Flýtilyklar
Fréttasafn
Æfing Frestuð
sælir æfingin mun frestast sem að átti að vera í dag miðvikudag vegna veðurs þetta er í fyrsta og vonandi seinasta skipti sem að æfingu verður frestað.
Kv.BaldviN#85 og Bjarki#670
Motocrosshjóli stolið
Áfangi á Bíldsárskarði. Umferðarskilti í óskilum.
Umferðarskilti er bannar alla umferð motorhjóla var við þjóðveginn í Fnjóskadal, á upphafi leiðar yfir Bíldsárskarð. KKA hefur barist fyrir því að þetta skilti yrði tekið niður, enda ætti það engan rétt á sér. KKA sendi Vegagerðinni erindi varðandi þetta og fleira. Vegagerðin hefur nú upplýst að ekki væri ljóst hverjar forsendur þessa skiltis væru, hver hefði sett það upp, hvers vegna og á hvaða grundvelli, né hver ætti það. Vegagerðin tjáði KKA að málið væri á forræði landeiganda ef hann vildi ekki hafa þetta skilti þá mætti hann taka það niður. Landeigandi Fjósatungu fól KKA að taka niður skiltið, sem var gert á föstudaginn síðasta. Skiltið er nú í áhaldageymslu KKA í Glerárhólum. Eigandi skiltisins getur vitjað þess þangað. Ef þessa skiltis verður ekki vitjað næstu 14 daga mun félagið afhenda vegagerðinni það. (Eigandi þarf að láta vita af eignarhaldi sínu til th@alhf.is og sanna eignarrétt sinn með kvittun, ekki hægt að láta skiltið af hendi við hvern sem er sem þykist eiga það).
KKA sendi Reiðveganefnd Léttis erindi fyrir 10 dögum og er vonast til að viðræður geti hafist með félögunum um samskipti félaganna á alfaraleiðum. KKA er þess fullvisst að skynsamlegar umræður og vinsamleg samskipti félaganna verða öllum félagsmönnum til hagsbóta, annað er í raun tóm þvæla. Hér er bréf KKA til Reiðveganefndar Léttis. Svar hefur ekki borist en vonast er til að það berist fljótlega.
HH Túrinn.
Um síðustu helgi var hinn árlegi HH Túr farinn frá Akureyri og um hálendið. Túrinn er í boði HH Verktaka og er ævinlega vel heppnaður, enda hans ævinlega beðið með óþreyju. Í upphafi ferðar tóku leiðangursmenn eftir, að þeir voru myndaðir úr fjarlægð af fréttamönnum Stöðvar 2. Aðspurðir sögðu mennirnir frá Stöð2 að í þá hefði verið hringt, af manni sem þeir vildu ekki segja til. Sá nafnlausi hefði sagt þeim að lögreglan myndi meina HH hópnum umferð um landið, árekstrar yrðu og vafalaust eitthvað fréttnæmt. Leiðangursmenn sögðu fréttamönnum hins vegar að að ekki væri vitað til nokkurra vandamála. Við það hurfu fjölmiðlamenn af staðnum.
Leiðangursmenn héldu för sinni áfram, en höfðu ekki farið langt er þeir sáu að lögreglubifreið hafði verið lagt á afleggjaranum frá Eyjafjarðarbraut upp í fjall. Þetta er vegbútur, sem Hestamannafélagið Léttir segist eiga (lagður með styrk frá vegagerðinni, þ.e. kostaður af almannafé) en leiðangursmenn ætluðu sér aldrei að aka þennan veg. Þeir höfðu fengið góðfúslegt leyfi landeiganda á Kaupangi til að fara veginn yfir þeirra land upp á þjóðleiðina yfir Bíldsárskarð. Allir voru því sáttir bæði lögreglan og leiðangursmenn með þessa lausn. Þennan sama dag tveimur tímum fyrr hafði annar vinnustaðahópur farið um, í það skiptið voru það ríflega 20 fjórhjól, sem fóru um þann veg sem lögreglan varði nú fyrir nokkrum mönnum á tvíhjóla mótorhjólum.
Niðurstaða úr skoðanakönnun
Já ég er sátt(ur) : 29%
Svona í meðallagi. : 22%
Nei ekki nóg. : 49%
Alls svöruðu bárust 79 svör. Ný könnun komin í gang - kjóstu núna.
Æfingar halda áfram
Við viljum minna á að æfingar halda áfram þótt að keppnirnar séu búnar á þessu tímabili.
við erum að prófa eina nýjung í æfingunum sem að kallast að hafa hana kl.5 í stað hálf 7.
ef ykkur lýst illa á skrifið þá hvað ykkur finst um þetta í athugasemdirnar.
KV.BaldviN#85 og Bjarki#670
Valdi Íslandsmeistari / Kári sigurverari dagsins
Fjölskylduhátíð Slóðavina
Starfsmenn lokaumferðar íslandsmótsins í Enduro í Skagafirði 6. september
Aðstoðarkeppnisstjóri: Þröstur Ingi Ásgrímsson
Brautarstjóri: Jóhannes Þórðarson
Ræsir: Jóhannes Þórðarson
Ábyrgðarmaður: Þröstur Ingi Ásgrímsson
Öryggisfulltrúi MSÍ: Guðmundur Hannesson
Dómnefnd: Hjörtur, Jói, Þröstur.
Skoðunarmenn: Þröstur Ásgrímsson, Grétar Steinþórsson, Jóhannes Þórðarson, Friðrik Ólafsson, Páll Pálsson, Hallgrímur Alfreðsson.
Fréttatilkynning frá MSÍ um lyfjaeftirlit
Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ óskar að handahófi eftir sýnum til rannsóknar eftir
íþróttamót og þar er MX og enduro ekki undantekning. Að þessu sinni urðu þessir fyrir
valinu:
Aron Ómarsson #66
Einar Sverrir Sigurðarson #4
Ragnar Ingi Stefánsson
#0
Valdimar Þórðarson #270
E.S. ekki örvænta það kemur kannski að þér næst: