Fréttasafn

frá slóðavinum Horn í horn á torfæruhjóli

Horn í horn á torfæruhjóli
Í framhaldi af aðalfundi Slóðavina (www.slodavinir.org), sem haldin verður í bíósal Hótel Loftleiða, laugardaginn 8. nóvember kl. 13:00, ætlar Einar Sverrisson að segja frá 16 klukkustunda svaðilför á torfæruhjóli þvert yfir hálendið.  Einar er væntanlega eini afinn á landinu sem leggur á sig að ferðast einn og óstuddur yfir hálendið á torfæruhjóli, fjarri allri aðstoð, utan GSM-sambands,  hjólandi yfir jökulár, eyðisanda og grýttar slóðir. Eitt af markmiðum túrsins var að fara frá Reykjanesvita og að Fonti á Langanesi á sem styrstum tíma. Má með sanni segja að það hafi tekist með glans. Einar ætlar að frumsýna myndband úr túrnum og sýna ljósmyndir, auk þess að segja okkur frá undirbúningnum, ferðalaginu sjálfu og hvað hvatti hann til leggja þetta á sig. Landið hefur verið þverað áður á torfæruhjólum en Einar er sá fyrsti til að hjóla þetta aleinn á svona stuttum tíma. Myndasýningin hefst um kl. 15:00, eða eftir kaffihlé aðalfundar.  Slóðavinir bjóða öllum sem áhuga hafa velkomna.

Lesa meira
Baðvörðurinn ógurlegi stóð sig vel í GGN

Baðvörðurinn ógurlegi stóð sig vel í GGN

Gotland Grand National keppnin fór fram í gær en eins og margir vita þá er hún ein sú stærsta og fjölmennasta sem haldin er í heiminum. Þegar maður rennir í gegnum úrslitin má sjá að Stefán Gunnarsson frá Mývatssveit mætti til leiks í annað skiptið í röð og stóð sig heldur betur vel. Kallinn hafnaði í 26 sæti í flokki "6 Motion 40-49 ára", alls voru 518 keppendur í hans flokki og tæplega 2500 keppendur í heildina. Vefurinn sendir Stebba hamingjuóskir.

Skoða myndband frá keppninni hér.

Heimasíða keppninnar hér.
Lesa meira
Hyski kveikir í jarðýtu KKA

Hyski kveikir í jarðýtu KKA

Já það er auma hyskið sem gekk berserksgang á svæði félagsins aðfararnótt föstudags og kveikti m.a. í jarðýtu félagsins. Menn eru gjörsamlega æfir. Félagið heitir fimmtíu þúsund krónum hverjum þeim sem veitir upplýsingar er leiða til handtöku þess uppskafnings / hyskis sem þar var að verki. Svona háttarlag verður verður ekki liðið, lumir þú á upplýsingum um málið þá hringdu í 897-1490 - fyllsta trúnaði heitið.

Svæðisnefnd KKA.

Lesa meira
Kári Jónsson keppir á Ítalíu

Kári Jónsson keppir á Ítalíu

KKA sendir þeim feðgum Jóni Magg og Kára syni hans baráttu kveðjur. Þeir eru staddir á Ítalíu þar sem Kári ætlar að keppa í lokaumferð Ítölsku mótaraðarinnar í Enduro. Meðal keppenda er WEC meistarinn í E1 Mika Ahola, fjöldinn allur af öðrum WEC ökumönnum mun taka þátt.

Kári keyrir á TM 450cc enduro, hann átti upphaflega að fá 125cc enduro hjól en eftir að einn ökumaður datt úr verksmiðjuliði TM Racing stóð til boða að taka sætið og fara á hans hjól sem er náttúrulega frábært tækifæri fyrir hann.

Áfram Kári....
Lesa meira

Lokastaða í Íslandsmótum MSÍ 2008

Uppskeruhátíð MSÍ er á næsta leiti, hér er heildarlisti yfir lokastöðu í Íslandsmótum MSÍ 2008
Lesa meira
Ert þú maður í verkefnið ?

"Winter Hard Enduro" keppni í lok nóvember á eða nálægt Akureyri ???

Mótanefnd KKA vill kanna áhuga Íslenskra hjólamanna á að halda svokallaða "Winter Hard Enduro" keppni í lok nóvember á eða nálægt Akureyri. Fyrirkomulagið yrði þannig að kl. 16:00 yrði ræst (hópstart/deadstart) í MJÖG svo krefjandi og erfiðan hring ca 6-10 km, flaggað væri út eftir 2 klst.  Eftir hlé yrðu aftur ræstir þeir sem kláruðu fyrri hluta og þá ekinn sami hringur (öfugur), ræst kl. 20:00  og flaggað út eftir 2 klst.

Gert er ráð fyrir að aðeins hluti keppenda nái að halda áfram í seinni hringinn, og enn færri nái að ljúka keppni yfirhöfuð.  

Að undanförnu hefur Mótanefnd KKA skynjað að þessi grein í Enduro sportinu á Íslandi hafi vaxið töluvert og vill gefa þeim sem það kjósa að reyna á "yrstu þolmörk manns og hjóls" í keppni sem á sér enga hliðstæðu hér á landi, keppni frábrugðin öllum öðrum. Ljóst er að búnaður eins og góð næturlýsing er lykilatriði í svona keppni, en fjölmargir enduromenn hérlendis stunda einmitt nú þegar vetrar-svaðilfarir að kvöldlagi á nagladekkjum.  Keppnin (ef af henni verður og þátttaka er ásættanleg) mun bera nafnið "Dugðu eða Drepstu".

Sett hefur verið í gang skoðanakönnun á www.kka.is til að kanna áhuga manna og lýkur kosningu laugardaginn 1. nóvember 2008

KJÓSTU NÚNA !

Lesa meira

Íslandsmeistarar 2007 skila farandbikurum

Íslandsmeistarar 2007 skila farandbikurum
Allir Íslandsmeistarar 2007 sem eru með farandbikara í sinni vörlsu ber að skila inn bikurum fyrir mánudaginn 20. október.
Allir Íslandsmeistarar 2007 sem eru með farandbikara í sinni vörlsu ber að skila inn bikurum fyrir mánudaginn 20. október. Skila skal bikurum til Karls Gunnlaugssonar í Verslunina MOTO/KTM Rofabæ 7, á milli kl: 12-18 virka daga eða hafa samband við Karl í GSM: 893-2098.
Uppskeruhátíð MSÍ fer fram 1. nóvember kl: 15:00 í húsakynnum ÍSÍ við Engjaveg í Laugardal.
kveðja, stjórn MSÍ
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins var haldinn um síðustu helgi,   fundargerð,   rekstrarreikningar og efnahagsreikningur.    sbr. og hlekkinn hér til hliðar fundargerðir o.fl. þ.h.
Lesa meira

Niðurstaða lyfjaeftirlits í Moto-Crossi

Niðurstaða lyfjaeftirlits í Moto-Crossi
Niðurstaða lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Íslandsmótinu í Moto-Cross sem fram fór í Bolaöldu þann 31. ágúst síðastliðinn liggja nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í sýnum íþróttamannanna fjögurra sem boðaðir voru í próf.

  

Lyfjanefnd ÍSÍ mætti á keppnina og boðaði eftirfarandi keppendur í lyfjapróf.

Aron Ómarsson #66

Einar Sverrir Sigurðarson #4

Ragnar Ingi Stefánsson #0

Valdimar Þórðarson #270

 

kveðja,

Moto-Cross & Enduro nefnd MSÍ
Lesa meira

Félagatalið

Félagatalið er uppfært allar umsóknir afgreiddar.        65 nýjir félagar hafa bæst við í gleðihópinn það sem af er árinu 2008.     339 kvikindi mörkuð á númerum eins og stefán gullsmiður myndi orða það,  þ.e. ef einhver væri á annað borð svo vitlaus að spyrja hann.   Hins vegar myndi yfirumsjónarumsýslustjóramaðurfélagatalsKKA hreint ekki hafa slík orð um örtvaxandi félagahóp KKA.,    skamm stefán og sveiattan ...    maðurinn á vitanlega að stórskammast sín fyrir að hafa hugsanlega mögulega tekið svo til orða.    

kv.    yfirumsjónarumsýslustjóramaðurfélagatalsKKA

 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548