11.04.2008
Vefstjóri
Hér er listi yfir skráða keppendur í síðustu umferð Íslandsmótsins í Snocross sem fram fer á Fjarðarheiði ofan
Seyðisfjarðar kl. 14:00 á morgun. Spennan er gríðarleg í stigabaráttunni og því vert að drífa sig á staðinn og verða
vitni af miklum tilþrifum í öllum flokkum.
Lesa meira
09.04.2008
KKA sótti ársþing ÍBA í gærkvöldi frá kl. 18:00 til 21:00. Þröstur Guðjónsson var
endurkjörinn formaður, aðrir í stjórn voru kosnir Gunnar Kárason, Fríða Pétursdóttir og Sigbjörn
Gunnarsson. Í varastjórn eru Hörður Sigurharðarson, Haukur Valtýsson og Áslaug Kristjánsdóttir.
Allt saman toppmenn. Nokkrar ræður voru haldnar, farið var yfir reikninga og lögum breytt. Allt fór þetta vel fram undir
vökulu auga KKA, sem fékk vel að borða og var því ánægt. Á þinginu var Baldvin
Þór Gunnarsson sérstaklega heiðraður með bókum og blómum, en þar sem hann var á stífum æfingum baðaður í
splunkunýjum ljósum á snocrosssvæði KKA gat hann ekki tekið við verðlaunum þannig að formaðurinn brá sér í
Baldvins-gerfið sitt, gallabuxur og jakka yfir spelkur og brynju, og tók við verðlaunum rétt eins og hann hefði sjálfur til þeirra
unnið, og var reyndar myndaður með þau í bak og fyrir af sérstökum fréttamönnum þingsins (sbr. frétt Stöðvar2
þar sem sýndar voru myndir af "Baldvin" að fá verðlaunin/geðveikt flottur). Ársskýrslur allra félaganna voru birtar
í bók sem ÍBA gefur út á 2 ára fresti. Þar er saga félaganna rakin nema hjá BA sem ákvað að eyða
sínu rými í að fjalla um hestamannafélagið Létti. Hægt er að lesa ársskýrslu KKA fyrir 2006 og 2007 hér
(ath. ekki komið enn kemur inn í kvöld, þið verðið að bíða þar til þá með lesturinn).
Ársþing eru haldin á 2 ára fresti, umsóknir þeirra sem vilja verða fulltrúar á næsta þingi þurfa að berast eftir 23
mánaða.
Lesa meira
08.04.2008
Það hefur verið ákveðið af WPSA og Start vélsleðaklúbbi austan manna að framlengja skráningarfrest án aukagjalds til fimmtudags
kvelds, þetta er gert vegna þess að menn hafa átt í einhverjum vandræðum með að skrá sig en nú er búið að leysa
það, ég hvet alla sem hafa áhuga á að vera með að skrá sig og taka þátt í stórskemmtilegri keppni fyrir austan,
það hefur heyrst að nokkrar gamlar kempur séu staðráðnir í að vera með og það stefnir í harða baráttu í
öllum flokkum. Íslandsmeistaratitlarnir eru enn í járnum og það kemur í ljós á Egilsstöðum hver fer heim með feitu dolluna og
titilinn.Allir að mæta og fylgjast með, f,h WPSA á Íslandi Stebbi gull
Lesa meira
07.04.2008
Árgjald fyrir árið 2008 er kr. 4.300 og er þá seðilgjald o.fl. til banka innifalið. Mjög bráðlega
verður seðillinn sendur út til félagsmanna og biðjum við alla að bregðast skjótt við og greiða. Undanfarin
ár hefur gjaldið verið 3.117 en með aukinni þjónustu og mannvirkjum verður félagið að hækka gjaldið aðeins enda sanngjarnt
því boðið er upp á meira. Verð árskorta í brautina verða ekki hækkuð. Fyrir
félagsmann kostar það kr. 8.000 og kr. 15.000 fyrir utanfélagsmenn. Gildi kortsins er mun meira núna eftir að félagið kom
upp lýsingu í brautinni. Snjósleðar hafa verið í brautinni í allan vetur og við munum aka hjólum langt fram á
haustið í flóðlýsingu. Bráðlega verður kynnt æfingatafla félagsins og
æfingagjöld. Æfingatímar verða ákveðnir í 4-5 flokkum og á áætlun verða 4 enduroferðir
á vegum félagsins.
Lesa meira
06.04.2008
Skráningu í snocrossið á Egilsstöðum sem fram fer 12 apríl á Fjarðarheiði líkur annað kvöld.
Fjölmennum á þetta síðasta mót vetrarins og sjáum spennandi uppgjör í öllum flokkum.
Start
Lesa meira
18.03.2008
Vefstjóri
Hér er ráslisti fyrir 5. umferð Íslandsmótsins í SnoCross sem fram fer á Húsavík laugardaginn 22.mars.
Lesa meira
17.03.2008
Vefstjóri
Vefnum bárust tölfræðilegar upplýsingar úr Mývatssveit fyrir samhliðabraut, hillcross og ísspyrnu.
Til að skoða smelltu HÉR.
Lesa meira
17.03.2008
Allir að mæta og fylgjast með næst síðustu snocross keppni vetrarins, gríðarleg spenna í öllum flokkum, og Börkur lofaði alveg hrikalega
skemmtilegri braut og lýgur hann nú sjaldan og aldrei á hátiðardögum, Stebbi gull
Lesa meira
04.03.2008
Vefstjóri
Hér er ráslisti fyrir fjórðu umferð
íslandsmótsins í Snocross sem fram fer á Mývatni laugardaginn 8.mars n.k.
Lesa meira
04.03.2008
Vefstjóri
Hér er ráslisti fyrir Íscross á sem fram fer Mývatni laugardaginn 8.mars
Lesa meira