Fréttasafn

Heyrst og sést hefur ...

til félaganna í hlaupaklúbbnum að þeir séu hættir að hlaupa

að KKA hafi dregið þátttökutilkynningu þeirra í víðavangshlaupinu til baka og stjórnin sé óhress með að KKA missi möguleika á verðlaunum á Landsmóti UMFÍ næsta sumar

að stjórn KKA ætli að samþykkja vítur á þann sem sagði þeim félögum frá rafstartinu

að stjórnin sé heldur ekki ánægð með þann sem benti þeim félögum á að það þyrfti að hlaða rafgeyminn. 

Lesa meira

Brautinn lokuð á fimtudagskvöld vegna viðhalds.

Gott væri ef menn sæu sér fært að mæta á staðinn til að gera brautina aksturshæfa fyrir helgi. Við ætlum að reyna að keyra mold og sandi í brautina þannig að það vantar drivera á traktorana hanns Finna, við verðum svo með beltavélina og að sjálfsögðu ýtuna.Svo vantar alltaf mannskap í að tína grjót og græja. Sjáumst kátir á fimtudagskvöld klukkan 20. Gulli
Lesa meira

BMW 450 Enduro

Þetta er hjólið sem Joel Smets keyrir á Spáni næstu helgi.Eftir fjölmargar "njósnamyndir" sem birst hafa á netinu undanfarnar vikur, þá koma loksins nokkur orð frá BMW sjálfum um nýja 450 endurohjólið.  Í fréttatilkynnigu frá BMW segir að þeir muni taka þátt í E2 flokknum í 2. umferð heimsmeistaramótsins í Enduro (WEC) sem fram fer á Spáni dagana 28. & 29. apríl.
Lesa meira

Heyrst hefur ...

að Kristófer Finnsson sé kominn á hlaupahjól eins og formaðurinn

að stjórn KKA hafi ákveðið að leggja sérstaka hlaupahjólabraut handa þeim félögum.

að KKA eigi tvo keppendur á Landsmóti UMFÍ, Kristófer og Þorsteinn séu skráðir í víðavangshlaupið.

Lesa meira

Heyrst hefur ....

að formaður vor sé að komast í fantaþjálfun við að ýta nýja sveifarlausa hjólinu sínu í gang .... myndir
Lesa meira

Bikarmót KKA

Stjórn og mótanefnd KKA hefur ákveðið að halda MX bikarmót.    Tímasetning hefur ekki verið negld niður en menn geta farið að hita upp.    Nauðsynlegt er að halda slíkt mót fyrir Íslandsmótið í ágúst vegna breytinga á brautinni.     Breytingar á brautinni er þær að búinn hefur verið til startkafli í norður sem endar í nýrri stórri beygju,  þannig að nokkuð langur kafli hefur myndast þar fram og til baka,   þetta er kafli sem tekur við eftir endastökkpallinn.    Ennfremur er búið að lengja brautina ofan úr brekkunni,  þ.e. eftir fyrstu beygjuna upp í brekkunni sem er önnur beygja eftir endastökkpallinn hefur brautin verið lengd niður eftir,   þar búinn til sandkafli og sandbeygja (svona handa flatlendingunum þeir eru svo góðir með svona linnt undir sér).     Svo kemur langur kafli upp eftir og í beygjuna sem er efst í horninu (syðst og vestast),   svo er stökkpöllunum breytt,   og beygjur búnar til til að útiloka S beygjur og einstígi sem myndast vegna þeirra framan við table-topp pallana.      Úpsarnir verða lækkaðir og aðkoma að þeim lengd til að menn geti komið að þeim hraðar og í hærri gír.     Þetta er svona það helsta til að gefa mönnum hugmynd - 

Það verður bara að segjast eins og er að brautin var auðvitað alvarlega geðveik fyrir en andlegt ástand hennar hefur alls ekki batnað við þessar breytignar og er almennt talið að hún sé klínískt ólæknandi af alvarlegri geðtruflun,  geðklofa,  helsýkt af geðveiki á hæsta stigi,   svaðalega skemmtileg!        ENGIN (N)  má missa af bikarmótinu.

Lesa meira

Stjórnarfundur 16. apríl 2007

Í gær var haldinn stjórnarfundur í KKA. Margt var það ákveðið og liggur fundargerðarbókin upp í KKA heimili félagsmönnum til lestrar og skoðunar. Helstu mál eru þó breytingar á brautinni og viðhald sem stendur nú yfir, frágangur á svæðum í kringum húsið, pyttinn og fleira. Stórmál er svo ráðning manns á ýtuna og til umsjónar á svæðinu í sumar. Stjórnin samþykkti að ráða manninn í sumar. Forsenda var sú að við höfum vinnu fyrir ýtuna sem mun standa undir launakostnaði mannsins.

stjórnin.

Lesa meira

Vinnudagur kl. 08.00 sunnudaginn 15. apríl

Á sunnudagsmorgun verður unnið í brautinni. Gulli ætlar að fara að djöflast í brautinni, nú á að taka á því að allir verða að vera með.
Lesa meira

Kvedja fra Malpenza Italy

Thorsteinn sendir kvedur fra Malpenza MX track i dag var gedveikt vedur og gaman a brautinni sendi myndir. kvedja thorsteinn
Lesa meira
Frá Nítró

Frá Nítró

Nitro Akureyri heldur hjólasýningu á miðvikudagskvöldið 04.04.07. frá kl: 18 – 21. 2007 árgerðin af Kawasaki og Husaberg verður til sýnis og sölu. Einnig verður útsala á fylgihlutum s.s. fattnaði o.fl. Léttar veitingar.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548