Flýtilyklar
Fréttasafn
Nú er tækifærið
Leitin heldur áfram að lyklinum að Nítró-skápnum
Púka endúrótúr og uppskeruhátíð
Laugardaginn 8. sept næstkomandi verður uppskeruhátíð og endúrótúr hjá yngri iðkendum í félaginu. Mæting kl. 10:00 hjá N1 við leiru. Haldið verður að Draflastöðum þar sem við fáum aðstöðu til að taka hjólin af og snæða eftir túrinn. Allar nánari upplýsingar veitir fararstjóri og formaður foreldraráðs KKA - Gunnar Hákonarson í síma 898-2099.
Foreldraráð KKA.
Husaberg 2008 í Nítró
Þá eru 2008 Husaberg hjólin komin í hús hjá Nitró á Akureyri. Meðal nýjunga þetta árið er nýr og mjórri 7,5 ltr tankur. CNC-billet nöf, svartar Excel gjarðir, wave rotor bremsudiskar og fleira sem gleður augað. Husaberg hjólin koma vel útbúin með Renthal fatbar stýri, vökvakúpplingu, halogen ljósi, og öflugri WP fjöðrun. Ekki skemmir verðið; frá kr. 860.000,- fyrir fullbúið "evrópskt" endurohjól á hvítum númerum...
Sandspyrrna, koma svo hjólamenn...
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara beint í skráninguna fyrir Sjalla Sandspyrnu B.A. árið 2007 sem haldin verður laugardaginn 15. sept. næstkomandi:
Skráning í aðra sandspyrnukeppni B.A. 2007, haldin þann 15.sept n.k.
Keppt er til Íslandsmeistara í eftirtöldum flokkum:
1. Mótorhjól (tvíhjólaflokkur, krosshjól, endurohjól, bifhjól)
2. Fjórhjól (einnig þríhjól)
3. Vélsleðar
4. Fólksbílar (ein drifhásing)
5. Útbúnir fólksbílar
6. Jeppar (einnig fjórhjóladrifs fólksbílar)
7. Útbúnir jeppar
8. Opinn flokkur
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða keppnisreglur fyrir fyrstu sandspyrnukeppni B.A. árið 2007 (oppnast í nýjum glugga):
Keppnisreglur:
Dagskrá fyrir keppendur í Sjalla sandspyrnu B.A. 2007 þann 15. september 2007:
09:00 Mæting keppenda og pittur opnaður
10:00 Mætingarfresti keppenda lýkur (pittur lokar)
10:00 Skoðun keppnistækja hefst (frá 10:00 til 11:30)
11:30 Fundur með keppendum og keppnisstjóra
12:00 Tímataka hefst
13:00 Keppni hefst
15:00 Áætluð keppnislok
15:00 Allt flokkur keyrður á meðan kærufrestur er
Verðlaunafhending verður í Sjallanum um kvöldið.
Skipulag þjálfaranámskeiða á vegum ÍSÍ
Hinn harði túr stóð undir nafni
Tilkynning frá MSÍ.
Vegna orðróms um að Husqvarna 125cc hjólin sem keppt hafa í MX mótaröðinni í sumar séu með 144cc uppfærslu. Þá var tekin sú ákvörðun að kalla inn hjól # 808 hjá Óskari Frey Óðinnssyni til skoðunar eftir 4. umferð Íslandsmótsins í MX sem fram fór í Sólbrekkubraut 18.08.2007. Það var auðsótt mál hjá ofangreindum keppanda og hans aðstoðarmönnum og komu þeir strax eftir seinustu umferð í unglingaflokki með hjólið til skoðunar. Tekið var ofan af mótornum og þvermál stimpils og slaglengd sveifaráss mæld. Niðurstaða mælinganna var að mótorinn í ofangreindu hjóli reyndist standa mál framleiðanda og var 125cc og telst þar með standast reglur MSÍ / FIM um vélarstærðir tvígengishjóla fyrir MX2 flokk.
MSÍ þakkar keppanda # 808 og hans aðstoðarmönnum gott samstarf og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.
virðingarfyllst,
f.h. MSÍ
Guðmundur Hannesson
Formaður
S:864-4732
HH túrinn 2007
Hinn óviðjafnanlegi HH túr (HinnHarðiTúr) sem málningarverktakinn HH verktakar hefur staðið fyrir s.l. 9 ár verður farinn nú um helgina, eins og alltaf síðustu helgina í ágúst. Þó svo að ferð þessi sé alls óviðkomandi starfsemi félagsins eru "gestir" samt sem áður allir félagar í KKA. Ferð þessi hefur með tímanum unnið sér sess sem óviðjafnanleg enduroupplifun, en þannig er háttað til að þátttakendum er boðið til ferðarinnar og ófrávíkjanleg regla er að ávallt skal náttað á Sel-hótel við Mývatn. Túrinn í ár telur 20 jaxla og hann verður að öllum líkindum sá al harðasti frá upphafi eða um 1100 km á þremur dögum við afar misjafnar aðstæður. Haft var eftir fjölmiðlafulltrúa HH túrsins að án Halogen peru sé tvísýnt um að maður ljúki túrnum, en það mun þykja eftirsótt að fá viðurkenningu fyrir slíkt.
Endilega fylgist með myndasíðunni eftir helgi...
Sandspyrna B.A
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara beint í skráninguna fyrir fyrstu sandspyrnukeppni B.A. árið 2007 sem haldin verður laugardaginn 25. ágúst næstkomandi:
Skráning í fyrstu sandspyrnukeppni B.A. 2007, haldin þann 25. ágúst n.k.
Keppt er til Íslandsmeistara í eftirtöldum flokkum:
1. Mótorhjól (tvíhjólaflokkur, krosshjól, endurohjól, bifhjól)
2. Fjórhjól (einnig þríhjól)
3. Vélsleðar
4. Fólksbílar (ein drifhásing)
5. Útbúnir fólksbílar
6. Jeppar (einnig fjórhjóladrifs fólksbílar)
7. Útbúnir jeppar
8. Opinn flokkur
Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða keppnisreglur fyrir fyrstu sandspyrnukeppni B.A. árið 2007 (oppnast í nýjum glugga):
Keppnisreglur: Fyrsta sandspyrna B.A. 2007 - 25. ágúst 2007
Dagskrá fyrir keppendur í fyrstu sandspyrnu B.A. 2007 þann 25. ágúst 2007:
09:00 Mæting keppenda og pittur opnaður
10:00 Mætingarfresti keppenda lýkur (pittur lokar)
10:00 Skoðun keppnistækja hefst (frá 10:00 til 11:30)
11:30 Fundur með keppendum og keppnisstjóra
12:00 Tímataka hefst
13:00 Keppni hefst
15:00 Áætluð keppnislok
15:00 Allt flokkur keyrður á meðan kærufrestur er