Fréttasafn

Nýjar myndir

Myndir frá björgunarleiðangrinum þegar farið var að náð í hjól formannsins 7. jan. 2007 eftir óhappið deginum áður.    Finnur fór á hvíta-ofur-jeppanum og fylgdi splunkunýr björgunarsveitarbíll í kjölfarið.     Finnur reyndir ítrekað að lokka björgunarsveitarmennina ofan í sprungur og verður að segja þeim til hróss að það tókst bara einu sinni.     Þeir náðu sér pínu niður á Finni þegar hann reyndi að fela sig bakvið hæð en þeir fundu hann strax og hlógu gríðarlega af uppátækinu því stór blá-svartur díselstrókur stóð upp af  Krúsernum og því kannski erfitt að felann.     Finnur  nauðhemlaði á öllum ís- og snjóbrúm á leiðinni,  svona rétt til að veikja þær þannig að björgunarsveitarjeppinn dytti þar niður,  en þó aldrei alveg svo mikið að brýrnar brystu strax og hann færi þar sjálfur samstundis niður.      .... bara svona smá grín,  haaa,  of langt ..  nei,  af hverju?      (myndir)
Lesa meira

Frá Kattarbúðum:


Raider Extreme buggy-bíllinn verður frumsýndur um helgina, opið laugardag og sunnudag frá 13-17 - verið velkomin.

 

Lesa meira

Reglur MSÍ um þátttöku á Motorcross of Nations

Smelltu til að stækka
Reglur MSÍ um þátttöku á Motorcross of Nations eru nú aðgengilegar á tenglinum "Laga & reglusafn"  í valmyndinni hér til vinstri.

 

Lesa meira

ÍSÍ & FIM aðild


24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum.
Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.
Þetta þýðir að “sportið okkar” hefur öðlast opinbera viðurkenningu og eiga nú þeir íþróttamenn og félög sem að sportinu koma rétt á ýmsum styrkjum frá Ríkinu og sveitarfélögunum jafnt á við aðrar íþróttagreinar.
Lesa meira

Nýjar Myndir

Sjá nýjar myndir úr 5 túrum inn á hlekknum "myndir" hér til vinstri.


Lesa meira

Íþróttamaður KKA ársins 2006

Íþróttamaður KKA árið 2006 er einróma kosinn:
Baldvin Þór Gunnarsson Öngulsstöðum 3 601 Akureyri,  kt.  300690-3359
Hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í snocrossi ásamt því að ná mjög góðum árangri í motocrossi.  Hann vann ennfremur B flokk Íslandsmóts í enduroakstri motorhjóla.  Hann hefur starfað vel fyrir félag sitt KKA Akstursíþróttafélag,   bæði við tilsögn félaga og við annað uppbyggingarstarf fyrir félagið.   
Stjórn KKA óskar Baldvini innilega til hamingju
 
 
 
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Sælir félagar,

Stjórn KKA Óskar öllum félagsmönnum og öðru mótorsport áhugfólki gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það gamla.

kv Stjórn KKA

Lesa meira

Gamlársdagstúr KKA

Heilir og sælir allir saman.    Á morgun er hinn árlegi gamlársdagstúr KKA.    Mæta kl. 9.30 í bilinu hjá Tryggva Aðalbjörnssyni í Draupnisgötunni (beint á móti Dekkjahöllinni).       Þar verður spáð í spilin,  veður og skyggni.     Túrinn verður þægilegur og í það spáð að allir verði örugglega komnir heim tímanlega.       Engar konur argar og maturinn borðaður á réttum tíma og flugeldum skotið á loft en körlum þyrmt.

Sjáumst.

Lesa meira

BÍLASALINN.IS HELDUR LYNX SÝNINGU FÖSTUDAGINN 29. DES.KL.18-20

FRUMSÝNUM ÁRGERÐ 2007 AF HINUM FRÁBÆRU LYNX VÉLSLEÐUM
Lesa meira
Belti

Beltabúnaður til prufu miðvikud. 27. des. n.k.

Komdu og skoðaðu beltabúnað fyrir motorhjól.    Miðvikudaginn 27.  des.  n.k.   kl. 12:00 verður til sýnis og prufu   UPP Á KKA SVÆÐI  kawasaki hjól búið þessum búnaði.    Starfsmaður Bílanausts verður á staðnum og svarar öllum ykkar spurningum,  líka þeim sem þú hefur ekki þorað að spyrja um kynlíf.    Mætið allir hressir á staðnum.   
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548