Flýtilyklar
Fréttasafn
Afsláttur til KKA meðlima.
Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þetta góða boð, notalegt er að koma í verslunina, sem er á Laugavegi 168, gengið inn frá Nóatúni, alltaf heitt á könnunni og þjónustulundin í hávegum.
MSÍ fréttir Bolalda liðakeppni
Þeir sem ætla að skrá á keppnislið í liðakeppni fyrir Íslandsmót MSÍ í Enduro fyrir árið 2008 þurfa að senda inn skráningu á skraning@msisport.is Reglur um skráningu keppnisliða eru óbreyttar frá síðasta ári en þær er að finna á www.msisport.is undir reglur.
ATH. gefa þarf upp fullt nafn 3-4 keppanda ásamt keppnisnúmeri, nafn liðsstjóra skal einnig koma fram ásamt símanúmeri og netfangi.
Skráningargjald er 5.000,- og greiðist inná reikning: Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands | Kt. 5001003540 | Banki 525-26–401270 skýring greiðslu skal vera nafn liðs. Eingöngu þau lið sem hafa verið skráð fyrir fyrstu keppni og hafa greitt skráningargjald telja til stiga.
Ógreitt lið = engin stig.
Að öðru leyti er vísað í reglur um "liðakeppni".
kv.
Enduro og Motocrossnefnd MSÍ
VS og KKA
Hjóladagur VS og KKA, sem haldinn var í braut VS við Sauðárkrók um síðustu helgi, tókst gríðarlega vel. Það hafði snjóað töluvert á Norðurlandi og sérlega mikið í byggð við Akureyri. Sumir veður- og færðarhræddir norðlendingar (lesist formaðurinn) voru því frameftir degi svartsýnir á að komast vestur. Það var ekki fyrr en allir bílar voru komnir til Sauðárkróks og Gunnar Hákonarson búinn að ýkja dagsbirtuna á Sauðarkróki í glampandi sólskin að formaðurinn þorði af stað og ók varlega vestur á þurru malbikinu. Formaðurinn hélt svo góðakstri sínum áfram í MX brautinni en ferðafélagi hans Ísak, stundum nefndur Kasí, var búinn að fá nóg af rólegum akstri þann daginn, setti nöðruna í botn og stangaði fósturjörðina harkalega á fyrsta hring. Hann var fluttur á sjúkrahús á Sauðarkróki og þótti mönnum hann töluvert undarlegur og var hann sendur til Akureyrar þar féll hann betur í hópinn en samt ekki nægilega þannig að hann var sendur í höfuðrannsókn til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Menn voru orðnir ansi órólegir yfir þessu og varð því mikil gleði þegar fréttist norður að í ljós hefði komið í sneiðmyndatökum að allt var með eðlilegum hætti, drengurinn væri vissulega töluvert undarlegur en vitanlega væri ekki við öðru að búast hjá afkomendum Gumma Hannesar. Allt fór því vel og fær Ísak skammir dagsins fyrir að skjóta okkur svona skelk í bringu.
Skemmst er frá því að segja að margir komu til að hjóla, veðrið var frábært og Sauðkræklingarnir enn betri. VS var með námskeið í brautinni fyrir þá sem vildu og nýttu sér það margir. Brautin er mjög skemmtileg og fjölbreytt.
FRÁ MSÍ: Bolalda 17. maí n.k. ÍSLANDSMÓT ENDURO
Skráning í 1. & 2. umferð Íslandsmóts MSÍ í Enduro, sem fer fram í Bolöldu 17. maí. n.k., mun hefjast kl. 14:00 þriðjudaginn 13. maí á www.msisport.is. Vegna síðbúinnar ákvörðunar stjórnar MSÍ að færa leigu og sölu á AMB tímatökusendum til Nítró ehf. þá hafa skapast tæknileg vandamál vegna skráningar á netinu og biðst stjórn MSÍ afsökunar á þessu. Skráning í þessa keppni mun því standa til kl. 23.59 á miðvikudaginn 14. maí. Þeir keppendur sem ekki eiga AMB tímatöku sendi (TranX260) og þurfa á leigusendi að halda er bent á að hafa samband við Nítró á þriðjudaginn 13. maí og skrá sig á leigu sendi.
Þessi 1. & 2. umferð Íslandsmótsins í Enduro er haldin í Bolöldu, akstursíþróttasvæði VÍK v/ Litlu Kaffistofuna. Brautin verður lögð um svæðið fyrir ofan motocrossbrautina og mun verða öllum B flokks ökumönnum fær. Sér kaflar verða lagðir með krefjandi þrautum fyrir A flokk og ættu allir keppendur hvort heldur sem þeir keppa í B eða A flokk að fá skemmtilega keppnisbraut.
með kveðju, Stjórn MSÍ.
Frá EY-LÍV:
Æfingaplan sumarsins
Félagsheimilið
Húsnefnd kom saman í gærkvöldi í félagsheimilinu, þar var lagað til skúrað og vatni hleypt á húsið. Stéttin þrifin og o. fl. Þannig að nú geta félagsmenn farið að nýta aðstöðuna betur við biðjum félagsmenn að ganga vel um, t.d. sópa, skúra og henda rusli eftir sig. Ef allir kappkosta að skila húsinu af sér í ekki verra ástandi en þeir tóku við því þá ætti ástand félagsheimilisins að vera í góðu lagi í sumar. Förum ekki með húsið eins og það sé versti óvinur okkar, sópurinn er vinur okkar og hússins munum það. Göngum um eignir félagsins með virðingu en ekki á skítugum skónum án þess að að þrífa eftir okkur. Eignanna hefur verið aflað með erfiðsmunum, blóð sviti og tár hafa farið í þetta og munum það.
Það er bannað að hjóla yfir grasið framan við félagsheimilið. Það ætti að vera óþarfi að minnast á þetta en er það greinilega ekki því búið er að skemma það sem félagsmenn strituðu við að þökuleggja í fyrra. Þeir, sem hjóla á KKA svæðinu þar sem augljóslega má ekki hjóla, verður ekki leyft að hjóla annars staðar á KKA svæðinu.
kv Húsnefnd KKA
Sumarið nálgast.
Fyrsti fundur svæðisnefndar verður haldinn í félagsheimilli KKA fimtudaginn 8. mai næstkomandi kl 21. Skildumæting hjá nefndarmönnum, og allir aðrir sem áhuga hafa að starfa í svæðisnefd velkomnir. Það sárvantar áhugasamar hendur til starfa fyrir klúbbinn. Við ætlum að hittast og ræða sumarið, hvað ætlum við að gera og hvernig förum við að því? Þorsteinn formaður mætt þú líka gamli!
Hjóladagur KKA og Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar (VS)
Allir í Skagafjörðinn laugardaginn 10. maí n.k. Félagsmenn KKA og VS ætla þá að hjóla saman og styrkja sambönd félaganna. Öll brautargjöld þennan dag munu renna í styrktarsjóð Jóns Gunnars Einarssonar sem lenti í alvarlegu vélhjólaóhappi fyrir nokkrum dögum og liggur enn á spítala. Hjólið hans var ótryggt og skulum við nota þetta sem áminningu til okkar allra um að hjóla aldrei á ótryggðu hjóli. Brautargjaldið er 1.000 kr. og greiðist í Shell skálanum á Sauðárkróki.
MÆTUM ÖLL laugardaginn 10. MAÍ - í MX brautina við Sauðárkrók í Skagafirði.
MX brautin á Sauðárkrók
MX brautin okkar er á kafi í snjó, snócrossdeildinni til mikillar gleði. MX brautin á Sauðárkróki er
hins vegar opin og góð, hvetjum við alla til að fara og prófa þessa skemmtilegu braut. Baldvin Þór
fór um daginn ásamt nokkrum félögum. Þeir fengu að nota MX félagsheimilið á staðnum. Ásta
hjá VS hafði samband við mig og vildi hæla þessum félögum fyrir umgengni um húsið. Sagði að þeir hefðu
þrifið allt hátt og lágt og skilað því betur af sér en þeir fengu húsið. Hún sagði að þessir
kappar væru ávalt velkomnir. Frábært að heyra þetta. Þessir menn fá hól
dagsins:
Baldvin, Bjarki, Halldór Gauti, Sigrún og Hafþór fóru á
Sauðárkrók. Auðvitað komu þau sér í blöðin (sjá ofar) og ætluðu að hafa eitt orð um
brautina en það mistókst auðvitað því það er ekki hægt því brautin er fullkomlega sturluð.
Verið er að skipuleggja dag með félagsmönnum KKA og VS og munu menn ætla sér að eiga saman góðan dag í Skagafirði á
næstunni svona þegar óveðrinu slotar.