Flýtilyklar
Fréttasafn
Gjaldtaka, umgengi, opnun & húsreglur
Stjórn KKA vill koma á framfæri að á svæði félagsins fer fram GJALDTAKA - þar keyrir enginn ókeypis. Einnig eru til sérstakar reglur sem varða umgengi og öryggi á svæðinu, umgengi um félagsheimilið og að lokum eru ákvæði um opnunartíma. Þeir sem hafa í hyggju að nýta sér aðstöðu og svæði félagsins er bent á að smella á tenglana hér fyrir neðan, kynna sér innihald þeirra og virða þær reglur og sem settar hafa verið:
Gjaldtaka | Húsreglur | Umgengis & öryggisreglur | Opnunartímar |
Vinnukvöld í kvöld og á morgun
Í kvöld og á morgun verður unnið hörðum höndum á svæðinu við lagfæringu MX brautar ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að hópast upp eftir sem aldrei fyrr og leggja hönd á plóginn.
Svæðisnefnd.
Breytingar í mótanefnd
Enduro svæðið
Sælir félagar,
Nú er vorið komið og menn farnir að hjóla af krafti á svæðinu okkar hjá KKA. Eins og er er cross brautin lokuð vegna lagfæringa.
Þess vegna myndast mjög mikið álag á endurobrautinni.
Til þess að forðast árekstra við hestamenn viljum við ítreka fyrir mönnum að fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu vegna nálægðar við nærliggjandi reiðleið. Okkur er það mjög í mun að eiga gott samstarf við hestamenn þannig að við munum reyna að fremsta megni að stýra umferð okkar inn á efra svæðið og fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu. Við munum merkja hversu langt við teljum að fara megi niður eftir á næstu dögum og biðjum við menn að virða þær merkingar að fullu.
kv Stjórn KKA
Mótorhjólasýning á Akureyri 16. júní
Bræður lagðir af stað í hnattferð
Vinnukvöld föstudag kl.18:00
Enduró á þriðjudagskvöld.
Endúróhringur á neðra svæði
KTM með gjörbylta endúrólínu fyrir 2008
Jæja þá fara 2008 hjólin að líta dagsins ljós og stóru fréttirnar hjá KTM er gjörbylt lína af EXC hjólum.