Flýtilyklar
Fréttasafn
Megatilboð í tilefni Bikarmóts KKA hjá ICEHOBBY
Myndir frá Klaustri á www.icehobby.is
Bikarmót í Motocross laugardaginn 2.júní
Bikarmót KKA í Motocross verður haldið laugardaginn 2.júní.
kl. 15:00 - mæting keppenda.
kl. 17:00 - æfingar hefjast
kl. 18:00 - keppni hefst
Ekið í 2x30 mín + 2 hringir.
Þátttökugjald kr. 3.000,-
Aðgangseyrir kr. 1.000,- (frítt fyrir 12 ára og yngri).
Vinnukvöld 29,05 ´07
Unglingaæfingar þriðjudögum í sumar kl. 18.30
Unglingaæfingar verða í sumar á þriðjudögum frá 18.30 til 19.30. Kennari verður Baldvin Gunnarsson. Fyrsta æfingin verður auðvitað í kvöld í blíðunni látið það berast.
Fræðslunefnd
Félagatalið uppfært
Endurobrautinn lagfærð
Endurohringnum hefur verið breytt að hluta og búið að fara með ýtunnu hringinn. Vildi minna menn á fara ekki alla leið niður á tunguna þar sem brautinn lá áður, það er kominn nýr kafli þarna og vil ég biðja menn um að virða það og aka hann eingöngu. Ég hef heyrt það að menn séu að tala um bikarmót um helgina í crossi, ef að því verður þá verðum við að loka brautinni á fimtudagskvöld og gera eitthvað í brautinni á fimtudags og föstudagskvöld. Þetta verður eflaust klárt í dag og koma þá frekari upplýsingar hér.
Gulli
MX brautin klár !
Búið er að mala, slétta og laga uppstökk og er brautin nú klár til aksturs. Á næstu dögum verður svo brautin dekkjuð og lokafrágangur á næsta leiti. Viljum svo bara minna á að akstur í brautinni er ekki leyfilegur nema viðkomandi sé með passa, annaðhvort dagpassa eða árspassa hvort heldur sem er. Dagpassarnir eru seldir hjá N1 í Veganesti og árspassar hjá Stebba Gullsmið - Studio 6 við Skipagötu. Það ekur enginn án passa og ef slíkt kemur upp verður viðkomandi umsvifalaust vísað af svæðinu þar til þau mál er á hreinu.
Frágangur á og við púkabraut
Á laugardag og sunnudag verður reynt að ganga frá svæðinu í kringum púkabraut og næsta nágrenni. Við erum búnir að lengja brautina þónokkuð og það vantar bara lokafrágang. Búið er að kaupa haug af girðingarstaurum og grasfræjum. Það er bara um að gera að mæta og hjálpa til og púkarnir hjóla á meðan. Gott væri að taka skóflur og hrífur með enn eithvað er þó til. Við hvetjum fólk endilega til að mæta því mæting hefur verið frekar slök upp á síðkastið og það er bara þannig að - ef engir mæta þá gerist ekki neitt.....
Svæðisnefd.