Fréttasafn

Gjaldtaka, umgengi, opnun & húsreglur

Ertu búin(n) að borga ?  Árskort eða dagskort - þitt er valiðStjórn KKA vill koma á framfæri að á svæði félagsins fer fram GJALDTAKA - þar keyrir enginn ókeypis. Einnig eru til sérstakar reglur sem varða umgengi og öryggi á svæðinu, umgengi um félagsheimilið og að lokum eru ákvæði um opnunartíma. Þeir sem hafa í hyggju að nýta sér aðstöðu og svæði félagsins er bent á að smella á tenglana hér fyrir neðan, kynna sér innihald þeirra og virða þær reglur og sem settar hafa verið:


bullet Gjaldtaka

Húsreglur

Umgengis & öryggisreglur

Opnunartímar

Lesa meira

Vinnukvöld í kvöld og á morgun

Í kvöld og á morgun verður unnið hörðum höndum á svæðinu við lagfæringu MX brautar ásamt ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum á svæðinu. Félagsmenn eru hvattir til að hópast upp eftir sem aldrei fyrr og leggja hönd á plóginn.

Svæðisnefnd.

Lesa meira

Breytingar í mótanefnd

Ingólfur Jónsson hefur tekist við sumar formennsku í mótanefndinni.      Stefán stýrir vetrarstarfi nefndarinnar en Ingólfur hefur nú tekið við formennsku fyrir sumarið.     Mótanefndin hefur boðað fréttir mjög fljótlega af bikarmóti KKA sem haldið verður bráðlega. 
Lesa meira

Enduro svæðið

Sælir félagar,

Nú er vorið komið og menn farnir að hjóla af krafti á svæðinu okkar hjá KKA. Eins og er er cross brautin lokuð vegna lagfæringa.

Þess vegna myndast mjög mikið álag á endurobrautinni.

Til þess að forðast árekstra við hestamenn viljum við ítreka fyrir mönnum að fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu vegna nálægðar við nærliggjandi reiðleið. Okkur er það mjög í mun að eiga gott samstarf við hestamenn þannig að við munum reyna að fremsta megni að stýra umferð okkar inn á efra svæðið og fara ekki niður á neðstu tunguna á neðra svæðinu. Við munum merkja hversu langt við teljum að fara megi niður eftir á næstu dögum og biðjum við menn að virða þær merkingar að fullu.

 kv Stjórn KKA

Lesa meira

Mótorhjólasýning á Akureyri 16. júní

Þann 16. júní næstkomandi er ætlunin að halda mótorhjólasýningu á Akureyri.
Lesa meira
Bræður lagðir af stað í hnattferð

Bræður lagðir af stað í hnattferð

Í morgun kl 10:00 lögðu bræðurnir Einar og Sverrir Þorsteinssynir upp í hnattferð sína á hjólum. Áætlað er að ferðin taki um þrjá mánuði og að þeir ferðist á þeim tíma um 30 þúsund kílómetra. Á heimasíðu þeirra verður hægt að fylgjast með framvindunni, sérstaklega er gaman að kynna sér þar hvernig þeir hafa að natni útbúið hjólin fyrir þetta langa ferðalag. Vefurinn sendir þeim bræðrum kveðju sína og óskar þeim góðrar ferðar.
Lesa meira

Vinnukvöld föstudag kl.18:00

Brautinn verður lokuð um óákveðinn tíma og verður opnuð aftur eftir nokkra daga að lokinni viðgerð. Síðast þegar vinnukvöld var mættu heilir 6 til að vinna, við getum betur en þetta. Síðast þegar ég gáði voru c.a 200 í klúbbnum og ef menn sýna ekki samstöðu í þessu þá verður brautinn aldrei góð eða hvað. Eins og ég sagði verður vinnukvöld fös kl. 6 og áframhald á laugardagsmorgun. Við ætlum að keyra mold í verstu kaflana og týna grjót og aftur grjót og svo er von á malaranum fljótlega til að renna yfir allt saman. Sjáumst sprækir!
Lesa meira

Enduró á þriðjudagskvöld.

Hvernig væri að hittast eftir kvöldmat á þriðjudagskvöld upp í enduróbraut og keyra og hafa gaman, hvet alla til að mæta því brautinn er gríðalega skemtileg.
Lesa meira
Endúróhringur á neðra svæði

Endúróhringur á neðra svæði

Gulli svæðisnefndarformaður settist upp í Caterpillarinn í dag og bjó til skemmtilegan endúróhring á neðra svæði. Uppistaðan í hringnum er brautin sem notuð var í Íslandsmótinu í fyrra, en þó töluvert styttri. Þetta er skemtilegur og tæknilega krefjandi hringur og eru Hellufarar KKA hvattir til að hópast uppeftir og taka duglega á því - daglega fram að keppni ;)
Lesa meira

KTM með gjörbylta endúrólínu fyrir 2008

newktm

Jæja þá fara 2008 hjólin að líta dagsins ljós og stóru fréttirnar hjá KTM er gjörbylt lína af EXC hjólum.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548