Flýtilyklar
Fréttasafn
Rauð númer
MSÍ reglur
Uppfærðar Motocross reglur fyrir keppnistímabilið 2008Uppfærðar Motocross reglur fyrir keppnistímabilið 2008 hafa verið birtar á www.msisport.is. Eftir að reglurnar voru birtar 20.05.2008 kom í ljós villa varðandi MX 2 flokk
varðandi vélastærð, þetta hefur verið lagfært og skal tekið fram að hámarks stærð vélar í MX 2 flokk er 150cc 2T og 250cc
4T, sömu reglur gilda um hámarksstærð véla í Unglingaflokk. Einnig hefur verið leiðrétt tilvísun í reglugerð
Samgönguráðuneytis um reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni, sjá reglugerð 507/2007. Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Enduro & Moto-Cross nefnd
MSÍ
1. umferð Íslandsmóts í MX
3. & 4. umferð Íslandsmótsins í Enduro
Vinnukvöld foreldra og forráðamanna í púkabraut
Að gefnu tilefni vill svæðisnefnd minna á að barnabrautin er aðeins fyrir börn að 12 ára aldri og hjól að 65cc 2t og/eða fjórgengis með hliðstæðu vélarafli (110 cc)
Uppfærðar reglur MSÍ
Hér http://www.msisport.is/pages/reglur/ gefur að líta uppfærðar reglur MSÍ.
Allir eru hvattir til að kynna sér þessar reglur og keppnismenn verða skilyrðislaust að gera það og vera góðir í þeim, það er of seint í keppni að fara að velta fyrir sér hvað mannfjandinn, sem veifaði þessu gula, bláa, græna eða svarta, flaggi í andlitið á þér er að meina með því. Hver munurinn er á því ef gula flagginu er haldið á lofti hreyfingarlausu eða þegar því er veifað. Eða hvað var gaurinn að reyna að segja þér, sem veifaði þessum köfflótta eldhúsdúk í grillið á þér.
Svo allir að lesa, já núna enga leti, getur bjargað lífi ykkar síðar.
Námskeið á laugardaginn
Laugardaginn 24.maí verður boðið upp á námskeið í braut félagsins.
kl. 14:00 - 16:00 - Börn, byrjendur (óvanir)
kl. 17:00 - 19:00 - Lengra komnir
Leiðbeinandi á þessu námskeiði verður "Jói Kef"
Námskeiðsgjald er kr.3.500,- / Engin skráning - bara mæta.
Vinnukvöld í sumar!!!!!
Svæðisnefnd hefur ákveðið að halda vinnukvöldin í sumar á fyrirfram ákveðnum kvöldum og þannig útiloka stuttan fyrirvara og misskilning. Vinnukvöldin verða 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20, þannig að fyrsta vinnukvöld sumarsins er 3. júni næstkomandi. Á vinnukvöldum er brautinn lokuð án undantekninga frá 20:00 og fram úr. Þetta verða einu kvöldinn sem brautinn verður löguð með ýtunni og annað gert í sambandi við brautina sjálfa, semsagt ef engin mætir verður engin ökufær braut. Öllum er það ljóst að klúbburinn hefur ekki bolmagn til að ráða starfsmann og verðum við að standa saman til að þetta gangi upp hjá okkur. Stefnan er að brautinn opni núna fyrir helgi og vill ég minna menn á árskortinn og dagpassana sem gilda frá fyrsta degi.
svæðisnefnd
KEA snilldarfélag.
KEA hefur einsett sér að styrkja og efla mannlíf og atvinnulíf á félagssvæði sínu. Félagið eykur mikilvægi sitt með hverju árinu og er orðin ómissandi kjölfesta á öllum sviðum samfélags okkar.
KEA úthlutar styrkjum í ár til KKA mannanna Kristófers Finnssonar og Baldvins Þórs Gunnarssonar. KKA þakkar KEA kærlega fyrir velviljann.
25% afsláttur af FLY vörum
K2 Icehobby tjáði KKA vefnum að þeir veiti KKA meðlimum góðan afslátt af eldri vörum því verið sé að rýma fyrir nýjum. Þeir halda því fram að töluvert sé til af flottum Fly vörum sem eigi að seljast með 25% afslætti og jafnvel meira ef menn eru góðir að prútta og hafa KKA félagsskírteinið meðferðis.
K2Icehobby hefur tekið í notkun sérhæfða umfelgunarvél fyrir mótorhjóladekk. Þeir segjast veita góðu þjónustu og kaffi með, verðið er fast segja þeir en ekki gefnar nánari upplýsingar um það, sérkjör til KKA manna.