Fréttasafn

Lokaumferð Icehobby og Mountain Dew mótanna 2006

Æsispennandi lokakeppni.

Lesa meira

Endúróhringurinn breyttur og endurbættur:


Umtalsverð vinna hefur staðið yfir í gær og dag á neðra svæði, lokið hefur verið við lagfæringu og endurskipulagningu á Endúróhringnum.  Gulli fór hreinlega á kostum á jarðýtunni og er alveg magnað að keyra hringinn núna.  Félagsmenn eru hvattir til að hópast uppeftir og aka hringinn en þessi hringur verður einmitt keyrður í klúbbmóti KKA í lok mánaðarins (nánar auglýst á næstunni).
Lesa meira

HH Turen 2005 myndskeið

Örlítið myndskeið frá HH í fyrra.    HHTuren2005
Lesa meira

All-inn með Supercross á föstudögum í vetur

All-inn Gránufélagsgötu 10 verður með Supercrosskvöld á föstudögum í vetur, húsið opnar kl. 19:50 (frítt inn) og verða samloku og hamborgaratilboð í fullum gangi - sjáumst hress.

 

Lesa meira

Stofnun sérsambands 18. nóvember n.k. Guðmundur Hannesson, KKA, fyrsti formaður sérsambandsins.

Nú hefur verið í undirbúningi stofnun sérsambands um alllangan tíma.     Fyrsti formaður sérsambandsins verður að öllum líkindum Guðmundur Hannesson,  KKA.
Lesa meira

Aðalf

Aðalfundur KKA verður haldinn sunnudaginn 17. september 2006 kl. 17:00 í félagsheimili KKA í Glerárhólum.

Fjallað verður um akstursleiðir, stofnun sérsambands, framkvæmdir fyrir næsta ár, nefndir og fleira. Mikilvægt að félagsmenn mæti.

Formaður.

 

Lesa meira

Jarðýtan


Jæja nú er biðin á enda, Lúlli fór i dag á dráttarbíl austur í Mýatnssveit og sótti ýtuna okkar.

Hann kom með hana um hálf níu í kvöld,  fundur verður annað kvöld  í svæðisnefnd þar sem byrjað verður að skipuleggja þá vinnu sem framundan er á ýtunni. Einnig fer hún í vinnu hjá Akureyrarbæ við aðslétta moldartippinn.

kv Svæðisnefnd

Lesa meira

Kári #46 Íslandsmeistari í Enduro 2006

Kári Jónsson á TM Racing EN-250 2 stroke varði Íslandsmeistaratitilinn í þolakstri í dag þegar 5. og 6. umferð fór fram á Bolöldusvæðinu nálægt Reykjavík.  Óljósar fregnir herma hinsvegar að norðanliðið "Team Alloy" hafi verið með allt niður um sig á mótsstað, fæstir lokið keppni og flestir haldið niðurlútir heimleiðis áður en keppni lauk.

Lesa meira

Íslandsmótið í Endúró á Akureyri - Vinnukvöld:

Vinna við brautalagningu verður miðvikudagskvöldið kemur 21/6 kl. 19:30 allir félagsmenn og aðrir áhugamenn um sportið sem tök hafa á eru endilega beðnir að mæta uppeftir og leggja hönd á plóginn ígóðum félagskap.  Stefnt er að því að merking og lokaundirbúningur brautar verði viku síðar.

Með von um að sjá sem flesta: Mótanefnd.


Lesa meira

Dagskortin:


Vi
ð minnum á að dagskort fyrir akstur  á KKA svæði eru seld hjá Esso Veganesti og hjá Birki í Icehobby við Draupnisgötu.  Gjaldskrá fyrir dagskort er þessi:
800.- 16 ára og eldri fyrir KKA félaga 0.- 15 ára og yngri fyrir KKA félaga
1.200.- 16 ára og eldri fyrir utanfélagsmenn 500.- 15 ára og yngri fyrir utanfélagsmenn
Dagskort og árskort þarf að greiða meðpeningum.

Svæðisnefnd.
 
 
 
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548