Flýtilyklar
Fréttasafn
Muna skráningu í Íscross og Snocross á Mývatn 08.03.08
Enginn má missa af þessari mótorsporthelgi - eitthvað fyrir alla, allan tímann:
Brekkuklifur, samhliðabraut, íscross, snocross og ísspyrna á sleðum.
Arctic Cat 2009
MÝVATN 7.-8. mars - ein stærsta akstursíþróttahelgi ársins !!!
Nú liggur fyrir endanleg dagskrá fyrir eina stærstu akstursíþróttahelgi ársins "MÝVATN 2008"
Föstudagur 7. mars.
Kl. 14:00 Samhliða brautarkeppni á vélsleðum.
Kl. 16:30 Hillcross á vélsleðum.
Kl. 18:00 Jarðböðin við Mývatn bjóða keppendum í bað.
Kl. 21:00 Setning Mývatn 2008 við Sel-Hótel Mývatn.
Kl. 21:00 Keppendur kynntir.
Kl. 21:30 Barkvöld með lifandi tónlist – tilvalið að koma sér í gírinn.
Laugardagur 8. mars
Kl. 8:00 Mæting og skoðun mótorhjóla fyrir íscross.
Kl. 9:00 Timataka fyrir íscross hefst.
Kl. 9:40 Íscross á mótorhjólum 1. móto.
Kl. 10:20 Íscross á mótorhjólum 2. móto.
Kl. 11:00 Íscross á mótorhjólum 3. móto.
Kl. 12:00 Mæting og skoðun vélsleða fyrir snocross.
Kl. 13:00 Tímataka fyrir snocross hefst.
Kl. 14:00 Snocross keppni hefst.
Kl. 17:30 Ísspyrna á snjósleðum.
Kl. 20:00 Fordrykkur og vídosýning af afrekum dagsins.
Kl. 21:00 Veisla kvöldsins hefst í Skjólbrekku.
Kl. 21:30 Verðlaunaafhending fyrir afrek helgarinnar.
Kl. 23:00 Dansleikur með hljómsveitinni Von.
Vel heppnað Snocrossmót í Ólafsfirði í dag.
Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins í Snocross fór fram í dag á Lágheiði ofan Ólafsfjarðar. Keppnin fór fram
í ágætu verði, brautin góð - breið og mátulega löng. Vel var mætt af áhorfendum, allt gekk vel og slysalaust fyrir sig og fengu
viðstaddir þó nokkuð fyrir sinn snúð.
Snocross kynnning hjá K2Icehobby
Stórmögnuð kynning verður á SnoCross keyrurum fyrir utan K2Icehobby Dalsbraut 1 á föstudagskvöld kl. 19.00. Einning afhendir K2Icehobby WPSA á íslandi nýja frábæra galla, strákarnir þurfa jú að vera vel útbúnir!! Síðan verður ný verlsun kynnt. Mætið endilega og sjáið strákana og stelpurnar þenja græjurnar!!!
Mætum síðan á SnoCross keppni á Ólafsfirði á laugardaginn!!!!!!!!
Keppnin hefst kl:13:00 og er við Lágheiði, örstutt frá Ólafsfirði.
Ráslisti fyrir 3. umferð Íslandsmótsins í Snocross
Hér er ráslisti fyrir Snocross keppni á Ólafsfirði næsta laugardag.
Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins í snjókrossi á Laugardaginn.
Keppnisreglur fyrir íscross
Keppnisreglur fyrir ískross á Íslandi eru HÉR!
Slíkar reglur þurfa stöðugt að vera í framþróun og vera breytingum undirorpnar.
Ég hvet þá sem hafa tillögur að breytingum að senda þær til stjórnar MSI til skoðunar: msi@msisport.is.
Þorsteinn Hjaltason
IceCross í Mývatnssveit - úrslit í 2. umferð
Sælt veri fólkið !
Mótið á laugardag tókst í alla staði mjög vel og var hörku barátta í báðum flokkum.
Í kvennaflokki urðu úrslitin þessi:
1. Signý Stefánsdóttir
2. Andrea Dögg Kjartansdóttir
3. Hulda Þorgilsdóttir
Í standardflokki urðu úrslitin þessi:
1. Kristófer Finnsson
2. Pálmar Pétursson
3. Jóhann Gunnar Hansen
Þau leiðu mistök urðu við verlauanaafhendingu að Finnur Bóndi var sagður í þriðja sæti, en hið rétta er að Jói Startsveif tók þriðja sætið. Það voru ákveðnir byrjunarörðugleikar í tímatökunum og útreikningum á úrslitum, en nýjir menn eru búnir að taka við af Einari Smára. Þrátt fyrir þessa byrjunarörðugleika eiga þeir hrós skilið fyrir vel unnin störf. Það verður væntanlega einhver bið í að úrslitin verði lesin inná www.mylaps.com en þetta kemur allt saman. Dalli ljósmyndari var á staðnum, en okkar ljósmyndari var líka á staðnum og tók slatta af myndum og má skoða þær hér.
Svo verður þriðja og síðasta umferðin að morgni 8. mars, en Mývatnsmótið í snocrossi fer fram sama dag eftir hádegi.
Kveðja úr Mývatnssveitinni, Stefán Gunnarsson
Muna skráningu í snocrosskeppni í ólafsfirði 23.02.2008
Munið að skráning í 3 umferð Íslandsmótsins í snocrossi sem fram fer í Ólafsfirði stendur nú yfir og lýkur
mánudagkvöldið 18.02 kl 23.55.
Um að gera að vera tímanlega að skrá sig.
kv Nefndin