Flýtilyklar
Fréttasafn
Uppskeruhátíð ÍBA og Akureyrarbæjar
Vetrarakstur tilkynning frá slóðavinum
Á ísinn á morgunn laugardag kl. 10 árdegis
Olíuskipti
Lykilatriði varðandi endingu fjórgengismótora er að skipta um olíu. Á veturna getur verið ástæða til að skipta oftar, snjór getur komist í síuna, sérlega ef hjólin standa eitthvað úti, og svo bráðnar allt og lekur inn og olían verður ljós og vatnsblönduð. Til þess að menn nenni að skipta á réttum tíma verður olíuskiptin að vera sem fyrirhafnarminnst. Menn verða að koma sér upp rútínu, verkfæri í verkið t.d. flokkuð og geymd sér í skúffu, búið að koma sér upp þægilegum boxum eða skúffum fyrir olíuuna og fleira í þessum dúr. Ég hef gert mér minnislista svo maður þurfi nú ekki að vera leita að manualnum um hitt og þetta, t.d. herslu á boltum og olíumagn o.þ.h. Mjög mikilvægt er að fylgja vel eftir herslutölum, við viljum ekki herða of mikið, það getur verið afar erfitt að ná boltum úr, t.d. á járnsíunum ef hert er of mikið.
Meðfylgjandi er minnislisti sem ég hef gert mér, hann er á spilanlegu pdf formi (þarft bara adobe reader) og þú getur slegið á plúsinn og mínusinn til að fletta þessu út og inn. Ef menn lenda í vandræðum með þetta spilanlega pdf skjal geta menn hlaðið inn óspilanlegu pdf skjali hér sem sýnir öll stigin í einu, óspilanlegt pdf skjal
Þegar piparkökur bakar ... uppskrift að ljósi
Elli skorast aldrei undan áskorunum, ekki einu sinni þeim skrítnu. Elli segir að KTM hjól fæðist ljóslaus og því hafi ekki verið neitt annað að gera en að fara í breytingar á framljósinu, sem eru þessar (höfuðljósin koma síðar):
Uppskrift að ljósi á KTM enduro:
1. Fá sér H4 peru. (t.d. í Stillingu, lýsir 80% meira en venjuleg pera)
2. Skoða perustæði.
3. Taka peruhaldarann af speglinum
4. Brjóta aðeins uppá kantana á perunni þá passar hún beint í spegilinn
5. Festa peruna með strappabandi.
6. Fá peruplögg úr fólksbíl, smella gúmíinu uppá peruna og plöggið á peruna.
Með þessum breytingum lýsir hjólið eins og jólatré, einfalt og íslenskt, segir Elli, ekkert HID eða xenon ljósa vesen til tilheyrandi breytingum á rafkerfi og gríðarlegu lausafjárútstreymi. (þetta er það sama en í raun þ.e. hid og xenon, en það er metal halide gas sem gefur ljósið, xenon gasið er bara notað þangað til metal halide gasið fer að virka en það tekur smá tíma svo til að vera ekki í myrkrinu þá er xenon gas notað til að lýsa til að byrja með. Ef argon væri notað eins og á KKA svæðis ljósunum myndi það taka nokkrar mínútur að fá fullt ljós á hjólið).
Uppskrift af höfuðljósum kemur síðar, og líka myndir af þessari framkvæmd þ.e. ljósasmíðinni.
Aðspurður um stjörnuhjólið, sagði Elli að hann hefði hannað það sjálfur (engum hefði nú dottið það í hug) hann hafi svo talað við Örn í Stíl, sem hafi prentaði hugmyndina á bílafilmu og límt það á hjólið. Elli hafi svo sett á það lógó og ýmsar dónalegar athugasemdir svona öðrum til leiðinda og niðurlægingar.
Vefurinn þakkar Ella fyrir þetta skemmtilega innslag (Elli þú lætur mig vita ef ég hef haft uppskriftina rangt eftir)
Snjóferð sunnudaginn 14. des. 2008
Hvað bralla menn í skúrunum í vetur?
Vefurin óskar eftir að menn sendi inn breytingar og viðbætur á hjólum og búnaði. Sniðugar lausnir.
Vitað er að Benni og Elli hafa átt við ljósin á hjólum sínum og bjuggu ennfremur til haus-ljós úr engu (nánast).
Í það minnsta nær engu fé, 754 kr. eyddu þeir í þessu ljós sín sem er verulega pirrandi í því
"ljósi" að sumir eyddu 30.045 kr. í alveg jafngóð hausljós. Skorað er á þá að senda inn lýsingar og
ljósmyndir af verkum sínum. Elli á enduro ktm 2008 (450 EX eitthvað). KTM hefur með þrotlausri vinnu náð
ljósmengun frá þessu hjóli niður fyrir mælanlegt magn og hentar því hjólið sérlega vel fyrir þá sem stunda
stjörnuskoðun, akandi í loftinu yfir hjarn og þúfur á veturna. Nú segja lygnir hins vegar að þetta
ágæta Astro hjól hans Ella lýsi eins og geimskip. Hann hafi átt við perur og kannski eitthvað meira en þetta hafi kostað
innan við 1.000 kr. Þetta verður vefurinn að fá að sjá með eigin augum, gild sönnun væri létt
löguð photoshop mynd af hjólinu, áskorun á Ella. Sögur fara ennfremur af því að hann hafi sérhannað límmiða
á hjólið og séu miðarnir alsettir stjörnum, en hann var farinn að sakna himintunglanna sem hann er hættur að sjá vegna ljósmengunar
frá hjólinu. Önnur áskorun, Elli við viljum fá myndir. Okkur er líka sagt af glannalegum athugasemdum
sem hann hefur sérsaumað á hjólið. Elli, við viljum sjá þetta, sannleikurinn gerir þig
frjálsan sendu okkur myndir. og allir þið hinir, sem eruð að bralla heima sendið okkur hvað þið eruð að
gera, ...
Ég ríð á vaðið og sendi inn ljósmyndir af KTM 250 SX hjólinu mínu, motorinn fór í ræmur og ég fékk nýjan 2009 motor í það. Ég bað Baldvin Þór að sjá um þetta fyrir mig og svona fékk ég hjólið til baka, hann er sem sé hönnuður og hugsuður allra breytinga. hér eru fleiri myndir