Flýtilyklar
Fréttasafn
Lokaumferðir Íslandsmótsins í Enduro á Akureyri laugardaginn 5. September
Í stuttu máli er lagningu brautar þannig háttað að Baldurs deild, konur og 85cc flokkur aka hring sem ætti að vera tiltölulega auðveldur skemmti akstur. Öðru gildir um A flokk og tvímenning, þar verður allt að 40% leiðarinnar lögð í nýju landi - frekar tæknilegur hringur sem reynir á útsjónarsemi keppenda.
Við ráðleggjum öllum keppendum að ganga brautina fyrir keppnisdag og kynna sér leiðir.
Sjáumst hress á Akureyri helgina 5-6 .sept - með góða skapið og jákvæða hugarfarið í farteskinu.
Mótanefnd KKA
Jói kef með sandnámskeið.
Frábær árangur KKA manna
Árangur keppnismanna KKA var frábær í ár. Bjarki Sigurðsson varð íslandsmeistari í unglingaflokki. Þetta er reyndar annar íslandsmeistaratitill Bjarka á árinu því hann varð íslandsmeistari í snócrossinu líka. Ásdís Elva Kjartansdóttir stóð sig líka gríðarlega vel því hún varð íslandsmeistari í 85cc flokki kvenna. Hrafnkell Sigtryggsson sem við eigum núna orðið með húð og hári eftir að hann kom norður og starfrækir SportHótelið í Hlíðarfjallsrótum, hann varð í 2. sæti í flokki eldgamalla B ökumanna í enduro. Einar Sigurðsson sem er töluvert yngri en Keli og bróðir Bjarka varð í 5. sæti í sínum flokki. Hjónin Unnar og Helga Hlín stóðu sig líka vel. En skoðið bara sjálf ... hér eru úrslitin, ef ég er að gleyma einhverjum KKA manni þá sendið mér póst um það:
85 kvenna
1. Ásdís Elva Kjartansdóttir #523 íslandsmeistari
mx kvenna
11. Helga Hlín Hákonardóttir #820
85 flokkur
5.Einar Sigurðsson #671
18.Páll Hólm Sigurðsson #792
Unglingaflokkur
1. Bjarki Sigurðsson #670 Íslandsmeistari
8. Steingrímur Örn Kristjánsson #689
14. Hafþór Ágústsson #430
23.Arnór Þorri Þorsteinsson #723
mx-2
13. Kristófer Finnsson #690
B+40
2.Hrafnkell Sigtyggsson #50
B flokkur
11. Unnar Sveinn Helgason #880
17. Hrafnkell Sigtryggsson #50
32. Sigurður Bjarnasson #703
33. Sigurgeir Lúðvíksson #103
Sigurður Baldursson
Siggi lenti í slysi á hálendinu og var fluttur malandi suður til Reykjavíkur með þyrlu. Siggi er einstakur það stoppar hann ekkert, hann fær hugmyndir og það sem meira er hann kemur þeim í framkvæmd. Þetta á nú ekki að vera minningargrein þó það hefði hæglega getað verið svo oft. Karlinn á ótrúlegan feril að baki og langan framundan. Vefurinn óskar Sigga alls hins besta sést hefur til Sigga sprangandi um svo hann lætur það ekki stoppa sig þú hliðin hafi farið úr. Fyrir löngu síðan þá áskotnaðist vefnum myndir af Sigga að fara yfir á. Sagan var sú að Siggi og Hóla-Palli voru á fjöllum eins og svo oft áður. Þeir komu að á og ætlaði HP að fara yfir en SB sagði honum nú að hafa sig hægan hann skyldi sína Palla sínum hvernig ætti að fara að þessu. Hóla Palli var hinn rólegasti og sat á sínu tæki á bakanum og tók upp kennsluefnið: Hvernig á að fara yfir ár á hálendinu 101, eftir Sigurð Baldurrsson. Sá hængur var á að við lofuðum að birta ekki myndirnar en það er löngu kominn tími til að svíkja það loforð (höfum sjálfsagt þegar gert það fyrir löngu bara búnir að gleyma því, enda sýnist mér á myndunum að þær hafi verið birtar áður annars staðar en góð vísa er aldrei of oft kveðin). sjá hér eru myndirnar.
LEX Games - Jaðar og Motorsporthátíð - Lítil Eftirlíking af X-games.
Myndir frá KKA deginum
næsta æfing!
Svo að sjáumst hress 4.ágúst kl 8! Bjarki#670