Fréttasafn

MX braut lokuð næsu daga

Brautin verður lokuð næstu daga vegna stórframkvæmda. Næstu daga verður keyrt c.a 15-20 þús rúmetrum af steinlausri svarðamold úr grunni íþróttahús giljaskóla í brautina og svæðið í kring. Það er G. Hjálmars sem græjar þetta fyrir okkur og verður töluverð umferð stórra vörubíla á ferð um svæðið og bið ég menn að sýna þeim tillitsemi og aka ekki í brautinni á meðan, það er stranglega bannað. Þetta mun taka viku til 10 daga og opnar brautinn aftur þá, alveg hrikaleg. Vil ég benda mönnum á endurobrautin er geggjuð til aksturs eftir rigningar síðustu daga.

Svæðisnefnd

Lesa meira
Vel heppnuð keppni afstaðin

Vel heppnuð keppni afstaðin

Þriðja og fjórða umferð íslandsmótsins í þolakstri fór fram í dag á aksturrsvæði KKA í Glerárhólum ofan Akureyrar. Keppnin var gríðarlega spennandi og skemmtileg á að horfa, brautin vel heppnuð að flestra mati og reyndi mátulega á bæði menn og tæki eins og sannur þolakstur á að gera.

Helstu úrslit dagsins urðu sem hér segir:

Meistaraflokkur:
1 #270 Valdimar Þórðarson
2 #4 Einar Sverrir Sigurðarson
3 #299 Ágúst Már Viggósson

Baldursdeild:
1 #670 Bjarki Sigurðsson
2 #848 Friðrik Freyr Friðriksson
3 #274 Kjartan Gunnarsson

KKA vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn í þágu félagsins í dag og unnu óeigingjarnt sjálboðastarf, án ykkar hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. Eins þakkar KKA sérstaklega DeDion og JHM sport - styrktaraðilum keppninnar fyrir velvildina.

Fínar myndir frá Sigga Bald má skoða hér.
Heildar úrslit og tíma finnur þú hér.
Dedion.is   |   jhmsport.is

Takk fyrir daginn, Mótanefnd KKA

Lesa meira
STAFF fundur laugardag kl. 20:00 í félagsheimili

STAFF fundur laugardag kl. 20:00 í félagsheimili

Annaðkvöld kl. 20:00 verður STAFF fundur í félagsheimilinu, þar verða hnýttir síðustu hnútarnir og gengið endanlega frá allri verkaskiptingu.

Allir sem verða í Race Police eru beðnir að mæta þar sem úthlutað verður stöðum í brautinni og farið yfir verklag.

Lesa meira

Varðandi gistingu á tjaldstæðum á Akureyri

Stjórn KKA hefur náð samningum við Akureyrarbæ og skátafélagið Klakk varðandi aldurstakmörk á tjaldstæði við Þórunnarstræti á Akureyri. Rök KKA voru tekin góð og gild, þar sem okkar fólk er íþróttafólk, öðrum til sóma og ekki á höttunum eftir útihátíðarstemmningu heldur góðum nætursfefni. Þetta virkar þannig að ef keppandi (sem verður að vera orðinn 18 ára) sendir póst á msi@msisport.is með beiðni þessa efnis, fer í gang ferli sem leiðir til leyfisveitingar fyrrgreindra aðila. Miðað er við keppanda + aðstoðarmenn.

Sjáumst hress á Akureyri um helgina.

Stjórn KKA.

Lesa meira
Akstur í Endúróbraut

Akstur í Endúróbraut

Við minnum á 6. grein í Endúróreglum MSÍ en hún hljóðar svo:

6. FRAMKVÆMD KEPPNI
6.1. Almenn atriði.
6.1.1. Án sérstaks leyfis keppnisstjóra má enginn akstur eiga sér stað í brautinni, en keppendur mega leggja keppnisbraut þó ekki á mótorhjóli.

Keppendur og allir aðrir en starfsmenn félagsins eru beðnir að virða þetta og aka ekki í brautinni.

KKA beinir þeim tilmælum til keppenda að ganga brautina og kynna sér hana vel fyrir keppni.

Lesa meira
Skráðir keppendur í 3 & 4 umferð Íslandsmótsins í Endúró á Akureyri  15.júní

Skráðir keppendur í 3 & 4 umferð Íslandsmótsins í Endúró á Akureyri 15.júní

Hér er listi yfir skráða keppendur í 3 & 4 umferð Íslandsmótsins í Endúró sem fram fer á aksturssvæði KKA n.k. sunnudag. Smelltu á lesa meira til að skoða listann.

Minnum á að tímatöflu Endúrókeppna fyrir sumarið 2008 má finna hér!

Lesa meira
Brautarlagningu lokið og merkingar langt komnar

Brautarlagningu lokið og merkingar langt komnar

Já það er ekki ofsögum sagt að brautin sem keppt verður í á sunnudaginn toppar allt sem við Akureyringar höfum boðið uppá í Enduro fram til þessa. Það var vaskur hópur sem vann við af brautarlagningu og merkingar í gærkvöldi og ágætlega mætt. Vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta í kvöld líka.

Á meðfylgjandi mynd má sjá #690 prófa dekkja og trjádrumba kaflann en hann var kallaður til af mótanefnd sem sérstakur úttektarmaður leiða enda maður með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði. Niðurstaðan var sú að leiðin er greiðfær, meira að segja mönnum á fimmtugsaldri. En hafa ber í huga að Bóndinn er kannski ekki alveg venjulegur maður :)

Kveðja, Svæðis & Mótanefnd KKA.

Lesa meira
Sjálfboðaliðar í Race Police

Sjálfboðaliðar í Race Police

Enn vantar okkur mannskap á hjólum í "Race Police" á sunnudaginn.

Ef þú átt hjól, ætlar ekki að keppa en samt að horfa á þá hvetjum þig eindregið til að hafa samband við Ingólf í DeDion og skrá þig. Fáðu tilþrifin beint í æð á góðum stað í brautinni og legðu félaginu þínu lið með framlaginu.

Síminn hjá Ingó er 862-6900 / 462-6900

Veðurspáin er góð. Skráðu þig og félaga þína strax í dag !

Lesa meira

Baldvin með námskeið í sumar.

Í sumar verður Baldvin Þór Gunnarsson með námskeið.     Baldvin hefur lokið þjálfaraskóla ÍSÍ og er í fremstu röð okkar keppnismanna á landinu og hefur séð um öll þjálfaramál félagsins til þessa.    

Ein æfing verður á viku:
Miðvikudagar kl. 18:00 (konur)
Miðvikudagar kl. 19:30 (strákar 13 ára og eldri),    (Strákar 13 ára og eldri þýðir einmitt það,  þ.e.  þó maður sé 45 ára strákur þá skráir maður sig og er ég þegar búinn að því).

Æfingagjaldið er kr. 10.000 á mann fyrir allt sumarið.

skráum okkur og fáum kennslu í sumar.

Skráning:   baddi10@hotmail.com (e mail hjá Baldvin eða hringja í hann:   GSM  848-3333.


kveðja
Þorsteinn.

Lesa meira
Vinnukvöld í kvöld

Vinnukvöld í kvöld

Vinnukvöld verður í kvöld (10.jún) í endúróbrautinni.

Við byrjum kl. 20:00

Allir að mæta !!!

Svæðisnefnd - Mótanefnd.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548