Flýtilyklar
Fréttasafn
Trygginganefnd / kynning
Í Trygginganefnd MSÍ sitja Þorsteinn Hjaltason og Guðmundur Hannesson. Hún var skipuð síðasta sumar. Nefndin boðaði til fundar allra MX félaga landsins og var hann haldinn á Akureyri 4. ágúst s.l. Fundargerð fundarins: Trygginganefndarfundur . Nefndin vinnur m.a. að því að fá félögin til að samþykkja að allir séu tryggðir líka þeir sem hafa undanþágu til að aka motorhjólum eftir reglugerð nr. 257/2000. Það gengur vel. Nú stendur til að semja um tryggingar fyrir alla á góðu verði. Ennfremur að þeir sem vilja geti keypt ódýran keppnisviðauka í upphafi keppnistímabil. Þetta einfaldar málin og eyðir óvissu sem skapast hefur í þessum málum gagnvart tryggingafélögunum.
ÞHj.
Myndir
KKA vekur athygli á nýjum hlekk.
Sjóvá gefur KKA
Sjóvá hefur gefið KKA sjúkrakassa og slökkvitæki í félagsheimilið. Sjóvá hefur ennfremur
ákveðið að gefa félaginu klukku og láta smíða um hana kassa. Félagið notar tilefnið og lýsir enn eftir
klukkunni sem var í félagsheimilinu hefur nokkur séð hana????
Félagið þakkar kærlega fyrirsig.
Snócross Húsavík.
Tucker Hibbert vinnur X-games
Tucker virðit vera kominn í sitt gamla góða form og segist vera með einn besta sleða sem smíðaður hefur verið handa sér. Enda átti enginn séns í kallinn á X-games um helgina nema þó helst Arctic Cat keyrarinn Ryan Simons sem reyndi að halda í við Tucker.
En Tucker sigraði örugglega og Ryan tryggði Arctic Cat tvöfaldan sigur um helgina.. Svaðalegir keyrar
Snocross Húsavík
Vatnajökulsfrumvarpið (Þjóðgarður)
(Tekið af vef motocross.is) Hér er málefni sem varðar okkur alla sem ferðumst um landið á okkar mótorknúnu tækjum, kynnið ykkur málið og leggið því lið. VÍK á aðild að félagsskap sem heitir Samtök útivistarfélaga. Að samtökunum standa vel á annan tug félaga sem á einn
eða annan hátt hafa útivist og útiveru á stefnuskrá sinni. Þann 22. janúar 2007 var haldinn fundur hjá Samút, og var
fundarefnið annars vegar fyrirliggjandi frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð og hins vegar að tilnefna fulltrúa Samút í Samvinnunefnd um
miðhálendi Íslands. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér frumvarp umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð er bent
á að gera það (http://www.althingi.is/altext/133/s/0439.html). |
Snjóflóðanámskeið
Í dag lauk vel heppnuðu snjóflóðanámskeiði sem haldið var á vegum Hjálpasveitarinnar og Ey-líf. Þetta námskeið var haldið á Hótel KEA á föstudagskvöld þar sem farið var í bóklegan þátt verkefnisins. Svo..