Fréttasafn

Súúúúúpeeeeeeeeeeeeeeercrossss

Menn ætla að hópast á Allann Kaffi næsta föstudag 22. des. á morgun.   kl. 21.50 til að horfa á Supercrossið á stóra tjaldinu.    Það var geðveikt síðast nú mæta allir aftur.
Lesa meira

Supercross

Menn ætla að hópast á Allann Kaffi næsta föstudag kl. 20.20 til að horfa á Supercrossið á stóra tjaldinu.

 

Lesa meira

Hjóli stolið !

Ennþá eru menn að taka annara manna hluti ófrjálsi hendi. Hann Davíð á Sauðárkróki varð fyrir því að hjólinu hans - Kawasaki KXF 250 árg 2005 var stolið úr skúrnum hjá honum.

Aðfarnótt 11 Desember kl ca 01:30 var stolið Kawasaki kxf 250 "2005 á Sauðárkróki Hjólið er grænt og svart með Monster Energy límmiðakitti.  Vélarnr. er 4828029N og Grindarnr. JKSKXCFC45AO11886 Hjólið var tekið og sett á ljósgrænan Hiace á Rauðum númerum ef þið hafið einvherjar upplýsingar Vinsamlegast hafið samband við Davíð þór í síma 896-1324.

Stöndum saman of höfum hendur í hári á þessum drullusokkum.

Lesa meira

Liðsæfing hjá team Honda ?

http://www.kossan.se/udda_cross_traening.htm

 

Lesa meira

Hjarn - "sísonið" að byrja fyrir alvöru.

Jæja þá er ekki eftir neinu að bíða, um að gera að drífa nagladekkin undir hjólið og halda til fjalls. Að minnsta kosti var færið fínt á Vaðlaheiði í dag þegar nokkrir KKA félagar ákváðu að fá sér frískt loft og renndu í skemmtilegan hjarntúr.

 


Lesa meira

Mats Nilsson sigrar Novemberkåsan 2006

Mats Nilsson á Yamaha sigraði í fyrrinótt  hina eitilhörðu sænsku endúrókeppni "Novemberkåsan" sem haldin hefur verið í Svíþjóð síðan 1915. Þá var öldin önnur og Royal Enfield heitustu græjurnar og sigraði Gunnar Enderlein fyrstu keppnina sem þá var haldin í nágrenni Stokkhólms.  Þess má geta að klukkan 4:00 í fyrrinótt höfðu sex fyrstu menn skilað sér í mark en ekki nálægt því allir startað enn.

Staða þriggja efstu manna varð sem hér segir:

1.    67 Mats Nilsson  --  SMK Dala Falun  --  Yamaha 250 4t
2.    59 Joakim Ljunggren -- Karlskoga Enduro Klubb  --  Husaberg FE450E 4t        
3.    83 Fritz Andersson  --  Göta MS  --  KTM 450 EXC 4t    

Nánari úrslit hér.

 

Lesa meira

Keppnisdagatal fyrir Snocross


Búið er að uppfæra keppnisdagatalið fyrir 2007 og er WPSA mótaröðin í Snocross komin inn. Tengill hér til vinstri.
Lesa meira

Kynningarfundur um skipulag

Í dag var haldinn kynningarfundur á skipulagi KKA og BA svæðanna.     Vel var mætt á fundinn.    Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt hélt góða kynningu á skipulaginu.    Skv. tillögum stækkar svæði KKA alveg fram að brekkubrún,  upp að svæði Skotfélags og norður að Hlíðarfjallsveginum.         Með þessari stækkun komum við fyrir reiðhjólabraut,  stækkun MX brautar og endurobraut.    Hestamenn lýstu áhyggjum sínum af hávaða sem kæmi frá kvartmílubraut BA og ennfremur þótti reiðvegur liggja of nálægt kvartmílubrautinni.     Halldór fullyrti að ekki yrði um hvellan og skerandi hávaða frá brautinni því með hljóðmönum yrði hann deyfður.     Þessi starfssemi gæti því farið saman að hans áliti.    Hins vegar bíður það umhverfismats að mæla nákvæmlega hávaða.     Engin athugasemd barst frá fundarmönnum um KKA svæðið eða hávaða þaðan.       Það sem gerist næst væntanlega er að deiliskipulagið fer í umhverfismat.      Staða KKA núna er þessi:  KKA sótti um úthlutun lands undir starfssemi félagsins 11.  ágúst 2003,  7. janúar 2004,  26. febr. 2004,  11. mars 2004,  19. mars 2004,  3. maí 2004.     Þann 27. apríl 2004 samþykkti Íþrótta- og tómstundaráð tilmæli til Umhverfisráðs um að KKA yrði úthlutað svæði í Glerárhólum undir starfssemi sína.      Þann 12. maí 2004 afgreiddi Umhverfisráðið erindið og sagðist ekki geta orðið við því en fól umhverfisdeildinni að deiliskipuleggja svæðið milli Glerár og Hlíðarfjallsvegar.    Þegar þessari skipulagsvinnu lýkur verður hægt að úthluta félaginu formlega svæðinu.      KKA hefur leyfi bæjaryfirvalda til að starfrækja á svæðinu æfingar og æfingakeppnir frá 12. júlí 2005 og stöðuleyfi fyrir félagsheimilið frá 7.7.2005.    Ennfremur hefur KKA ótímabundið leyfi sýslumanns til að starfrækja akstursíþróttasvæði í Glerárhólum á svæði félagsins.       Við leyfum okkur að vona að við förum eftir nokkra mánuði að sjá samþykkt deiliskipulag af svæðinu og í framhaldi af því formlega úthlutun svæðisins til KKA.

Form.

Lesa meira
Arctic Cat 2007 í Icehobby

Arctic Cat 2007 í Icehobby

Föstudaginn 10. nóv verður 2007 Arctic Cat línan sýnd í Icehobby.

Léttar veitingar verða í boði eftir kl. 18:00

Allir velkomnir.

Sjón er sögu ríkari......

Verður sá græni????

Lesa meira

Fjör í brautinni í dag

Mikið líf og fjör var a KKA svæðinu í dag eins og siðustu helgar.    Sja myndir á myndir vetur 2

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548