Fréttasafn

Langisandur  á Akranesi 29.sept.

Langisandur á Akranesi 29.sept.

Langasandskeppnin verður haldin á Akranesi 29.sept.

Kl 11:30  Prjónkeppni
Kl 13:00  Meistaraflokkur, unglingaflokkur og b-flokkur
Kl 14:00  Kvennaflokkur og 85cc
Kl 14:40  10 manna úrslit

Skoða auglýsingu [pdf}

Lesa meira
Vatn tekið af svæðinu í dag.

Vatn tekið af svæðinu í dag.

Vaskur hópur manna var mættur uppfrá nú í morgunsárið. Unnið var við að frostverja sprinkler kerfið með glycol og ýmisleg önnur verk féllu til því samhliða. Vonandi eigum við þó eftir að geta nýtt okkur svæðið til aksturs fram eftir hausti, en það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að vatn hefur verið tekið af og eru allir beðnir að eiga ekki við krana eða útiklósett (sem nú er læst) til að ekki hljótist skemmdir af þegar frostið harnar.

Svæðisnefnd KKA.

Lesa meira
KKA bannar akstur fjórhjóla í MX brautinni

KKA bannar akstur fjórhjóla í MX brautinni

Stjórn KKA hefur samþykkt að banna akstur fjórhjóla í MX braut félagsins. Bannið tekur þegar gildi. MX brautin hefur verið fyrir motorhjól og vélsleða þannig að akstur fjórhjóla hefur ekki verið leyfður. Stjórninni þótti ástæða til að taka mál þetta fyrir og taka af allan vafa um það að brautin er ekki ætlaður öðrum ökutækjum en tvíhjóla vélhjólum, þannig að akstur fjórhjóla, þríhjóla eða bíla er sem fyrr bannaður í brautinni.

Ástæður bannsins eru ýmsar nefna má:
1. fjórhjólin eyðilggja línur í beygjum og annars staðar.
2. hættulegt er vélhjólum að aka með fjórhjólum, hreyfingar fjórhjóls eru öðruvísi í beygjum, stökkum og á beinum köflum.
3. Ef fjórhjól rekst utan í vélhjól fer vélhjólið ásamt kallinum út um græna grundu eða meli ef grundunum er ekki að skipta. Ástæður eru augljósar því mikill munur er á þyngd og byggingu fjórhjóls og tvíhjóla vélhjóls.
4. Brautin hefur aldrei verið ætluð öðrum en motorhjólum og vélsleðum
5. vélsleðar og vélhjól aka ekki saman vegna slysahættu, sömu viðhorf eru uppi með fjórhjól og vélhjól.

stjórn KKA.

Lesa meira

Tímaæfingar um helgina.

Sunnudagurinn var frábær á KKA svæðinu.     Pylsur steiktar og menn ræddu málinu og frábæran árangur KKA á loknu keppsnitímabili.      Tímatökur voru til æfinga í fjórum flokkum og vor tvær umferðir í hverjum flokki.     Mikil þátttaka var og allir skemmtu sér hið besta.      Bestum árangri í 85cc flokki náði Bjarki en fast á hæla hans fylgdi Hafþór.    Í þriðja sæti var svo hin bráðefnilega Álfhildur Rögn.      Í Byrjendaflokki sigraði Hilmir og Rúnar (sponsaður af Sjóvá) varð í öðru sæti og Guðmundur Alpakóngur var þar í þriðja sæti.      Kvennaflokkinn vann Hulda,  Sigrún varð í öðru sæti og Halla varð í þriðja sæti.    Halla varð hins vegar í fyrsta sæti í  sérstökum sparaksturflokki en hún sigraði þar örugglega enda sýndi hún þar ótvírætt snilldartakta.    Sérlega þótti fyrsti hringurinn skipta máli en þann hring hafði Halla skrúfað fyrir bensínið.      

Í MX1 flokknum var mikill fjöldi.    Ekki var betur séð en gömlu mennirnir í klúbbnum hefðu eitthvað misskilið þetta því engu var líkara en þeir héldu að þetta væri keppni og ekki bara keppni heldur heimsmeistaramót og Olympíuleikar.      Mátti oft sjá ungu mennina stoppa og spjalla saman í miðju móttói og var gaman að sjá hvernig þeir veltu fyrir sér hverri beygju og holu í brautinni snéru jafnvel við og pældu betur í þessu.    Lærdómsríkt var að sjá hvernig þeir gátu gert sér gott úr þessari æfingu.      Venjulega urðu þeir þó að halda áfram þegar þeir sáu stóran hóp af gömlum körlum gösslast og hossast áfram á öllum endum og nálgast þá hægt.    Í einni af fjölmörgu kaffipásum sem Kristófer og Baldur tóku sér í móttóinu höfðu þeir einmitt á orði hve óskaplega alvarlega þessir gömlu jaxlar tækju þetta og spurðu hvort þeir hefðu eitthvað misskilið þessa "æfingatímatöku",  það væri nú allt í lagi að stoppa við og við og fá sér kakó og kleinur og spekúlera aðeins í hlutunum.    "Það væri nú ekki skrítið þó þeir hefðu aldrei getað neitt ef þeir hafa alltaf verið með svona gassagang." varð þeim félögum að orði.      Úrslit urðu þessi í MX1:     Kristófer vann og fast á hæla hans var æfingafélagi hans Baldvin og þar á eftir kom Ísak (Arnór) í þriðja sæti.    Svo komu aðrir.        Löngu síðar komu á öllum endum gamalmenni klúbbsins.        Sá langelsti sat hjá, taldi hringi, tók tímann og horfði öfundaraugum á hina aka,  enda þótti hann óvenju fúll þennan dag og er þá mikið sagt.

Lesa meira
Úrslit voru góð hjá KKA á keppnistímabilinu.

Úrslit voru góð hjá KKA á keppnistímabilinu.

Motocross.

85cc kvenna.
Tvær stúlkur voru að keppa frá KKA í sumar þær Álfhildur Gunnardóttir og María Guðmundsdóttir. María varð í 9. sæti í heildina. Hún keppti aðeins í tveimur mótum, hún varð í 3. sæti í þeim báðum sem er frábær árangur hjá henni í sínum fyrstu keppnum.

Opinn flokkur kvenna.
Þar er mikill fjölgun keppanda og í einu mótinu voru 5 konur frá KKA og var okkar besti árangur 6 sæti hjá Sigrúnu Sigmundsdóttur.

85cc
Tveir drengir frá KKA voru í 85cc flokki, þeir Bjarki Sigurðsson og Hafþór Grant. Þeir voru alltaf í toppbaráttu og endaði Bjarki í öðru sæti á Íslandsmótinu. Hafþór Grant sýndi mjög góðan akstur og lenti alltaf á verðlaunapalli þegar hjólið gaf sig ekki í átökunum og skilaði kappanum í mark. Sannarlega mjög efnilegir strákar sem fara upp í unglingaflokk á næsta ári.

MX unglingaflokkur.
Sennilega mest spennandi flokkurinn í motocrossinu, segir alla söguna að á fimm mótum voru fjórir sigurvegarar. KKA áttu tvisvar menn í verðlaunasæti Baldvin Þór Gunnarsson og Ómar Þorri Gunnlaugson náðu öðru sæti á Akureyri og á Bolöldu og endaði Ómar Þorri í þriðja sæti í MX unlingaflokki. Einnig voru fimm aðrir KKA keppendur og endaði Kristófer Finnsson í 6 sæti í heildina. Sannarlega góður árangur hjá unglingunum úr KKA.

Enduro (þolakstur)

Meistaraflokkur.
Þar átti KKA aðeins einn keppanda Baldvin Þór Gunnarsson og endaði hann í 5. sæti í heildina.

Meistaraflokkur, E1 minni hjól:
Baldvin Þór Gunnarsson keppti á 250ccF hjóli og er því jafnframt að keppa í meistaraflokki fyrir minni hjól. Hann náði þeim frábæra árangri að sigra í flokknum.

Tvímenngur.
Þar voru nokkrir eldri og reyndari menn KKA að spreyta sig og enduðu Jóhann Hansen og Helgi Reynir Árnason í fimmta sæti.

Baldursdeild
Það má segja að KKA hafi verið áberandi í þeim flokki í sumar. Þar voru 9 KKA keppendur og var gríðaleg barátta um titilinn og enduðu KKA mennirnir Kristófer Finnsson og Ómar Þorri Gunnlaugsson jafnir og efstir að stigum. Kristófer hafði betur þar sem hann var með betri heildartíma og tekur því við Íslansmeistartittlinum af Baldvin þór sem vann 2006.

Snocross.

KKA átti nokkra keppendur s.l vetur og sigraði Baldvin Þór Gunnarsson unlingaflokkinn með nokkrum yfirburðum en annar varð Bjarki Sigurðsson. Í sportflokki endaði Jóhann Hansen í fjórða sæti. Frábæru keppsnistímabili er lokið og þakkar félagið öllum þeim fjölmörgu aðilum, sem komu að þessu til að gera þetta mögulegt.
Lesa meira
Púka Enduró

Púka Enduró

Farinn var í dag á vegum foreldraráðs KKA enduró túr með púka félagsins, lá leið okkar austur að Draflastöðum til hans Sidda. Þar fengum við að hjóla inn á lokuðu svæði í landi hans í Skuggabjagarskógi. Það er skemmst frá því að segja að túrinn heppnaðist gríðarlega vel og voru púkarnir sælir sem snéru heim aftur seinnipartinn eftir um 3-4 tíma akstur og grillveislu á Draflastöðum. Hann Aron Ernir er búinn að setja um 70 myndir inn á heimasíðuna sína, það er öllum velkomið að kíkja á þær og kvitta líka. http://aronernir.barnaland.is/album/

 

Lesa meira

MX BRAUT LAGFÆRÐ

Vegna púkatúrs á laugardagsmorgun verður lagfæringum á mx braut seinkað til seinniparts á laugardag og það væri geggjað ef menn gætu látið sjá sig til græja fyrir mótð. Það kostar ekkert að vera með en gjaldið er mæting uppeftir seinnipartinn á laugardag og vinna.

Gulli

Lesa meira
Fly á tilboði

Afsláttur í Icehobby

Í tilefni stórrar helgar framundan hjá KKA þá ætlar Icehobby að gefa 25% afslátt af öllum FLY mótorhjólavörum.

 Nú er rétti tíminn til að renna við í Icehobby og gera góð kaup.

 

Lesa meira
Meira um púka endúrótúr og uppskeruhátíð

Meira um púka endúrótúr og uppskeruhátíð

Til upplýsinga fyrir forráðamenn:

Það verða grillaðar pylsur og gos í lok ferðar og því þarf ekki að taka með sér nesti. Rétt er að taka fram að ætlast er til að foreldrar hjóli sjálfir með sínum púka, fararstjórinn er ekki barnapía. Muna að hafa púkana vel útbúna og mæta með góðaskapið á laugardagsmorguninn kl 10:00 í hjá N1 við leiru.

Foreldraráð KKA. 

Lesa meira
SKRÁÐU ÞIG NÚNA.   Hjólaæfing 9. sept 2007 KKA félagsmenn

SKRÁÐU ÞIG NÚNA. Hjólaæfing 9. sept 2007 KKA félagsmenn

DRÍFÐU ÞIG OG SKRÁÐU ÞIG NÚNA, EKKERT KJAFTÆÐI, ALDREI AÐ VITA NEMA ÞÚ FÁIR NAMMI OG PYLSU, JÁ DRÍFA SIG SKRÁ SIG NÚNA: TH@ALHF.IS ÞAÐ ER EKKI SKYLDA AÐ SKRÁ SIG Á SÍÐUSTU SEKÚNDUNNI.

Þeir sem eiga AMB transponders og geta komið með hann á svæðið látið vita í th@ALhf.is

 

Fyrirhugað er að halda æfingu fyrir félagsmenn í braut KKA þann 9. september. Mætin er kl. 12:00 að hádegi og er reiknað með að byrja kl. 13:00.

Ekkert kostar að vera með, en gott væri að menn mættu á laugardag í brautina og gerðu hana klára fyrir sunnudaginn.

Skipt verður í 3 flokka:

  • Mx 1
  • Byrjendur og 85 cc
  • Konur

Keyrt verður í 2 x 10 mín + 2 hringir

Grillaðar pylsur veða svo í lok dags.

Nú er um að gera að prufa og vera með. Þeir sem ekki ætla að hjóla geta þá verið flaggarar, tímaverðir, startað af stað eða eitthvað annað skemmtilegt.

En allir verða að hjálpa til svo vel takist, þannig að þegar þú ert ekki að hjóla þá þarft þú kannski að flagga eða gera annað gagn í brautinni.

Skráning fer fram á netfangi th@alhf.is merkt í subject Akureyrarmót.

Fullt nafn, kt og í hvaða flokk þú ætlar

Númer á hjóli (félagsnúmer) gerð hjóls

SKRÁNINGU LÍKUR Á MIÐNÆTTI FÖSTUDAGS.

Ef veður verður óhagstætt þá gætum við breytt dagsetningu, fylgist bara með á kka.is
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548