Flýtilyklar
Fréttasafn
WPSA snocross 5 og 6 umferð. Egilsstaðir
Algjör snilld, það verða keyrðar tvær umferðir á Fjarðarheiðinni sú fyrri verður á föstudaginn kl:17:00 og þá byrja æfingar kl:15:00 eða rétt á eftir samhliðabrautar keppninni sem hefst kl: 13:00 held ég.
Svo á laugardaginn þá keyrum við á loka umferð WPSA mótaraðarinnar og þá keyrum við á hefðbundnum tíma og æfingarnar hefjast kl: 11:30 - 12:00 og svo hefst partýið kl:14:00.
Eftir snocrossið þá er ráðgert að hafa Hill cross keppni og það er búist við met þátttöku í þeirri snilldargrein og menn bíða spenntir eftir að geta spreytt sig í brekkunum.
Nú eiga allir að mæta og taka góða skapið með sér.
F.h WPSA Stebbigull
Sumarið framundan
Ný þjónusta - smáauglýsingar
Englandsferð mars 2007
Gummi, Þorsteinn og Finnur fóru til Englands að keyra motorhjól 15-18 mars.
Ný heimasíða
4.umferð WPSA snocross Ólafsfirði.
Það er allur undirbúningur á fullu á Ólafsfirði fyrir mót helgarinnar og Helgi Reynir lofar frábærri braut eins og Ólafsfirðinga er von og vísa. Sú breyting hefur verið gerð fyrir þetta mót er að keppni hefst ekki fyrr en kl: 18:00 vegna jarðarfarar sem fer fram fyrr um daginn og að sjálfsögðu sýnum við þá virðingu að vera ekki að spóla í brautinni við hliðina á kyrkjugarðinum þegar maðurinn er lagður til hinstu hvílu.
Það er reiknað með að æfingar hefjist kl: 16:30 og svo bara keyrt eins og vanalega, allir að mæta og sjá strákana okkar berjast til síðasta blóðdropa , slagurinn um Íslandsmeistara titilinn hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafnari. Látið sjá ykkur og styðjið ykkar menn , f.h WPSA Stebbi gull.
Frá Motul
KKA gerir samning við Vífilfell
Í dag var undirritaður samningur á milli Vífilfells og KKA. Í samningnum veitir Vífilfell KKA mjög góð viðskiptakjör og Vífilfell kaupir auglýsingar af KKA. Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir starfssemi og rekstur KKA.