Fréttasafn

Ískross við Hvamm

Nú er ís á flæðunum við Eyjafjarðará, sem Helga og Hörður í Hvammi voru svo vinsamleg að leyfa okkur afnot af.     Búið er að útbúa braut og var svæðið vel sótt um helgina.      

 Félagar ath þetta:

1.   UMGENGNI:  Bannað er að aka annars staðar en á veginum,   alls ekki aka hvaða leið sem er upp á þjóðveg.    Þetta er þakið snjó og ís en engu að síður akið eftir veginum,  hjólin gætu farið niður úr.    Gætið vel að þessu.   Umgengni verður að vera óaðfinnanleg.

2.   HÆTTA Á SLYSUM Á ÞJÓÐVEGINUM:   Menn eiga að aka eftir veginum upp flæðarnar og þar upp á veg.     Þetta er nauðsynlegt vegna slysahættu.    Menn eiga ekki að koma inn á þjóðveginn hvar sem er.       Það er nauðsynlegt að fara eftir veginum og gá vel að sér þegar menn aka inn og yfir þjóðveginn.   Sést hefur til manna sem aka upp kantinn og svo yfir veginn án þess að hafa tök á því að líta til hægri eða vinstri og það þarf ekki að fjölyrða um hættuna sem þessu fylgir.      

Það eru ekki allir sem lesa heimasíðuna þannig að við skulum hjálpast að við þetta og benda mönnum óspart á þessi atriði ef við sjáum að menn fara ekki eftir þessu.  

 

 

Lesa meira

Félagatalið. Ath upplýsingar.

Vinsamlegast skoðið félagatalið hér á síðunni og athugið hvort allar upplýsingar eru þar réttar um ykkur.     Ef þið eruð ekki komin inn í félagatalið þrátt fyrir skráningu hefur eitthvað farið úrskeiðis og vinsamlegast skráið ykkur aftur í félagið,  annars er talið að öllu hafi verið haldið til haga í þeim efnum og allir nýjir félagar komnar inn.

 Senda breytingar í :     th@ALhf.is

Lesa meira

Tímamörk á skráningum í keppni

Ágætu félagar,

Nú er nýtt starfsár að hefjast í sportinu hjá okkur samkvæmt útgefinni mótaskrá MSÍ fyrir 2008. Árið mun hefjast á Mývatni þar sem fram fer Íscrosskeppni sem er partur af Íslandsmótaröð í Íscrossi. Það hefur verið ákveðið að

Lesa meira
Ískrossmót tókst vel

Ískrossmót tókst vel

Mótið á laugardag tókst í alla staði mjög vel og var almenn ánægja á meðal keppenda. Úrslit eru komin á vef MSÍ

Ljósmyndari var á staðnum og tók alls 379 myndir sem hægt er að skoða hér.

Það var gríðargóð þátttaka í kvennaflokki og standardflokki en opni flokkurinn var dapur. Notaðar voru nýjar startgræjur að sænskri fyrirmynd og mæltist það verulega vel fyrir hjá keppendum og örlaði aldrei á þjófstarti. Næsta umferð fer fram laugardaginn 16. febrúar.
Lesa meira

Samtök um vélhjólaferðir

Fréttatilkynning: 

Hópur áhugafólks um ferðamennsku og útivist á vélhjólum (tví- og fjórhjólum) hefur ákveðið að stofna félag sem hefur m.a. það að markmiði að auka þekkingu vélhjólafólks, sem og almennings, fjölmiðla og stjórnvalda, á notkun vélhjóla til ferðalaga og útivistar. Félagið mun miðla upplýsingum um akstursleiðir, standa fyrir ferðum og fræðslufundum.Mikill uppgangur er í notkun vélhjóla til ferðamennsku og útivistar á öllu landinu. Notkunin er bundin við akstursleiðir á lág- sem hálendi, mest á sumrin og haustin, en harðfennisakstur á vetrum hefur aukist umtalsvert undanfarin ár.  Aðstaða til aksturs vélhjóla á Íslandi er í flesta staði viðunandi og í sátt við samfélag og umhverfi.Vélhjólafólk á Íslandi sem notar hjólin sín til ferðalaga og útivistar hefur ekki átt ötulan málsvara undanfarin ár og er áhugi á að breyta því. Markmiðum sínum hyggst félagið m.a. ná með því að ná til sem flestra þeirra sem ferðast á vélhjólum, hvort sem um ræðir létt eða þung hjól (tví- eða fjórhjóla), samvinnu við sveitarfélög og aðra þá sem geta stuðlað að því að þau náist.Stofnfundur félagsins verður 15. janúar kl. 20:00 á Hótel Loftleiðum, Bíósalnum. Allt áhugafólk um ferðalög og útivist á vélhjólum velkomið. Dagskrá fundarins má sjá á www.slodavinir.org.
Lesa meira

Skráning hafin í fyrsta íscross mót vetrarins á Mývatni

Nú er búið að opna fyrir skráningu í fyrsta íscross mót vetrarins en það fer fram á Mývatni laugardaginn 12. janúar. Skráningin fer fram á www.msisport.is og er þátttökugjaldið einungis kr 3000. Hér fyrir neðan er dagskrá mótanna og linkur á keppnisreglur, en þau verða 3 talsins. Vegleg verðlaun verða fyrir bæði opinn flokk og standard flokk í hverju móti fyrir sig og einnig verða veitt verðlaun fyrir 1,2 og 3 sætið í stigakeppninni að loknum öllum þremur mótunum og verða verðlaun ekki af verri endanum.

1. sæti - Flug með Icelandair að eigin vali til Evrópu að andvirði kr 30.000.
2. sæti - Flug með Flugfélaginu að eigin vali innanlands að andvirði kr 20.000
3. sæti - 10 miða kort í Jarðböðin við Mývatn að andvirði kr. 12.000
Ef fleiri en 5 keppendu skrá sig í kvennaflokk verða sér verðlaun fyrir þær og ef fleiri en 10 skrá sig verður kvennaflokkur keyrður sér.

Þess má geta að nú er 40 cm þykkur ís á Mývatni og frábærar aðstæður til ísaksturs.

Sértilboð verða á Sel Hótel í tengslum við mótin. Allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að móti loknu,

Sjáumst hress á Mývatni um næstu helgi !

 

Ís-Cross Dagskrá - 2008 - Tímaplan
  Á ráslínu Byrjar Lengd Öryggistími ATH
Skoðun, allir flokkar.   11:00      
           
Tímataka og upphitun nagladekk 11:30 11:35 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun Opinn flokkur 11:55 12:00 15:00 05:00  
           
Moto 1 Nagladekk 12::25 12:30 12:00 08:00 + 1 hring
           
Moto 1 Opinn flokkur 12:45 12:50 12:00 08:00 + 1 hring
           
Moto 2 Nagladekk 13:05 13:10 12:00 08:00 + 1 hring
           
Moto 2 Opinn flokkur 13:25 13:30 12:00 08:00 + 1 hring
           
Moto 3 Nagladekk 13:45 13:50 12:00 08:00 + 1 hring
           
Moto 3 Opinn flokkur 14:05 14:10 12:00 08:00 + 1 hring
           
Verðlaunaafhending   15:00      

Reglur MSÍ um Ísakstur er að finna hér.

Lesa meira

Árlegt hóf ÍRA í íþróttahöllinni

        Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.

                Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi
sem haldið verður í Íþróttahöllinni fimmtudaginn 27. desember n.k. kl. 16:00.
                Öllum Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2007 verður afhentur minnispeningur Íþróttaráðs.
                Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 195 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum.
                Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar.
                Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.


F.h. Íþróttaráðs

Ólína Rebekka Stefánsdóttir

Lesa meira
Ísakstur á Hrísatjörn

Ísakstur á Hrísatjörn

Nokkrir KKA félagar tóku vel á því á ísnum á Hrísatjörn við Dalvík síðastliðinn sunnudag. Sigurður Bjarnason sendi vefnum nokkrar myndir.
Lesa meira
ICECROSS mótaröð á Mývatni í vetur.

ICECROSS mótaröð á Mývatni í vetur.

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar (AMS) og Sel Hótel Mývatn kynna til sögunnar þriggja umferða ísaksturs -mótaröð í vetur. Vel verður staðið að framkvæmdinni og það verða vegleg verðlaun í boði. Það er stefnt að því að keppa líka í ísspyrnu á vélsleðum þessar helgar. Skráning verður í gegnum félagakerfið á www.msisport.is og notast verður við tímatökusendana eins og í motocrossinu. Við sendum nánari dagskrá um leið og hún liggur fyrir. Ákveðið hefur verið að stilla þátttökugjaldinu í hóf og verður það kr 3000.

Sjá keppnisreglur fyrir Ísakstur.

Sækja auglýsingu PDF [521 kb]

Lesa meira

Óprúttnir þjófar

Á fimmtudaginn síðasta sáu einhverjir óprúttnir menn ástæðu til

að fara að heimili Kobba og Herdísar á Svalbarðseyri og stela hjólinu

hennar Herdísar Terra Moto hjóli með hvítum plöstum nema hvað

frambretti er rautt. Það eru einnig séreinkenni sem að Kobbi veit um

á hjólinu þannig að það mun þekkjast hvar sem er þannig að við skorum

á þessa aðila að skila þessu hjóli sem allra fyrst. Ef að einhver hefur orðið

var við þessa aðila með hjólið þá vinnsamlegast látið lögregluna á Akureyri

vita eða Kobba í síma 899-9890.

tn_blk_pro_cleaned

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548