Flýtilyklar
Fréttasafn
Nýtt Endurohjól.
Nítró mun sýna nýtt Endurohjól fimmtudaginn 5.júlí.
Dulunni verður svipt af hjólinu kl:18:30. En léttar hjólaveitingar verða í Nítró milli 18 og 20.
Einnig mun Nítró gefa KKA sumargjöf.
Allir velkomnir.
Kveðja, Starfsmenn Nítró.
Námskeið Valdi Pastrana
Valdi hefur verið með námskeið undanfarin ár fyrir norðanmenn í braut KKA í Glerárhólum og verður svo aftur í ár. Reynt var að fá hann fyrr en venjulega en mikið er að gera hjá Valda og var það ekki hægt núna en hann hefur skrifað okkur inn í dagbókina sína á næsta ári og er þá stefnt að því að hann komi í maí í upphafi tímabils til að koma mönnum í gírinn. Núna kemst hann helgina 28.-29. júlí en það er helgin fyrir MX mótið og er því að því leytinu óhentugt. Því er mætt með því að kennsla færi fram frá 08 á morgnanna fram til hádegis og brautin opin fyrir almenna umferð að námskeiði loknu. Nú er spurning hve margir væru til búnir til að koma. Vinsamlegast sendið mér póst um það efni: th@alhf.is ég safna fjöldanum saman og sé hvort sé grundvöllur fyrir námskeiðinu. sendið mér nafn og félagsnúmer og kt. Ég læt ykkur svo vita á síðunni eftir svona hálfan mánuð eða svo hvort að námskeiðinu verður.
f.h. fræðslunefndar (Þorsteinn)
111 keppendur skráðir í 2. umferð íslandsmótsins í MX
Skráðir keppendur í 2. umferð íslandsmótsins í Motocross
Shell mótorhjólavörur í Icehobby
Icehobby hefur hafið sölu á olíu- og hreinsivörum frá Shell.
s.s keðjuolíu, loftrhreinsiolíu í sprayformi, fjór- og tvígengisolíur og fl.
Sjá nánar á http://icehobby.is/winter/?cid=66
Vaðlaheiði þjóðvegur um Steinsskarðið
Fyrir nokkrum dögum síðan áttu 5 félagar í KKA leið um gamla þjóðveginn um Vaðlaheiði. Verið var að reka fé á fjall og drógu hjólamennirnir strax úr hraða og töldu sig fara varlega um svæðið. Þeir héldu svo för sinni áfram til byggða þar sem lögreglan stöðvaði þá en gerði engar athugasemdir þar sem öll hjólin voru lögleg og réttindi í lagi.
Þetta atvik varð til þess að forsvarsmenn KKA sáu ástæðu til að biðja um fund með bóndanum sem í hlut átti.
Hér á eftir er stutt fundargerð fundarins, sem haldinn var í dag 25. júní 2007 kl. 18:00:
Fundurinn hófst með því að bóndinn og aðrir hlutaðeigendur voru beðnir afsökunar á öllu ónæði sem honum hafði verið valdið. Bóndinn sagðist vilja taka það fram að sögur fjölmiðla væru afskaplega ýktar og úr lagi færðar. Það væri t.d. ekki rétt sem sagt hafði verið í fjölmiðlum að hjólamenn hefðu ekið í veg fyrir þá og spænt yfir þá möl, ennfremur væri ekki rétt að það hafi þurft að tína upp eftir hjólamenn hryggbrotin lömb og hjólamenn hafi valdið stórfelldu tjóni á landareignum þeirra.
Málið er það, að þegar rekið er á fjall væru rollurnar ansi æstar og hlypu frá lömbum sínum og þyrfti með gætni að koma lömbunum til þeirra aftur. Öll truflun væri ekki til bóta. Motórhjólamennirnir hefðu valdið truflun með akstri sínum um þjóðveginn. Þeir hafi þó vafalaust ekki gert sér grein fyrir viðkvæmu ástandinu. Forsvarsmenn motorhjólamanna sögðu að þeir myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að þetta myndi ekki koma fyrir aftur. Ákveðið var að bændur létu KKA vita þegar rekið er á og af fjalli og KKA lætur boð út ganga til félagsmanna sinna um að aka ekki þjóðveginn í Vaðlaheiði (þ.e. gamla veginn um Steinsskarðið) þann dag og nokkra eftir það til að leyfa kindunum að jafna sig og lömbunum að ná mæðrum sínum. KKA sagðist myndi koma því inn á heimasíðu sína og til félagsmanna sinna með öllum ráðum að aka þjóðveginn gætilega því þar væru kindurnar oft á tíðum allt sumarið þ.e. í og við beygjurnar. Ennfremur voru rædd málefni eins og akstur um slóða um heiðina o.fl. Fór vel á með mönnum og var fundurinn bæði mjög gagnlegur og ánægjulegur.
stjórn KKA.
Ný akstursreglugerð
Reglugerð nr. 257/2000 um akstursíþróttir og aksturskeppnir hefur verið felld niður og ný reglugerð um sama efni hefur komið í hennar stað. Til að skoða reglugerðina sláið hér en hún er líka inni hér til vinstri undir Laga®lusafn. Margt nýtt og gott er í þessari reglugerð, helst má nefna að yngri krakkar geta nú fengið leyfi til að aka á lokuðum svæðum, sbr. 21. gr. reglugerðarinnar. Ennfremur mun verklag við undanþágur komast í fastari skorður. Ef þið viljið fá undanþágur fyrir börn ykkar þá sendið félaginu umsókn um það og við munum sækja um til sýslumanns og síðan þarf barnið að fara í gegnum námskeið og próf hjá félaginu áður en leyfi verður veitt til aksturs á svæði félagsins. (sjá umsóknarblöðin hér til vinstri eyðublöð og tilkynningar).
Námskeið á sunnudaginn
MX BRAUT LAGFÆRÐ
Gulli.