Fréttasafn

Trygginganefnd / kynning

Í Trygginganefnd MSÍ sitja Þorsteinn Hjaltason og Guðmundur Hannesson.      Hún var skipuð síðasta sumar.    Nefndin boðaði til fundar allra MX félaga landsins og var hann haldinn á Akureyri 4. ágúst s.l.     Fundargerð fundarins:  Trygginganefndarfundur .       Nefndin vinnur m.a. að því að fá félögin til að samþykkja að allir séu tryggðir líka þeir sem hafa undanþágu til að aka motorhjólum eftir reglugerð nr. 257/2000.     Það gengur vel.     Nú stendur til að semja um tryggingar fyrir alla á góðu verði.     Ennfremur að þeir sem vilja geti keypt ódýran keppnisviðauka í upphafi keppnistímabil.    Þetta einfaldar málin og eyðir óvissu sem skapast hefur í þessum málum gagnvart tryggingafélögunum.

ÞHj.

Lesa meira

Myndir

Búið er að setja inn fleiri myndir á síðuna,   sjá myndir.     Myndirnar eru út snjótúrum sem farnir hafa verið,   myndir úr Hjólagilinu niður í Gönguskörðin í mismunandi færi,  og mismiklum snjó.     Ennfremur gat myndainnsetjari ekki stillt sig um að setja inn gamlar myndir af Finn Aðalbj.  þar sem hann er að djöflast á fjórhjóli,  á ís,  í brekkum og fl.    Þetta var fyrir daga motorhjólsins,   þegar hann var ekki enn búinn að átta sig á því að viðeigandi er að vera á tvíhjóli og engin hjálpardekk.     Snjóferðir bland og Finnur
Lesa meira

KKA vekur athygli á nýjum hlekk.

Neðst hér til vinstri er nýr hlekkur Fundargerðir,     ætlunin er að koma þar inn útdrætti í það minnsta af fundargerðum félagsins.   Hins vegar ber að gera þess að fundargerðir  stjórnar og nefnda eru skráðar í fundargerðarbók félagsins og liggur hún frammi í félagsheimilinu þeim til skoðunar sem áhuga hafa á því.
Lesa meira

Sjóvá gefur KKA

Sjóvá hefur gefið KKA sjúkrakassa og slökkvitæki í félagsheimilið.     Sjóvá hefur ennfremur ákveðið að gefa félaginu klukku og láta smíða um hana kassa.      Félagið notar tilefnið og lýsir enn eftir klukkunni sem var í félagsheimilinu hefur nokkur séð hana????

Félagið þakkar kærlega fyrirsig.

 

Lesa meira

Snócross Húsavík.

Sjáið þetta   Auglýsing ;  snócross Húsavík 3. febrúar 2007

Lesa meira

Snócross Húsavík.

Snócross verður haldið kl. 13:00 3. febrúar n.k.  við höfnina á Húsavík.    Aðgangseyrir er kr. 1000.    Eftir mótið verður haldin Hillcross keppni,   fer þó eftir snjóalögum hvað hægt er að gera.     Þetta verður mögnuð keppni.     Stærstu sleðarnir,  stærstu karlarnir,  mestu kvennagullin,  allir verða á staðnum.      ÞÚ BARA MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSU.
Lesa meira
Tucker á fleygiferð á X-gams

Tucker Hibbert vinnur X-games

Tucker virðit vera kominn í sitt gamla góða form og segist vera með einn besta sleða sem smíðaður hefur verið handa sér. Enda átti enginn séns í kallinn á X-games um helgina nema þó helst Arctic Cat keyrarinn Ryan Simons sem reyndi að halda í við Tucker.

En Tucker sigraði örugglega og Ryan tryggði Arctic Cat tvöfaldan sigur um helgina..  Svaðalegir keyrar

Lesa meira

Snocross Húsavík

Snocross Húsavík
 Jæja jæja nú er að koma að fyrsta mótinu í WPSA mótaröðinni í snocross og og það hefur aldrei verið eins mikill hugur í mönnum eins og fyrir þennan vetur og það má búast við að þetta tímabil verði það mest spennandi frá upphafi, umboðin hafa öll ákveðið að setja extra púður í sportið og það er gríðar jákvætt.
Öll skráning keppanda fer þannig fram að það þarf að senda mail eða hringja í Stebba gull eða Vidda teygju og hér eru mail og símar hjá þeim.
 
Stebbi gull          s:6625252    e:mail studio6@simnet.is
 
Viddi teygja        s: 8963273   e:mail foxal@simnet.is    
 
Endilega skráið ykkur fyrir miðvikudag svo allt verði léttara í undirbúningi og munið að senda nafn ykkar , sleðategund,keppnisflokk og sponsera ef þið viljið láta kynna þá og svo verðið þið að hafa keppnisnúmer ykkar með i mailinu, ok svo sjáumst við á skaflinum, Stebbi gull
 
Lesa meira

Vatnajökulsfrumvarpið (Þjóðgarður)

(Tekið af vef  motocross.is) Hér er málefni sem varðar okkur alla sem ferðumst um landið á okkar mótorknúnu tækjum, kynnið ykkur málið og leggið því lið.

VÍK á aðild að félagsskap sem heitir Samtök útivistarfélaga. Að samtökunum standa vel á annan tug félaga sem á einn eða annan hátt hafa útivist og útiveru á stefnuskrá sinni.  Þann 22. janúar 2007 var haldinn fundur hjá Samút, og var fundarefnið annars vegar fyrirliggjandi frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð og hins vegar að tilnefna fulltrúa Samút í Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands.  Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér frumvarp umhverfisráðherra um Vatnajökulsþjóðgarð er bent á að gera það (http://www.althingi.is/altext/133/s/0439.html).
Á fundin mættu fyrir hönd VÍK Jakob Þór Guðbjartsson, Umhverfisnefnd VÍK og Kristján Grétarsson, stjórn VÍK.

Hér er fundargerð fundarins:

Fundur í SAMÚT, samtökum útivistarfélaga 22. janúar 2007

Mættir fulltrúar frá eftirfarandi félögum: Ísalp, Skotvís, Ferðaklúbbnum 4x4, Jöklarannsóknafélaginu, Ferðafélagi Íslands, Vélhjólaíþróttaklúbbnum, LÍV, Útivist, Kayakklúbbnum, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands. Sjá nánar......


[Til baka]
Lesa meira

Snjóflóðanámskeið

Í dag lauk vel heppnuðu snjóflóðanámskeiði sem haldið var á vegum Hjálpasveitarinnar og Ey-líf. Þetta námskeið var haldið á Hótel KEA á föstudagskvöld þar sem farið var í bóklegan þátt verkefnisins. Svo..

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548