Fréttasafn

Hestamenn fá bæinn til að banna endurobrautina

Farið var yfir legu endurobrautarinnar um helgina með formanni hestamannafélagsins og virtust allir ánægðir.     Formaðurinn sá samt ástæðu til að kvarta við bæinn strax daginn eftir.    Í framhaldi af kvörtun formanns hestamannafélagsins bannaði bærinn allan akstur á endurobrautinni.     Hér með er þessum skilaboðum Akureyrarbæjar komið til félagsmanna KKA.     Við höfum haft samband við Akureyrarbæ og óskað eftir fundi til að laga þessi mál aftur og fengið góð vilyrði um að málin yrðu löguð aftur.       Ég get ekki dregið aðra ályktun af þessu en að Hestamannafélagið Léttir sakni hjólamanna á Eyjafjarðarbökkum og annars staðar þar sem þeir voru áður en svæðið fékkst í Glerárhólum.      Því reyna þeir nú að eyðileggja fyrir okkur þessi svæði til að fá okkur til baka.

Formaður.
Lesa meira

Utanvegaakstur

Hjólamenn rákust á ummerki eftir þennan utanvega " akstur " á Krakatindaleið. Ekki hefur maður rekist á það í blöðum að þyrlurnar hafi verið sendar á loft í þetta skipti !!  Þarna hefur verið farið á nokkrum eins hestafla fararskjótum út fyrir veg, .... en það er svo náttúrulegt, ... eða hvað ?  Heimild: www.motocross.is

Lesa meira

Árshátíðarmiðar

Jæja nú eru síðustu forvöð að fá sér miða á árshátíðina, ég mun taka með mér miða á klúbbæfinguna á morgun og þar fara vonandi síðustu miðarnir en athugið að það er bara tekið við reiðufé því enginn posi er á svæðinu,  sjáumst hress og takið alla fjölskylduna með á þennan eðal viðburð , Stebbi
Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐ KKA LAUGARDAGINN 30.SEPTEMBER Á STRIKINU...

Við minnum á að á morgun föstudag er upplagt að tryggja sér miða á árshátíð félagsins sem verður á laugardaginn kemur kl. 19:30 á

Strikinu.  Miðar eru seldir hjá gullsmíðastofunni STUDIO 6 við Skipagötu.  Síðustu forvöð til að tryggja sér miða verða síðan á

"endúró-klúbb-æfingunni" á KKA svæði mæting fyrir þátttaakendur kl. 11:00 og ræsing kl. 12:00

Sjáumst hress á KKA svæðinu á laugardag og um kvöldið á ógleymanlegri árshátíð !

 

Mótanefnd & Árshátíðarnefnd.

Lesa meira

Undirbúningur fyrir Endúró klúbb "æfingu":

Þeir sem tök hafa á eftir vinnu á fimmtudag eru beðnir að mæta upp á svæði og aðstoða við brautarmerkingar á neðra svæði. Margar hendur vinna létt verk - fjölmennum uppeftir og hespum þessu af.

Mótanefnd.

 

Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐ & ENDÚRÓ-klúbbæfing....


Árshátíð og stórmótaæfing KKA í enduro verður haldið laugardaginn 30 sept. Mæting er kl: 11:00 og skráð er á staðnum, skipt verður hópnum í vana og óvana og svo settir 2 og 2 saman og keyrt í x marga tíma svo verður pása og svo heldur fjörið áfram jíííííhhhaaa. Þetta er fyrir alla félagsmenn sem hafa greitt sitt árgjald og eru í góðum gír , svo um kveldið kl: 19:30 þá
Lesa meira
Lokaumferð Icehobby og Mountain Dew mótanna 2006

Lokaumferð Icehobby og Mountain Dew mótanna 2006

Síðasta umferðin í Icehobby og Mountain Dew mótaröðinni verður haldin Sunnudaginn 1. okt. á svæði KKA norðan Glerár. Staðan er mjög spennandi og hart verður slegist um efstu sætin. Glæsileg verðlaun í boði, veitingar í boði Mountain Dew og Kjarnafæði. Keppnin hefst kl. 13.00 
 

Lesa meira

Æsispennandi lokaumferð í torfæru

Síðasta umferðin í Icehobby og Mountain Dew mótaröðinni verður halsin Sunnudaginn 1. okt. á svæði KKA norðan Glerár. Staðan er mjög spennandi og hart verður slegist um efstu sætin. Glæsileg verðlaun í boði, veitingar í boði Mountain Dew og Kjarnafæði. Keppnin hefst kl. 13.00 
Lesa meira

Hörkuspennandi lokakeppni

Lokakeppni í Icehobby og Mountain Dew mótaröðinni verður haldin Sunnudaginn 1. okt á svæði KKA. Gríðarleg spenna er um verðlaunasætin. Keppnin hefst kl. 13.00 Keppendur mæti eigi síðar en 12.30. Veitingar verða í boði Mountain Dew og Kjarnafæðis.
Lesa meira

Lokaumferð Icehobby og Mountain Dew mótanna 2006

Æsispennandi lokakeppni.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548