Fréttasafn

Æfing Frestuð

sælir æfingin mun frestast sem að átti að vera í dag miðvikudag vegna veðurs þetta er í fyrsta og vonandi seinasta skipti sem að æfingu verður frestað.

 

Kv.BaldviN#85 og Bjarki#670 

Lesa meira
Þetta hjól þarf að finna og koma í réttar hendur

Motocrosshjóli stolið

það vill þannig til að miðvikudagsnóttina (aðfaranótt fimtudags) 3 - 4. sept 2008, var hjólinu mínu stolið í hafnarfirði.  Hjólið er 2005 árg. (keypt nýtt 2006) Kawasaki KX250F. Hjólið er ekki mikið notað og er með orginal plöstin án allra límmiða. Tankhlífin vinstra megin er brotin eftir byltu nýlega og aðeins ein handahlífin er á því. Álfesting sem handahlífin er en plastfesting hinum megin. hjólið er með fatbar stýri sem er orlítið skakkt. Lítið er hægt að nota hjólið eins og það var þegar því var stolið en keðjan og aftara tannhjólið er ónýtt en það er orginal...
Lesa meira

Áfangi á Bíldsárskarði. Umferðarskilti í óskilum.

Umferðarskilti er bannar alla umferð motorhjóla var við þjóðveginn í Fnjóskadal,  á upphafi  leiðar yfir Bíldsárskarð.      KKA hefur barist fyrir því að þetta skilti yrði tekið niður,  enda ætti það engan rétt á sér.    KKA sendi Vegagerðinni erindi varðandi þetta og fleira.     Vegagerðin hefur nú upplýst  að ekki væri ljóst hverjar forsendur þessa skiltis væru,   hver hefði sett það upp,  hvers vegna og á hvaða grundvelli,   né hver ætti það.        Vegagerðin tjáði KKA að málið væri á forræði landeiganda ef hann vildi ekki hafa þetta skilti þá mætti hann taka það niður.       Landeigandi  Fjósatungu fól KKA að taka niður skiltið,  sem var gert á föstudaginn síðasta.      Skiltið er nú í áhaldageymslu KKA í Glerárhólum.     Eigandi skiltisins getur  vitjað þess þangað.      Ef þessa skiltis verður ekki vitjað næstu 14 daga mun félagið afhenda vegagerðinni það.    (Eigandi þarf að láta vita af eignarhaldi sínu til th@alhf.is og sanna eignarrétt sinn með kvittun,  ekki hægt að láta skiltið af hendi við hvern sem er sem þykist eiga það).

KKA sendi Reiðveganefnd Léttis erindi fyrir 10 dögum og er vonast til að viðræður geti hafist með félögunum um samskipti félaganna á alfaraleiðum.       KKA er þess fullvisst að skynsamlegar umræður og vinsamleg samskipti félaganna verða öllum félagsmönnum til hagsbóta,   annað er í raun tóm þvæla.     Hér er bréf KKA til Reiðveganefndar Léttis.      Svar hefur ekki borist en vonast er til að það berist fljótlega.

Lesa meira

HH Túrinn.

Um síðustu helgi var hinn árlegi HH Túr farinn frá Akureyri og um hálendið.     Túrinn er í boði HH Verktaka og er ævinlega vel heppnaður,  enda hans ævinlega beðið með óþreyju.           Í upphafi ferðar tóku leiðangursmenn eftir, að þeir voru myndaðir úr fjarlægð af fréttamönnum Stöðvar 2.    Aðspurðir sögðu mennirnir frá Stöð2 að í þá hefði verið hringt,  af manni sem þeir vildu ekki segja til.    Sá nafnlausi hefði sagt þeim að lögreglan myndi meina HH hópnum umferð um landið,   árekstrar yrðu og vafalaust eitthvað fréttnæmt.      Leiðangursmenn sögðu fréttamönnum hins vegar að að ekki væri vitað til nokkurra vandamála.       Við það hurfu fjölmiðlamenn af staðnum.        

Leiðangursmenn héldu för sinni áfram,  en höfðu ekki farið langt er þeir sáu að lögreglubifreið hafði verið lagt á afleggjaranum frá Eyjafjarðarbraut upp í fjall.         Þetta er vegbútur,   sem Hestamannafélagið Léttir segist eiga (lagður með styrk frá vegagerðinni,  þ.e. kostaður af almannafé) en leiðangursmenn ætluðu sér aldrei að aka þennan veg.    Þeir höfðu fengið góðfúslegt leyfi landeiganda á Kaupangi til að fara veginn yfir þeirra land upp á þjóðleiðina yfir Bíldsárskarð.      Allir voru því sáttir bæði lögreglan og leiðangursmenn með þessa lausn.     Þennan sama dag tveimur tímum fyrr hafði annar vinnustaðahópur farið um,   í það skiptið voru það ríflega 20 fjórhjól,  sem fóru um þann veg sem lögreglan varði nú fyrir nokkrum mönnum á tvíhjóla mótorhjólum.  

Lesa meira

Niðurstaða úr skoðanakönnun

Spurt var: Ertu búin(n) að hjóla mikið í sumar ?

Já ég er sátt(ur) : 29%
 
Svona í meðallagi. : 22%
 
Nei ekki nóg. : 49%

Alls svöruðu bárust 79 svör. Ný könnun komin í gang - kjóstu núna.
Lesa meira
Sorry Binni stal mynd af þér

Æfingar halda áfram

Við viljum minna á að æfingar halda áfram þótt að keppnirnar séu búnar á þessu tímabili.

við erum að prófa eina nýjung í æfingunum sem að kallast að hafa hana kl.5 í stað hálf 7.

ef ykkur lýst illa á skrifið þá hvað ykkur finst um þetta í athugasemdirnar.

 

KV.BaldviN#85 og Bjarki#670

 

Lesa meira
Valdi Íslandsmeistari  / Kári sigurverari dagsins

Valdi Íslandsmeistari / Kári sigurverari dagsins

Loka umferð Íslandsmótsins í þolakstri fór fram á skíðasvæði við Tindasól á Sauðárkróki í dag. Kári Jónsson #46 kom sá og sigraði í keppninni eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Valdimar Þórðarson #270 tryggði sér hinsvegar Íslandsmeistaratitilinn með því að tryggja sér annað sætið í keppninni. Í þriðja sæti varð Einar Sigurðarson #4. KKA óskar Valda hjartanlega til hamingju með titilinn...
Lesa meira

Fjölskylduhátíð Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir stendur fyrir skemmtilegri fjölskylduhátíð laugardaginn 6.september á svæði Vélhjólaíþróttafélagsins VÍK í Bolaöldu (gegnt Litlu-Kaffistofunni). Hátíðin hefst kl. 12:00 og endar með grillveislu í boði félagsins kl. 16:00. Allt áhugafólk um ferðalög og útivist á tví-, fjór- og sexhjólum velkomið. Svæðið við Bolaöldu hefur upp á margt að bjóða fyrir ökumenn mótorhjóla, byrjendur sem lengra komna, og því ættu allir að geta fundið brautir eða slóða við sitt hæfi. Einnig verður boðið uppá fjórhjólaferðir á svæðinu fyrir börn og fullorðna. Nánari upplýsingar um hátíðina má sjá á heimasíðu félagsins.
Lesa meira

Starfsmenn lokaumferðar íslandsmótsins í Enduro í Skagafirði 6. september

Keppnisstjóri: Hjörtur Líklegur Jónsson

Aðstoðarkeppnisstjóri: Þröstur Ingi Ásgrímsson

Brautarstjóri: Jóhannes Þórðarson

Ræsir: Jóhannes Þórðarson

Ábyrgðarmaður: Þröstur Ingi Ásgrímsson

Öryggisfulltrúi MSÍ: Guðmundur Hannesson

Dómnefnd: Hjörtur, Jói, Þröstur.

Skoðunarmenn:  Þröstur Ásgrímsson, Grétar Steinþórsson,  Jóhannes Þórðarson, Friðrik Ólafsson, Páll Pálsson, Hallgrímur Alfreðsson.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá MSÍ um lyfjaeftirlit

Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ óskar að handahófi eftir sýnum til rannsóknar eftir íþróttamót og þar er MX og enduro ekki undantekning.      Að þessu sinni urðu þessir fyrir valinu:
Aron Ómarsson #66
Einar Sverrir Sigurðarson #4
Ragnar Ingi Stefánsson #0
Valdimar Þórðarson #270

E.S.  ekki örvænta það kemur kannski að þér næst:

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548