Flýtilyklar
Fréttasafn
Snocross braut, kanski Mót ???
Nú er hvíta gullið að fylla öll vit hér fyrir norðan og menn tóku sig til og tróðu þessa líka stórkostlegu Snocross braut í kvöld, brautin er á grunni motocross brautarinnar og er alveg svakalega girnileg, 80-90 cm púður troðið í drasl og eftir stendur prjónfæri allsvakalegt.
Ég sendi hér máli mínu til stuðnings nokkrar myndir, einnig væri gaman að menn sem hafa áhuga á að keppa í Snocrossi í vetur skrifi athugasemd hér við myndirnar því það er jafnvel hægt að skella á móti með litlum fyrirvara þegar færið er svona frábært, það yrði að sjálfsögðu kvöldmót í bestu fáanlegu lýsingu, svo góðri að F1 brautin í Singapor á ekki séns, við getum sem sagt skellt móti á en það fer eftir hversu margir hafa áhuga á að vera með , við þurfum circa 20 manns svo þetta sé eitthvað fútt í þessu, látið menn vita af þessu ef þeir eru tölvulesblindir.
Stebbi the golden dick
Ís-Cross í Reykjavík
2. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram laugardaginn 20. febrúar við Leirtjörn v/ Úlfarsfell, Reykjavík. Skráning fer fram á www.msisport.is og er skráning opin til miðnættis á fimmtudagskvöld 18. febrúar. Mæting keppenda er kl. 10:00, tímatökur hefjast kl: 11:00 en keppnin sjálf kl: 12:00
Allur akstur á Leirtjörn er bannaður fram að keppni. Öll umferð á tjörninni er bönnuð á keppnisdag að undanskildum keppendum og starfsmönnum. Áhorfendum er bent á bílastæði við vestur enda tjarnarinnar og gott útsýnissvæði við suð-vestur endan. Áhorfendur og keppendur eru beðnir að leggja bílum þannig að ekki hljótist ónæði fyrir aðra vegfarendur. Leirtjörn og umhverfi er í eigu Reykjavíkurborgar og er svæðið mikið notað til útivistar og biðjum við alla sem leggja leið sína á keppnina að ganga vel um og skilja ekki eftir drasl á svæðinu.
Enduroland í Torfdal
Stjórn KKA hefur unnið að því um þó nokkurt skeið að fá úthlutað fyrir félagið landi undir endurostarf félagsins. Eftir gerð deiliskipulags þá var landinu í neðra, austan Bröttubrekku úthlutað til BA. BA hefur verið liðlegt við að leyfa akstur okkar á svæði sínu en ekki hægt að byggja á því að fá að nota þeirra land til framtíðar. Um er að ræða land sem er norðan KKA svæðis hinum norðan við veginn upp á skotsvæði (að hluta til þar sem keppnir fóru fram síðasta sumar). Land KKA nær reyndar núna yfir þennan veg og niður og norður fyrir Torfdalslækinn. Íþróttaráð mælti með umsókn KKA og Umhverfisnefnd samþykkti erindið fyrir sitt leyti og er málið nú í meðferð hjá Skipulagsnefnd. KKA kynnti umsókn sína með fundaherferð með bæjarstjóra, og fleirum, kynningin er hér. Hér er uppdráttur af landi sem KKA sótti um. Umsókn KKA er hér, síðasta svar skipulagsnefndar er hér, og svar KKA eru hér.
Eins og allir geta séð af þessum gögnum er mjög mikilvægt fyrir KKA að fá svæði undir endurostarfið, það er einfaldlega forsendan, ef ekkert land þá verður ekkert endurostarf. Stjórn KKA er mjög vongóð um að umsóknin verði samþykkt og KKA fái landið fyrir næsta sumar. KKA mun standa fyrir íslandsmótum í enduro eins og undanfarin ár og getur það ekki án lands.
Íscross sunnudagin 14. febr. 14-16 og laugardaginn 20. febr. 14-16
Mótanefnd KKA vill koma á framfæri tímasetningum á íscross æfingum sem haldnar verða í tengslum við Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á leirutjörn. Nokkurs miskilnings hefur gætt en tímasetningar verða sem hér segir:
Sunnudaginn 14. febrúar kl. 14-16
Laugardaginn 20. febrúar kl. 14-16
Öll leyfi fyrir akstrinum liggja fyrir og allir hjólamenn sem áhuga hafa er heimilt að koma inn á svell og taka þátt í íscross sýningu á vegum KKA.
Peningafundur í kvöld
Sleðaspyrna á föstudagskvöld
Sjá //
Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 2010
Um næstu helgi verður stór helgi í Vetrarhátíð ÍSÍ 2010. Fyrir utan það sem verður að gerast í Hlíðarfjalli og á skautasvellinu þá verður snjóspyrna haldin í flóðlýsingu á tjörninni við skautasvellið á föstudagskvöldið kl. 20.00. Þetta er hörkuskemmtilegt til áhorfs og tekur ca. 1 ½ tíma. Kl. 10 á laugardeginum opnar svo stórsýningin Vetrarsport 2010 í Boganum. Eins og meðfylgjandi viðhengi gefur til kynna þá margt fyrir augað á þessari sýningu. Sýningin er opin frá kl. 10.00-17.00 á laugardag og 12.00-16.00 á sunnudag.
Hér er tengill á dagskrá hátíðarinnar: http://www.vmi.is/vh2010
Öryggisbúnaður - kynningarmyndband Slóðavina
ÍsCross Íslandsmót Mývatni 30. jan. 2010
Tilkynning frá MSÍ:
1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross fer fram á Mývatni laugardaginn 30. janúar. Vegna þess hversu mikil óvissa hefur verið
með mótsstað vegna óhagstæðs veðurfars hefur verið ákveðið að framlengja skráningu um 24 tíma og stendur hún til
miðnættis miðvikudaginn 27. janúar.
Rúmlega 20 keppendur eru skráðir til leiks og vonandi sjáum við bætast í hópinn áður en skráningu líkur. Samkvæmt
reglum MSÍ þurfa að vera minnst 5 keppendur í flokk þannig að hann telji til Íslandsmeistara og að veitt séu verðlaun í viðkomandi
flokk. Nú er um að gera að hnippa á félagana og drýfa þá með sér í keppni. Í samtali við Stefán
Baðvörð á Mývatni í gær fullyrti hann að ísinn hefur sjaldan verið eins flottur, spegil sléttur og veðurspáinn hreint
frábær fyrir laugardaginn.