Fréttasafn

Formaður baðar sig í frægðarsól annarra.

Uppskeruhátíð ÍBA og Akureyrarbæjar

Formaðurinn var mættur á hátíðina f.h.  félagsmanna og afreksfólks.      Tók við viðurkenningarspjaldi fyrir íslandsmeistara KKA sem voru  Baldvin Þór Gunnarsson,  Bjarki Sigurðsson,  Hákon Gunnar Hákonarson,   Kristófer Finnsson og Vilborg Daníelsdóttir.    Auk þess styrkti Akureyrarbær félagið um 75.000 kr. 
Lesa meira

Vetrarakstur tilkynning frá slóðavinum

Vinsældir vetrar endúró hafa aukist ár frá ári og er svo komið að varla líður sú helgi að ekki megi sjá tví- eða fjórhjól reyna sig í snjónum, við bæjarmörkin eða til fjalla. Mikil ábyrgð fylgir akstri í snjó og hafa verið að koma upp mál þar sem leiða má líkur að því að tvíhjól hafi spólað sig niður í gegnum snjóinn og ofan í ófrosinn eða lausfrosinn gróður og mosa. Þetta veldur sárum, svipuðum og þeim sem myndast við utanvegaspól á sumrin. *Slóðavinir* vilja því beina þeim tilmælum til þeirra sem stunda vetrar endúró að aka eftir aðstæðum. Einnig má benda á reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands í þessu ljósi, en þar segir í 4. gr. um akstur utan vega: "Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Heimilt er þó að aka vélknúnum ökutækjum á jöklum svo og snævi þakinni og frosinni jörð svo fremi að ekki skapist hætta á náttúruspjöllum."
Lesa meira

Á ísinn á morgunn laugardag kl. 10 árdegis

Menn ætla að ísast á morgun,  þeir árrisulu koma kl. 10:00,   en hjóla vampírurnar sem ekki þola annað ljós en dauft skinið frá KTM framljósunum koma aðeins síðar,   (lesist:   Villi-á-ljós-og olíualausa tvígengis reykprikinu kemur kl. 10:10 árdegis).   
Lesa meira

Olíuskipti

Lykilatriði varðandi endingu fjórgengismótora er að skipta um olíu.    Á veturna getur verið ástæða til að skipta oftar,  snjór getur komist í síuna,  sérlega ef hjólin standa eitthvað úti,  og svo bráðnar allt og lekur inn og olían verður ljós og vatnsblönduð.     Til þess að menn nenni að skipta á réttum tíma verður olíuskiptin að vera sem fyrirhafnarminnst.    Menn verða að koma sér upp rútínu,  verkfæri í verkið t.d. flokkuð og geymd sér í skúffu,   búið að koma sér upp þægilegum boxum eða skúffum fyrir olíuuna og fleira í þessum dúr.     Ég hef gert mér minnislista svo maður þurfi nú ekki að vera leita að manualnum um hitt og þetta,  t.d. herslu á boltum og olíumagn o.þ.h.       Mjög mikilvægt er að fylgja vel eftir herslutölum,   við viljum ekki herða of mikið,  það getur verið afar erfitt að ná boltum úr,  t.d. á járnsíunum ef hert er of mikið.  

Meðfylgjandi er minnislisti sem ég hef gert mér,   hann er á spilanlegu pdf formi (þarft bara adobe reader)  og þú getur slegið á plúsinn og mínusinn til að fletta þessu út og inn.    Ef menn lenda í vandræðum með þetta spilanlega pdf skjal geta menn hlaðið inn óspilanlegu pdf skjali hér sem sýnir öll stigin í einu,  óspilanlegt pdf skjal

Lesa meira

Ís við Hvamm - ÍsCross

Það er kominn klikkaður ís á leirunum við Hvamm.     
Lesa meira
Þegar piparkökur bakar ... uppskrift að ljósi

Þegar piparkökur bakar ... uppskrift að ljósi

Elli skorast aldrei undan áskorunum, ekki einu sinni þeim skrítnu.   Elli segir að KTM hjól fæðist ljóslaus og því hafi ekki verið neitt annað að gera en að fara í breytingar á framljósinu,  sem eru þessar (höfuðljósin koma síðar):   

Uppskrift að ljósi á KTM enduro:
1.  Fá sér H4 peru.  (t.d. í Stillingu,  lýsir 80% meira en venjuleg pera)
2.  Skoða perustæði.    
3.  Taka peruhaldarann af speglinum
4.  Brjóta aðeins uppá kantana á perunni þá passar hún beint í spegilinn
5.  Festa peruna með strappabandi.
6.  Fá peruplögg úr fólksbíl, smella gúmíinu uppá peruna og plöggið á peruna.

Með þessum breytingum lýsir hjólið eins og jólatré,  einfalt og íslenskt,  segir Elli,  ekkert HID eða xenon ljósa vesen til tilheyrandi breytingum á rafkerfi og gríðarlegu lausafjárútstreymi. (þetta er það sama en í raun þ.e. hid og xenon,  en það er metal halide gas sem gefur ljósið, xenon gasið er bara notað þangað til metal halide gasið fer að virka en það tekur smá tíma svo til að vera ekki í myrkrinu þá er xenon gas notað til að lýsa til að byrja með.   Ef argon væri notað eins og á KKA svæðis ljósunum myndi það taka nokkrar mínútur að fá fullt ljós á hjólið).

Uppskrift af höfuðljósum kemur síðar,  og líka myndir af þessari framkvæmd þ.e. ljósasmíðinni.

Aðspurður um stjörnuhjólið,  sagði Elli að hann hefði hannað það sjálfur (engum hefði nú dottið það í hug) hann hafi svo talað við Örn í Stíl,   sem hafi prentaði hugmyndina á bílafilmu og límt það á hjólið.    Elli hafi svo sett á það lógó og ýmsar dónalegar athugasemdir svona öðrum til leiðinda og niðurlægingar.

Vefurinn þakkar Ella fyrir þetta skemmtilega innslag (Elli þú lætur mig vita ef ég hef haft uppskriftina rangt eftir)

 

Lesa meira

Snjóferð sunnudaginn 14. des. 2008

Nokkrir KKA félagar fóru upp Glerárdalinn 14. des. 2008
Lesa meira
Hvað bralla menn í skúrunum í vetur?

Hvað bralla menn í skúrunum í vetur?

Vefurin óskar eftir að menn sendi inn breytingar og viðbætur á hjólum og búnaði.   Sniðugar lausnir.    

Vitað er að Benni og Elli hafa átt við ljósin á hjólum sínum og bjuggu ennfremur til haus-ljós úr engu (nánast).   Í það minnsta nær engu fé,   754 kr. eyddu þeir í þessu ljós sín sem er verulega pirrandi í því "ljósi" að sumir eyddu 30.045 kr. í alveg jafngóð hausljós.     Skorað er á þá að senda inn lýsingar og ljósmyndir af verkum sínum.     Elli á enduro ktm 2008 (450 EX eitthvað).    KTM hefur með þrotlausri vinnu náð ljósmengun frá þessu hjóli niður fyrir mælanlegt magn og hentar því hjólið sérlega vel fyrir þá sem stunda stjörnuskoðun,  akandi í loftinu yfir hjarn og þúfur á veturna.     Nú segja lygnir hins vegar að þetta ágæta Astro hjól hans Ella lýsi eins og geimskip.   Hann hafi átt við perur og kannski eitthvað meira en þetta hafi kostað innan við 1.000 kr.     Þetta verður vefurinn að fá að sjá með eigin augum,  gild sönnun væri létt löguð photoshop mynd af hjólinu,  áskorun á Ella.   Sögur fara ennfremur af því að hann hafi sérhannað límmiða á hjólið og séu miðarnir alsettir stjörnum,  en hann var farinn að sakna himintunglanna sem hann er hættur að sjá vegna ljósmengunar frá hjólinu.   Önnur áskorun,   Elli við viljum fá myndir.     Okkur er líka sagt af glannalegum athugasemdum sem hann hefur sérsaumað á hjólið.       Elli,  við viljum sjá þetta,   sannleikurinn gerir þig frjálsan sendu okkur myndir.     og allir þið hinir,   sem eruð að bralla heima sendið okkur hvað þið eruð að gera,  ...  

Ég ríð á vaðið og sendi inn ljósmyndir af KTM 250 SX hjólinu mínu,    motorinn fór í ræmur og ég fékk nýjan 2009 motor í það.      Ég bað Baldvin Þór að sjá um þetta fyrir mig og svona fékk ég hjólið til baka,   hann er sem sé hönnuður og hugsuður allra breytinga.       hér eru fleiri myndir

Lesa meira

Stórtíðindi KKA hefur fengið viðbótarsvæði

KKA hefur fengið leyfi frá og með 01. janúar 2009  til að starfrækja æfinga og keppnissvæði skv. reglugerð nr. 507/2007 í Torfdalnum sem er norðan við svæði félagsins í Glerárhólum.    Svæðið afmarkast núna að austan af veginum inn á svæðið,  að sunnan af vegi upp á skotsvæði og að norðan af Hlíðarfjallsveginum.     KKA þakkar bæjarstjórn Akureyrar fyrir traustið.      Á svæðinu mun KKA búa til þolaksturleiðir og reiðhjólabrautir.    KKA mun halda Íslandsmót á svæðinu í þolakstri 13. júní 2009.    KKA hefur verið með þolakstursbrautir á neðra svæðinu og mun sú starfssemi færast upp eftir á svæðið í Torfdalnum.   BA fær fljótlega úthlutað neðra svæðinu og mun hefja framkvæmdir við sitt svæði þar á næstunni.
Lesa meira
Hjálmljós

Hjálmljós

Næturenduro er í mikilli sókn um allt land og margir farnir að hjóla á kvöldin hér fyrir norðan. Góð lýsing s.s. hjálmljós er ómissandi búnaður við þessar aðstæður en slíku getur vissulega fylgt nokkur kostnaður. Svíar hafa manna lengst keyrt næturenduro og meðfylgjandi er áhugaverður linkur á sænska síðu þar sem sýnt er hvernig menn geta komið sér upp hjálmljósi fyrir tiltölulega lítinn pening, fínasta "kreppuráð" og vert að skoða. Smelltu hér.
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548