Flýtilyklar
Fréttasafn
Torfærukeppni Icehobby 17. júní
KYNNING Á HUSQVARNA SUERMOTO
Keppendalisti fyrir 3. & 4. umferð uppfærður.
Tilboð til keppenda
Vel mætt á vinnukvöld
Mæting í kvöld fór fram úr björtustu vonum og vel gekk að merkja brautina, má segja að rúmlega 2/3 brautarinnar séu fullmerktir. Það er gaman að félagsstarfi sem þessu þegar vel er mætt og hlutirnir ganga skafið. Við viljum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem mættu uppeftir í kvöld og lögðu hönd á plóginn.
Svæðisnefnd.
MX braut og púkabraut lokaðar á laugardaginn
Vegna 3. & 4. umferðar íslandsmótsins í þolakstri laugardaginn 16.júní verða bæði motocrossbrautin og púkabrautin lokaðar frá 08:00 til 17:00 sama dag og því allur akstur í þeim óheimill.
Svæðisnefnd.
Keppendalisti fyrir Endúró 3. & 4. umferð á Akureyri
Vinnukvöld fimmtudag kl. 20:00 - allir að mæta
Jarðýtan er enn biluð og kemst ekki í lag fyrr en seint í kvöld. Stefnt er að því að ýtan verði við vinnu í brautinni á morgun og annað kvöld er orðið raunhæft að merkja brautina varanlega. Þar sem stutt er í keppni þurfum við margar hendur til að vinna verkið bæði hratt og vel. VIÐ ÞURFUM ALLT TILTÆKT LIÐ uppeftir annað kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 20:00. Endilega að hóa í nokkra félaga og mæta uppeftir. Þetta er líka upplagt tækifæri fyrir keppendur að labba hringinn, taka þátt í að merkja brautina og kynnast legu hennar um leið.
Svæðisnefnd.
JHM Sport styrktaraðili mótsins
JHM Sport er aðalstyrktaraðili 3. & 4. umferðar íslandsmótsins í Endúró sem fer fram á Akureyri laugardaginn 16. júní. JHM selur torfæruhjól frá TM Racing og GasGas og er auk þess með mörg heimsfræg vörumerki á boðstólnum.