Flýtilyklar
Fréttasafn
2. umferð Íslandsmótsins í Snocross laugardaginn 9.febrúar og kynning á keppendum föstudaginn 8. febrúar á KKA svæði
Ljósahátíð KKA 8. febr. kl. 20.00
Keppnisliðin munu svo láta sín eigin ljós skína skært í brautinni eitthvað frameftir kveldi. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en aðalkynnir félagsins Stefán Þór Jónsson, sem einnig mun sjá um lagaval, þ.e. skiptir á milli Guttavísna og Sjómannavalsins. Sjáumst á KKA svæðinu.
Muna skráningu fyrir snocross um næstu helgi
Snocross mótið sem fara átti fram í Ólafsfirði um næstu helgi hefur verið fært til Akureyrar
vegna snjóleysis í Ólafsfirði. Mótið verður haldið í nýju flóðljósunum á KKA svæðinu næsta
laugardagskvöld í geðveikri stemmingu. Nánar auglýst á morgun með dagskrá og fl.
kv Nefndin
ÚRSLIT - 1. Umferð í Snocross í Reykjavík
PRO FLOKKUR (Meistaraflokkur)
1. Steinþór Stefánsson - Polaris
2. Jónas Syefánsson - Lynx
3. Reynir Stefánsson - SkiDoo
Sportflokkur.
1. Páll Snorrason Lynx
2. Guðmundur Skúlason - Polaris
3. Ármann Sigursteinsson - Arctic Cat
Unglingaflokkur.
1. Bjarki Sigurðsson - Polaris
2. Hafþór Grant - SkiDoo
3. Árni Ásbjarnarson - Arctic Cat
Kvennaflokkur
1. Vilborg Daníelsdóttir - Arctic Cat
2. Berglind Ósk Guttormsdóttir - Polaris
3. Hulda Þorgilsdóttir - Polaris
Öldungaflokkur (+35)
1. Gunnar Hákonarson - Yamaha
2. Freyr Aðalgeirsson - Lynx
3. Þór Kjartansson - SkiDoo
REGLUR FYRIR SNOCROSS 2008.
Aftur frestum við skráningu í SnoCross
keppnisupplýsingum og greiða fyrirfram inn á reikning hjá TTK.
Við skulum taka þessu með jákvæðu hugarfari og bros á vör.
SnoCross nefnd MSÍ
Kynning keppenda í WPSA snocross á Fös
WPSA snocross í Bolöldu 2.feb
Nú er fyrsta mót ársins að fara af stað um helgina 2. feb og í tilefni keppninnar verður kynning á keppendum og öllum keppnisliðum fyrir utan fyrirtækið Össur sem er við hliðina á B&L í borg óttans, Keppendur sem ætla að vera með verða að vera mættir í galla og á sleða fyrir utan B&L kl:20-00 á föstudagskveldið, keppendur verða kynntir og svo fá menn að sýna nokkur vel valin stökk á sleðum sýnum ef þeim líður þannig, það er bara að skyrpa í lófa sér og sýna sig og sjá aðra, umboðin verða með eitthvað skemmtilegt til sýnis og við gerum gott partý úr þessu.
frekari upplýsingar hjá Marinó
Fyrsta SnoCross keppnin laugardaginn 2. febrúar.
Fyrsta mótið verður haldið í Bolöldubrautinni hjá Litlu Kaffistofunni í Jósepsdal.
1000kr aðgangseyrir en frítt fyrir 14 ára og yngri.
Eftir keppni verður rosa keppni um brekkukónginn, en það er kjörin keppni fyrir alla sem vilja vera með, braut lögð upp brekku og 1-2 begjur í brekkunni,
fyrstur upp, kemst áfram þar til einn stendur upp með verðlaunin.
10.00 Mæting Keppanda
10-11 Skoðun
11.30 Æfingar hefjast
13.00 Keppni hefst
Keppnisflokkar
Unglingaflokkur 14-17 ára
Stelpuflokkur Opinn
Sportflokkur Opinn
Meistaraflokkur Opinn
+35 ára flokkur
Frestun á skráningu í Snocross
Þar sem ákveðið var að bæta við tveimur flokkum í keppnishaldið sem að var ekki komið
sem val í skráningu þá höfum við ákveðið að framlengja skráningu í fyrstu keppnina fram
á miðnætti miðvikudagskvöldið 30 janúar.
kv Nefndin