Fréttasafn

Landsmót bifhjólafólks á Íslandi

Næsta sumar, helgina 6-8 júlí verður landsmót bifhjólafólks haldið að Skúlagarði. Þetta verður 22. mótið sem haldið verður í óslitinni röð. Mótið hefur verið haldið víðsvegar um landið og höfum við ákveðið þá nýbreytni þetta árið að skýra mótið “Landsmót bifhjólafólks á Íslandi” Þetta er... 
Lesa meira

2.Umferð WPSA Akureyri

Jæja góðir hálsar þá er það orðið öruggt að mótið okkar verður haldið á toppi Vaðlaheiðar ( bara taka gamla Vaðlaheiðaveginn )       laugardaginn 24 febrúar. Allir sem eru menn með mönnum munu mæta og ýmist keppa eða berja keppnina augum. Æfingar hefjast væntanlega kl: 11:30 og svo hefst keppnin kl :14:00 stundvíslega og verður drifinn áfram af hörku og endar með verðlaunaafhendingu á skaflinum c.a 2 tímum síðar. KKA hvetur alla áhugamenn að koma og fylgjast með baráttunni, síðasta keppni var gríðarlega skemmtileg og þessi verður enn betri. 1000 kell inn og málið er dautt. Sjáumst á skaflinum , mótanefnd. 

Lesa meira

Klaustur verður áfram

Fyrir þá sem ekki vita nú þegar þá verður Klausturskeppnin haldin með svipuðu sniði og undanfarin ár en um tíma var útlit fyrir að ekkert yrði af keppnishaldi.

Meira hér.

 

Lesa meira

Ferðasögur og fræðsla

Við þurfum að finna út úr því að sjálfvirkt birtist hér frétt ef eitthvað breytist á vefnum,. þ.e.eitthvað nýtt kemur á vefinn undir öðrum linkum,   við finnum út úr því en þangað til kemur hér tilkynning um viðbætur sem fyrr.    Nýjasta viðbótin er að formaðurinn sá ástæðu til að láta ljós sitt skínaundir linknum Ferðasögur og fræðsla / Aksturspunktar.     Hefur sjálfsagt dottið óvenju mikið í síðasta túr oghefur farið að lesa til að sjá hvað að væri og getur ekki stillt sig um að troða þessum fróðleik upp á okkur núna  enþetta hafði hann að segja og hótar því að setja meira inn á þennan link um akstur þó síðar verði:  Aksturspunktar olnbogar og bak.

 

 Jamms ég var ekki búinn að taka eftir þessu þarna til vinstri,  var eitthvað búinn að fikta í vefnum um að uppfærslur ættu að koma í ljós,   OK þarna er það sem sé Nýtt á vefnum !!! Geðveikt!   Sem sé betri í þessu en við héldum,  vorum bara svo vitlausir að við föttuðum ekki hvað við vorum gáfaðir.

Lesa meira

Ísakstursæfing á Ólafsfjarðarvatni

Ákveðið hefur verið að halda létta Ísakstursæfingu á Ólafsfjarðarvatni föstudaginn 16. feb kl. 18:00.

Fregnir herma að brautin verði flóðlýst ...

 

Lesa meira

WPSA snocross Húsavík

Tilkynning frá WPSA.

Keppnisstjóri hefur gert leiðréttingu á stigum sem gefin voru eftir keppnina á Húsavík. Tölvukerfið gaf mönnum stig fyrir það eitt að byrja keppni en í reglunum stendur að menn þurfa að klára 70% af hítinu til að telja til stiga. Mestu munar þarna um Kára Jónsson í úrslitum í Sportflokki, en hann missir við þetta 11 stig því hann kláraði bara 3 hringi af 10.

Guðjón Ármannsson missir einnig eitt stig í 2. híti.

Gunnar Hákonarson missir 3 stig í 3 híti þegar hann kláraði einungis 57% hringja.

Ný úrslit eru komin á mylaps.com

kveðja,

Hákon Ásgeirsson

tímavörður

Lesa meira

Þjálfara námsskeið

Þeir sem hafa áhuga á að ná sér í þjálfararéttindi frá ÍSÍ ættu að fara inn á vef ísí og kynna sér málin og ská sig

KKA hvetur félagsmenn til að verða sér út um þessi réttindi.

 

kv Stjórn

Lesa meira

WPSA snocross Ólafsfirði.

Það hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Ólafsfjarðarmótinu vegna snjóleysis og ekki þótta ráðlegt að færa mótið milli helga og því verður næsta mót á Akureyri þann 24 febrúar.

Vonandi verður móðir náttúra gjöful á hvíta gullið og við getum haldið geggjað mót á Akureyri,  f,h WPSA Stebbi gull 

Lesa meira

WPSA Snocross Ólafsfirði

Það er nú komið á hreint að mótinu á Ólafsfirði verður frestað og næsta mót verður á Akureyri eða þar sem snjór finnst þann 24 febrúar næstkomandi, ekki var möguleiki að halda mót nú um helgina vegna snjóleisis og ekki þótti heppilegt að flytja mót milli helga og var þá tekin ákvörðun um að færa Ólafsfjarðarmótið aftar í röðina. Sem sagt Akureyri 24 febrúar og allt að gerast , f,h WPSA Stebbi gull
Lesa meira

Kynning á KKA

Gerð hefur verið kynning á félaginu sem send hefur verið ýmsum aðilum og er nú aðgengileg á netinu undir "Um félagið" Kynning á KKA

Myndir frá starfinu hafa fylgt: Myndir frá starfinu

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548