Flýtilyklar
Fréttasafn
Fréttatilkyning MSÍ / Íslandsmót Enduro 2009 1.& 2. umferð
Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum.
Til þess að viðkomandi flokkur teljist gildur þarf minnst 5 keppendur og verða þá veitt sérverðlaun fyrir viðkomandi flokk.
Í B-flokk verða veitt verðlaun fyrir 1.2. og 3. sæti yfir heildina eins og verið hefur en einnig verða veitt verðlaun sérstaklega fyrir 1.2. og 3. sæti í ofangreindum flokkum miðað við að það náist 5 keppendur eða fleiri.
3. & 4. umferð íslandsmótsins í SnoCross um helgina
Föstudaginn 24. apríl
Samhliðabraut kl. 13:00
Skráning á staðnum
3. umferð íslandsmótsins í SnoCross hest kl. 17:00
Laugardagurinn 25. apríl
4. og síðasta umferð íslandsmótsins í SnoCross hest kl. 13:00
Hillcross að lokinni keppni (brekkuklifur innan brautar)
1000 kr. inn, frítt fyrir yngri en 12 ára.
Brautin á Króknum opnar á morgun
Kýrnar eru komnar út ...
2009 Kawasaki hjólin koma í Nítró Akureyri
Á morgun föstudag verða 2009 árg af KXF450 og KXF250 til sýnis. Hittingur milli 16-18 á föstud í verslun Nítró og N1.
25 ára afmæli Snigla
Husaberg kynning hjá N1 Akureyri fimmtudaginn 12. mars frá kl. 17-19
Léttar veitingar í boði...
Skeljungsmótaröðin 2.umferð Mývatn.
Sælir sleðahálsar nú styttist óðfluga í þann merka atburð okkar sleðamanna , Mývatnshátíð og skráningar frestur er að renna út í Ískross og Snocross þannig að þið sem ætlið að vera með vinsamlegast drífið í að skrá ykkur því það er ekki mögulegt að skrá sig eftir að skráningarfrestur rennur út, hisjið nú upp um ykkur og farið á vef msisport.is og skráið ykkur fyrir miðnætti í kvöld og gerum 30 ára afmælismót á Mývatni það allra glæsilegasta sem haldið hefur verið í manna minnum.
Það verður hægt að skrá sig í hillcross, samhliðabraut og ísspyrnu á staðnum en ískross og snocross verður að skrá á msísport.is eins og áður var sagt en aldrei er góð vísa of oft kveðin sértaklega þegar gírhausar eru annars vegar, það verða fleiri þúsund manns á staðnum að sögn Stefáns baðvarðar og gleðin verður við völd, sjáumst á skaflinum , Stebbi gull.
PS. sérstök tilkynning frá Hillcrossmeistara 2005 til Þórs Kjartans, ég tek með mér bikarinn ,þú mannst þessi stóri sem þú fékkst ekki ,ég fékk hann nefninlega.
Frá Nítró
2009 árgerðirn af Husaberg FE 450 og FE 570 Endurohjóli er komin til landsins og verður sýnd í vikunni hjá Nítró, umboðsaðila Husaberg á Íslandi. Hönnun og gerð þessa hjóls sætir miklum tíðindum í veröld mótorhjólanna og hafa Husaberg aðdáendur beðið þeirra með öndina í hálsinum. Hjólin verða sýnd í verslun Nítró við Bíldshöfða 10. og 11. mars.
MÝVATN 2009 - 30 ÁRA AFMÆLISMÓT
Nú líður að stærstu mótorsporthelgi vetrarins – Mývatn 2009. Nú eru 30 ár síðan Mývatnsmót var haldið
í fyrsta sinn og verður þess minnst með ýmsu móti í ár. Meðal annars er búið að finna mikið magn af gömlum myndum og
vídeóklippum frá fyrstu árunum. Snjóalög eru nú með allra besta móti og er óhætt að hvetja menn og konur til að
fjölmenna í sveitina á vélsleðum. Rétt er að benda Ískrosskeppendum á að mæting er á laugardagsmorgun kl. 08:00,
því dagskráin er mjög þétt þessa helgina. Við erum búnir að semja við veðurguðina um að vera okkur hliðhollir og
það stefnir allt í frábæra skemmtun hérna í Mývatnssveitinni. Keppendur í Ískrossi og Snjócrossi verða að muna að
skrá sig í gegnum www.msisport.is fyrir lok skráningarfrests sem er á þriðjudagskvöldið 10/3 kl. 23:59.
Segjum kreppunni stríð á hendur og drífum okkur á Mývatn 2009 !