Fréttasafn

Athyglisverður dómur.

Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari á Selfossi kvað upp neðangreindan dóm í gær þar sem hjólamaður var sýknaður af ákæru um utanvegaakstur.

Dómarinn segir:

Engar skilgreiningar er að finna í lögum eða lögskýringargögnum um það að vegur þurfi að vera gerður úr ákveðnu efni, merktur inná sérstök kort eða auðkenndur sérstaklega til að kallast vegur í skilningi umferðarlaga eða náttúrverndarlaga. Því getur vegur eða slóði sem orðið hefur til í náttúrunni vegna síendurtekinna farar, flokkast sem vegur, gata eða götuslóði í skilningi umferðarlaga. 

http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200600465&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=

Lesa meira

Hjólað um helgar.

Um næstu helgi verður hjólað á laugardagsmorgun.    Mæting svona milli 10 og 11 og hjólað frameftir degi,   alveg sama hvernig veðrið verður.     Sjá myndir

Lesa meira

Hjólað á KKA svæðinu

Hjólatíminn er alls ekki búinn,  þó kominn sé pínu snjór,  frost og svo í bland við drullu.     Sjá myndir inn á Myndir /  vetrarakstur. af nokkrum sem hjóluðu um síðustu helgi.



Lesa meira

Knight óstöðvandi á Weston Beach

Eftir að hafa nýlega lokið fullkomnu keppnistímabili í heimsmeistarakeppninni í Enduro þar sem hann sigraði allar keppnir sem haldnar voru mætti Íslandsvinurinn og extreme Enduro sérfræðingurinn David Knight á Weston Beach keppnina um helgina til að keppa um sigurinn við engan annan en Stefan Everts...

Lesa meira

Akstur í motocrossbraut

Það leiðinlega atvik gerðist í gær laugardag að þrír ungir menn voru að skemmta sér á Hilux pick-up í motocrossbrautinni og voru búniðir að festa hann og spóla mikið. Ekki höfðu þeir nein ráðtil að ná bílnum upp úr drullunni og stóð hann þar á meðan æfingar fór fram öllum til ama og hættu.

Stjórn KKA hvetur menn sem eru í slíkum hugleiðingum sem þessum að finna sér annað svæði til að leika sér á, svo að svona uppákomur þurfi ekki að endurtaka sig.

kv Stjórnin

Lesa meira

Vatnið tekið af

Nú er að koma vetur hjá okkur, frosti spáð næstu daga svo að gerðar hafa verið rástafanir við félagsheimilið.  Vatn hefur verið tekið af  þvottaslöngu og henni komið fyrir í vertargeymslu. En það verður samt vatn á vaskinum við útiklósettið og að sjálfsögðu inni í húsinu. Það er einungis verið að taka vatn af þvottaaðstöðunni og verður hún ekki sett upp aftur fyrr en a vordögum.

kv Húsnefnd.

Lesa meira
Kynning á Aprilia mótorhjólum hjá Icehobby

Kynning á Aprilia mótorhjólum hjá Icehobby

Kynnning verður á Aprilia Enduro og Supermotard 450cc í Icehobby á laugardaginn 14.okt á milli 10 og 13.00. Sýning og reynsluakstur verður við KKA heimilið kl. 14.00 sama dag.

Komið og sjáið ein heitustu hjólin í dag.

www.aprilia.com

Lesa meira

Skipulag

Unnið hefur verið lengi að gerð skipulags akstursíþróttasvæðisins í Glerárhólum.     Það fer að sjá fyrir endann á því.    Gert er ráð fyrir að svæði KKA nái yfir moldarlosunarsvæðið og vel upp fyrir brautina eins og hún er núna.    Þarna gefst rými til lagningar reiðhjólabrautar og fleira.       Gert er ráð fyrir sameiginlegu svæð KKA og BA niður fyrir Bröttubrekku og endurobraut á því svæði sem hún er núna,  e.t.v. ekki alveg eins langt í austur samt.      KKA og BA funduðu í gær og var það mjög gagnlegur fundur og góður.     Nú er verið að hljóðmæla ýmis farartæki og er þeirri vinnu að ljúka.   Í framhaldi af því teiknar landslagshönnuður upp hljóðmanir sem kunna að vera taldar nauðsynlegar í ljósi hljóðmælinga.     

Formaður.

Lesa meira

Innkeyrsla í neðri krúsir hámarkshraði 15-30 km/klst

Hestavegur liggur að veginum inn í krúsirnar og fara hestamenn 105 metra leið eftir þeim vegi og svo út af honum aftur og inn á hestaveg.      Við skulum gæta okkar sérlega þegar vegarspottinn er ekinn og í kringum hestavegina.      KKA mælist eindregið til þess við motorhjólamenn, sem nota þennan veg, að aka ekki hraðar en á 15-30 km/klst   fram hjá þessum hestavegum og sýna ítrustu gætni,  fylgjast með umferð hestamanna og stöðva og bíða ef menn verða varir við umferð hestamanna.      Ennfremur hefur það komið fyrir að strengdur hefur verið vír (eða snúra) yfir veginn sunnan við syðri hestaveginn og er ástæða til að sýna ítrustu gætni þar og fylgjast með í tíma hvort eitthvað sé strengt yfir veginn.  

Formaður.

Lesa meira

Endurobrautin opnuð aftur

Formaður var á fundi með bæjaryfirvöldum í morgun.     Akureyrarbær heimilar akstur í brautinni.     Við munum hafa brautina áfram eins og við vorum búin að breyta henni,  þ.e. ekki fara niður af kantinum austast í brautinni,  heldur þverrtyfir og sleppa brekkukaflanum.

Formaður

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548