Fréttasafn

Minnum á púka enduroferð í dag

Minnum á púka enduroferð í dag

Hin árlega púka enduroferð að Draflastöðum verður farin í dag, mæting verður á Leirunesti kl:18:00

Það er æskilegt að börnin komi í fylgd með fullorðnum eða semja við fararstjóra um annað ef foreldrar sjá sér ekki fært að mæta, ekið verður á frábærum slóðum í Skuggabjargarskógi og það verður enginn svikinn af því.

Það kostar ekkert að koma með og það verður grill og eitthvað grín eftir túrinn, það er fínt að koma með bakpoka og hafa með sér eitthvað að drekka í túrnum og kanski eina samloku með osti eða öðru áleggi að eigin vali :)

Það verða þaulreyndir fararstjórar með í ferðinni og við höfum ekki tapað einu barni ennþá þannig að foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur.

Endilega hringið í Stebba :6625252 eða Gunna H :8982099 og tilkynnið um þáttöku ,

allir eru velkomnir.
Lesa meira
STÓRI KKA DAGURINN FÆRÐUR TIL MÁNUDAGSINS 3. ÁGÚST

STÓRI KKA DAGURINN FÆRÐUR TIL MÁNUDAGSINS 3. ÁGÚST

Undirbúningsnefnd tók þá ákvörðun í dag að færa KKA daginn til mánudagsins 3. ágúst. Ástæðan er sú að á sunnudeginum fer fram unglingalandsmót í Motocross á Sauðárkróki en þar verða einmitt margir af okkar ungu og efnilegu ökumönnum að keppa. Eins ætti þessi ráðstöfun síður að slíta helgina í sundur sem ferðahelgi. Endilega látið þetta berast og sjáumst hress upp á KKA svæði á mánudaginn um versló.

Dagskrá:

11:00   Púkaæfing
Mæting þátttakenda kl. 10:30, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

12:00   Klúbbæfing Motocross
Mæting þátttakenda kl. 11:30, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

14:00   Klúbbæfing Enduro
Mæting þátttakenda kl. 13:00, skipt í flokka eftir fjölda, skráning á staðnum.

Grillveisla við félagsheimili í boði KKA í lok dags.

Aðeins fyrir félaga í KKA og fjölskyldur þeirra.

Engin gjaldtaka fyrir þátttöku í æfingum né grillveislu.

Skilyrði er að vera skuldlaus við félagið.
Lesa meira
Það var glatt á hjalla hjá krökkunum sem mættu í Samkomugerði þetta kvöld.

Myndir frá púkaæfingu í Samkomugerði

Þórir Tryggva ljósmyndari mætti með vélina á púkaæfinguna í Samkomugerði síðastliðinn þriðjudag. Myndirnar sem hann tók eru komnar á vefinn, til að skoða smelltu hér.
Lesa meira

Púkaferð frestað aftur .....

Fyrirhugaðri púkaferð sem átti að vera í kvöld hefur verið frestað aftur, fylgist með á vefnum eftir nýrri dagsetningu því það verður farið mjög fljótlega í þessa blessuðu ferð, veðrið verður bara að vera gott svo allir geti notið ferðarinnar, kv fararstjórar.
Lesa meira

æfing

æfing á miðvikudaginn 21.júlí!! upphituð og góð kl 8, og nu fer að líða að því að borga;)
kv Bjarki#670
Lesa meira
minni á æfingu!

minni á æfingu!

næsta æfing er á mánudaginn 20 júli, sjáumst hress þarna uppfrá klár og upphituð kl 8! 
Lesa meira

Samkomugerði 2009 púkar.

Það er búið að ákveða að hafa hina heimsfrægu Samkomugerðis æfingu á þriðjudaginn 21 júlí Kl: 20:00, allir sem eru á 85cc hjóli og minna eru velkomnir, Kóngurinn í Samkomugerði mun splæsa í heita hunda og kleinur handa öllum og vera með vel valin skemmtiatriði á milli æfinga með aðstoð Stebba og Gunna.

Það þarf ekkert að skrá sig heldur bara mæta eldhress með hjólin full af eldsneyti.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Samkomugerði er þá er það næsti bær við Melgerðismela nánast !!! Sem sagt keyra inní fjörð.....!! 

 Foreldraráð.

Lesa meira

A.T.H Púkaferð frestað !!!!!

Fyrirhugaðri púkaferðenduróferð hefur verið frestað vegna veðurs og tæknilegra örðugleika :)

Ferðin verður í staðinn á fimmtudaginn 23 júlí kl:18:00 og við munum hittast við Leirunesti við bensínstöðina.

Sömu reglur og áður helst þurfa börnin að vera í fylgd forráðamanns/konu og hafa með sér pínu nesti og svo er grillveisla og leikir eftir túrinn sem farastjórar stjórna og semja reglur.

kv Fararstjórar. 

Lesa meira

æfing á morgun!

ég vil bara minna á æfinguna sem verður á morgun kl 8! mæta stundvísislega og helst vera buinn að hita upp kl 8! sé ykkur þá kv bjarki#670

p.s vill líka minna á enduro-púka ferðina, upplysingar  fyrir neðan...
Lesa meira

æfing á morgun!

ég vil bara minna á æfinguna sem verður á morgun kl 8! mæta stundvísislega og helst vera buinn að hita upp kl 8! sé ykkur þá kv bjarki#670

p.s vill líka minna á enduro-púka ferðina, upplysingar  fyrir neðan...
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548