagskvöldum fyrir keppnir svo að nú er að drífa sig að skrá og mæta í brautina með nýja efninu hún verður geðv, það er búið að vera að keyra hana til núna síðustu tvær vikur efnið allt að þorna og á þriðjudaginn verður brautinni lokað og hún unnin fyrir mótið.

Allir að skrá og drífa sig norður tjaldsvæðin opin og allir vinir :)

 

kv Mótanefnd

Lesa meira

Brautin opin út þriðjudag 29. júlí

MX braut lokar seint á þriðjudaginn 29. og verður lokuð fram að móti.  Hægt verður að hjóla fram að lokun á þriðjudag og hvet ég menn til þess vegna smávægilegra breytinga á braut. Vinnukvöld eru svo á miðvikudag og fimtudagskvöld og reynt að klára þá svo við fáum frí á fös kvöld.  Stöndum saman og mætum rösk.

svæðisnefnd 

Lesa meira

námskeið

vil minna ykkur á námskeiðið sem er á miðvikudögum og byrjar klukkan hálf 7

kv.Baldvin#85

Lesa meira

Landslið Íslands í MX

Team Iceland / MX of Nation ´08

MX of Nation 2008 fer fram á Donington Park brautinni á Bretlandi dagana 27. og 28. september. MSÍ mun senda 3 manna landslið á keppnina og munu þeir flokkast í MX1, MX2 og MX Open flokka.

FIM alþjóðasambandið hefur gefið út númeralista fyrir keppnina í ár og er Team Iceland með rásnúmer 85 = MX1, 86 = MX2 og 87 = MX Open.

Stjórn MSÍ ásamt Motocross og Enduro nefnd mun velja keppendur til þáttöku í þessa aðra MX of Nation sem Ísland tekur þátt í eftir 3. umferð Íslandsmótsins í MX sem fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina.

Tilkynnt verður um landsliðshópinn ásamt liðstjóra á vef MSÍ www.msisport.is miðvikdaginn 6. ágúst.

 
Lesa meira

MX BRAUT OPIN

Eftir látlausar ferðir vörubíla síðustu daga er brautinn loksins að verða komin í horfið. Nokkur þúsund rúmmetrar af steinlausri svarðamold þekja nú mestan part brautarinnar. Brautinni hefur verið breytt lítilega, pallar stækkaðir og braut breikkuð. Á allnokkrum stöðum er allt að 50 cm þykk steinlaus mold og því fylgir mikill raki þannig að brautin er og verður nokkuð blaut næstu daga og er ekki endanlega klár. Mjög gott að keyra og spóla brautina upp svo hún þorni betur. Allir velkomnir að hjóla sem hafa passa(til sölu í veganesti) Það verður tekið hart á þessum hlutum næstu daga. Engin passi þýðir engin akstur punktur. Svo svona í restina fyrir flatlendinga, það er von á öðrum eins skammti af mold mjög fljótlega og verður það m.a notað í lengingu brautarinnar og til að græða upp svæðið í kring.  

kveðja svæðisnefnd

Lesa meira
Backflip á Akureyri

Backflip á Akureyri

Fyrsta backflip á klakanum var lent í gær þann 12.júlí og var það hann Hafþór#430 sem gerði það. Hann sagði fyrir þetta að hann ætlaði að ná þessu í fyrstu þremur tilraunir og viti menn hann náði þessu í annarri tilraun. Nú er bara að þróa þetta og gera þetta ennþá meira töff. Hér er svo linkur á video-ið   http://youtube.com/watch?v=sXAtUHDSgyo

 Til hamingju kall
Lesa meira
Krosshótelið Hlíðarfjalli

Sporthótelið í Hlíðarfjalli

Motokross íbúðagisting opnar á Glerá 2  , rétt neðan við aksturssvæði KKA  Það er komið að því að fyrsta gistiaðstaðan sem höfðar markvisst til mótorhjólamanna hefur verið opnuð. Gistiheimilið á Glerá 2 er staðsett rétt ofan við Akureyri við veginn upp í Hlíðarfjall í miðju draumalandi norðanmanna. Húsið er því í aðeins 150 metra fjarlægð frá aksturssvæði KKA og er hægt að hjóla beint upp á braut frá útidyrunum. Nú er verið að vinna í motokrossbrautinni á fullu og hún ætti að vera tilbúin á næstu dögum. Örstutt er niður í miðbæ Akureyrar og enn styttra er í hvers kyns afþreyingu. Aðeins 300 metrar eru í motocross, enduro og reiðhjólabrautir KKA. Frábærar gönguleiðir liggja upp Glerárdalinn, á Hlíðarfjall og Súlur og örstutt leið er á golfvöll Akureyringa. Á veturna er svo hægt að renna sér alveg upp að dyrum frá toppi Hlíðarfjalls sem gerir brekkuna okkar að einni lengstu rennslisbrekku á landinu auk þess krossbrautin verður væntanlega nýtt í snjókrossið þegar snjóalög leyfa. Húsið er  ný standsett og eru öll tæki og aðstaða nýleg og þar eru leigðar út tvær rúmgóðar íbúðir. Á neðri hæðinni er gott pláss fyrir fjóra fullorðna í herbergi og svefnsófa í stofunni. Auðvelt er að bæta við fleiri rúmum ef menn vilja nýta plássið betur. Á efri hæðinni komast auðveldlega fyrir 10 manns í þremur mjög rúmgóðum tveggja manna (eða þriggja með aukarúmi) og tveimur eins manns herbergjum, auk svefnsófa í stofunni. Við erum í góðu samstarfi við KKA og ef pöntuð er gisting á Glerá getum við boðið upp á dagsmiða í motocrossbrautina á 800 kr. í stað 1.200 kr. Ef margir koma að hjóla þá munar minna. Það eina sem þarf að gera er að láta okkur vita hvað margir ætla að keyra brautina og hvað marga daga og við útvegum ykkur miðana þegar þið komið. Það eru undirritaður og Guðný kona mín og svo Rúnar og Heiða, stundum kennd við Nikita,[]  sem eigum húsið. Við höfum um árabil stundað ýmiss konar brettasport (snjó, segl, brim wake...), skíði, fjallahjólreiðar, motocross og hestamennsku svo eitthvað sé upp talið. Við erum búsett “fyrir sunnan” en okkur finnst gaman að fara norður til Akureyrar bæði að vetri og sumri, vera úti að leika sem mest, skreppa í sund, grilla og hafa gaman af lífinu. Þegar okkur stóð til boða að eignast hús með tveimur góðum íbúðum við rætur Hlíðarfjalls, á næstu lóð við motocross brautina, stóðumst við ekki mátið og keyptum það. Þar sem við verðum hinsvegar ekki nema nokkrar vikur á ári í húsinu fannst okkur tilvalið að leigja það út til fólks sem langar að skreppa norður og hafa “allt til alls” á meðan á dvöl þeirra þar stendur. Við bjóðum alla hjólamenn velkomna - svo framarlega sem þeir gangi vel um og skilji við húsið í sama ástandi og þeir koma að því, eða betra!  Enn eru nokkrir dagar lausir fram að verslunarmannahelgi (en V-helgin er því miður farin) og um að gera að festa sér æfingatíma sem fyrst með því að senda póst á keli@intrum.is eða hringja í síma 669 7131.Kveðja,

Hrafnkell formaður VÍK

Lesa meira

Kindur á heiðinni

Ég bið alla sem um heiðina fara að aka varlega vegna búfjár á heiðinni.       Hvort sem er um heiðina sjálfa eða veginn upp heiðina.      Reynið að þyrla sem minnstu ryki og valda sem minnstum hávaða.      Komum sem minnstri hreyfingu á búfénaðinn.      Stjórn KKA fór til fundar við bændur á Svalbarðsströndinni í fyrra og ræddi þessi mál og við skulum standa við hvert orð um að fara varlega um þetta svæði og alveg sérstaklega nú þegar búfé er að gera sig heimakomið á heiðinni.
Lesa meira

KINDUR Í VAÐLAHEIÐI

Nú er kominn sá tími að kindur eru við Vaðlaheiðarveginn,   þ.e.  veginn um Steinsskarð.     Farið mjög varlega, sérlega við beygjurnar,    engar óþarfa inngjafir.     
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548