Fréttasafn

WPSA snocross 5 og 6 umferð. Egilsstaðir

Algjör snilld, það verða keyrðar tvær umferðir á Fjarðarheiðinni sú fyrri verður á föstudaginn kl:17:00 og þá byrja æfingar kl:15:00 eða rétt á eftir samhliðabrautar keppninni sem hefst kl: 13:00 held ég.

Svo á laugardaginn þá keyrum við á loka umferð WPSA mótaraðarinnar og þá keyrum við á hefðbundnum tíma og æfingarnar hefjast kl: 11:30 - 12:00 og svo hefst partýið kl:14:00.

Eftir snocrossið þá er ráðgert að hafa Hill cross keppni og það er búist við met þátttöku í þeirri snilldargrein og menn bíða spenntir eftir að geta spreytt sig í brekkunum.

Nú eiga allir að mæta og taka góða skapið með sér.

F.h WPSA Stebbigull

Lesa meira

Sumarið framundan

Nú fer snjó að leysa og við erum að undirbúa framkvæmdir og starf sumarsins.     Stjórn minnir allar nefndir á að skila sínum hugmyndun til stjórnar fyrir 10. apríl n.k.   varðandi framkvæmdir.     Eins og kunnugt er þurfa nefndir að skila inn kostnaðaráætlun með verktillögum sínum til þess að stjórn fjalli um þær.     Framkvæmdafé er takmarkað þannig að nefndir þurfa að drífa inn sínar hugmyndir.      Félagsmenn allir eru reyndar hvattir til að senda sínar hugmyndir inn til stjórnar:    th@ALhf.is
Lesa meira

Ný þjónusta - smáauglýsingar

KKA kynnir nýja þjónustu á vefnum. hér til vinstri er "smáauglýsingar" allir geta sett þar inn auglýsingar varðandi sportið okkar, hvort sem menn eru að selja eða vilja kaupa eitthvað. Einfalt er að setja inn auglýsingu.
Lesa meira

Englandsferð mars 2007

Gummi, Þorsteinn og Finnur fóru til Englands að keyra motorhjól 15-18 mars.

myndir

Lesa meira

Ný heimasíða

Heimasíða KKA hefur verið uppfærð og endurbætt.    Á síðuna eru komnar smáauglýsingar.    Þar geta menn sett inn sínar auglýsingar um sölu á hinu og þessu tengdu okkar sporti.      
Lesa meira

4.umferð WPSA snocross Ólafsfirði.

Það er allur undirbúningur á fullu á Ólafsfirði fyrir mót helgarinnar og Helgi Reynir lofar frábærri braut eins og Ólafsfirðinga er von og vísa. Sú breyting hefur verið gerð fyrir þetta mót er að keppni hefst ekki fyrr en kl: 18:00 vegna jarðarfarar sem fer fram fyrr um daginn og að sjálfsögðu sýnum við þá virðingu að vera ekki að spóla í brautinni við hliðina á kyrkjugarðinum þegar maðurinn er lagður til hinstu hvílu.

Það er reiknað með að æfingar hefjist kl: 16:30 og svo bara keyrt eins og vanalega, allir að mæta og sjá strákana okkar berjast til síðasta blóðdropa , slagurinn um Íslandsmeistara titilinn hefur sjaldan ef nokkurn tíma verið jafnari. Látið sjá ykkur og styðjið ykkar menn , f.h WPSA Stebbi gull.

Lesa meira

Frá Motul

Næstkomandi miðvikudag þann 21. mars, kl 19.oo. Staður ; PLAZA  ( rétt hjá Sjallanum ) Bjóðum við upp á  myndasýningu. Stairway to Glory alveg ný mynd. Everts, 10 faldur heimsmeistari í motocross. Bragi staðarhaldari bíður góðan afslátt á veitingum. Kynning á LAZER 2007 hjálmum og svo sýnum við Nýja DVD diskinn með S.Everts. Allir velkomnir á meðan húsrúm er. Myndin er 90 mín. Happdrætti - LAZER vinningur.
Lesa meira

KKA gerir samning við Vífilfell

Í dag var undirritaður samningur á milli Vífilfells og KKA.      Í samningnum veitir Vífilfell KKA mjög góð viðskiptakjör og Vífilfell kaupir auglýsingar af KKA.       Samningurinn er mikil lyftistöng fyrir starfssemi og rekstur KKA.

Lesa meira

Nýju hjólin 2007

Nú fara bike testinn að hellast yfir menn,  dirtrider,  dirtbike og hvað þetta heitir nú allt saman.     Við höfum þó ekki séð mikið af þessum nýju hjólum hér norðan heiða.    Vefurinn hefur þó haft spurnir af því að GASGAS 2007 séu komin til Ingó í Dedion og bíði þar skoðunar.     Gaman væri að heyra af því hvort fleiri umboð séu komin með 2007 hjól til sýnis hér á Akureyri.   
Lesa meira

Fréttatilkynning: Nitro á Mývatni

Nitro Akureyri verður með Kawasaki og Husaberg Enduro og motocrosshjól til sýnis við ísspyrnuna á Mývatni á morgun laugardag kl: 10-13. Mönnum og konum gefst tækifæri á að reynsluaka Kawasaki 450F á ísdekkjum. Komið og skoðið heitustu hjólin í dag.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548