11.10.2008
Vefstjóri
Aðalfundur félagsins var haldin í dag kl 11:00 á áður auglýstum fundartíma í félagsheimili KKA í Glerárhólum.
Ágætlega var mætt til fundar þar sem formaður vor lagði m.a. fram ársreikning félagsins, ljóst er að rekstrarstaðan er góð og
mikill hugur í mönnum að vinna félaginu sínu gott og farsælt starf á komandi rekstrarári.
UMGENGNI um félagsheimili og aðstöðu okkar var til umræðu og það er ljóst að félagsmenn verða að leggjast á eitt í
þessu máli. Breið samstaða er um úrbætur sem kalla meðal annars á hugarfarsbreytingu hjá öllum notendum aðstöðu okkar.
Aðgerðir sem miða í þessa átt verða kynntar rækilega hér á vefnum innan tíðar.
Að fundi loknum var slegið í Endúró-klúbbmót og þrautakóng sem lukkaðist alveg frábærlega. Vefstjóri hefur ekki
tölu á öllum þeim armbeygjum sem hann var látinn gera á milli hringja og situr því við tölvuna með strengi. Formaðurinn var
með myndavélina á lofti og von er á myndum og umfjöllun um þessa skemmtilegu uppákomu frá honum innan skamms.
Takk fyrir frábæran dag :)
Lesa meira
08.10.2008
Ég þarf að vita hverjir kepptu, á hvaða mótum, hvert þeir fóru, í hvaða flokki þeir kepptu,
þarf nánari upplýsingar sendið mér ofangreindar upplýsingar um ykkur, th@alhf.is
Lesa meira
07.10.2008
Vefstjóri
Aðalfundur verður haldinn kl. 11:00 morguninn 11. október n.k. Venjuleg aðalfundarstörf lögum skv. skoðið þau hér
á síðunni, nefndir, stjórn og fleira ákveðið (kosnar átti ég við). Þegar
þessum störfum er lokið, er strax blásið til innanfélagsmóts, þar eru skemmtilegar enduroleiðir farnar og þrautir inn
á milli, pönnukökubakstur, armbeygjur, stafsetningarkeppni, útsaumur, störukeppni, magaæfingar og
servíettubrot svo einungis fátt eitt sé nefnt. Að lokinni keppni ákveð ég eins og venjulega hver vinnur, er reyndar
búinn að ákveða það nú þegar (en svo sem ekki alveg víst, útiloka ekkert, hugsanlegt að einhver borgi betur),
..... sem sé eftir að ég hef veitt sjálfum mér 1. til 3. verðlaun, þá verður
grill. Allt í boði félagsins okkar, engin mótsgjöld eða grillgjöld bara að mæta í fílu
eins og venjulega. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir ömurlegustu flöggun dagsins, leiðinlegasta keppandann, versta
keppnistjóra-nöldrið og mestu truflun við tímatökumenn (hámarks skor ef tekst að truflann það mikið að allar tímatökur
eyðileggist).
Lesa meira
06.10.2008
Baldvin Þór Gunnarsson
Annað kvöld þ.e.a.s 7.Október verður loka æfingin í "sumar". Hún verður haldin kl HÁLF 9 og ætlum við að reyna að laga
brautina og gera hana aðeins flotta, tendrað ljósið og allt gert flott um að gera fyrir alla sem eru skráðir að mæta!!
p.s verður sma svona lokahófs surprise..
Kv Bjarki#670 & BaldviN#85
Lesa meira
26.09.2008
Vefstjóri
Um 10 KKA félagar voru mættir upp á svæði eftir vinnu í dag. Tilefnið var "Þrautarkóngur" en hann gengur þannig fyrir sig að einn
leiðir flokkinn um svæðið- og í ýmsar ÓGÖNGUR. Takist ekki þrautarkóngnum að ljúka þeirri þraut sem hann hafði
valið fer hann aftast í röðina og næst fremsti tekur við og velur nýja þraut, sigri hann þrautina velur hann nýja þegar allir hafa
klárað osfrv. Smekkur manna er misjafn og til gamans má geta þess að á meðan einn valdi langar sandbrekkur sem útheimtu fullt-fullt af
hestöflum valdi annar stórgrýti, hjólaburð og þ.h viðbjóð. Var þetta allt hin mesta skemmtun, svo mikil að það gleymdist að
mynda mörg ódauðleg tilþrif Gauta Möller sem lék á alls oddi í dag og stóð uppi sem ókrýndur "tilþrifameistari
dagsins".
Stefnan er að hittast af og til eftir vinnu upp á svæði, svona fram að snjóum. Reynt verður að tilkynna það með fyrirvara hér á
vefnum enda allir velkomnir - ungir sem aldnir. Ekki skemmir að hafa "HardEnduro" hugarfarið með í farteskinu :)
Lesa meira
23.09.2008
Baldvin Þór Gunnarsson
Viljum minna á æfingu á morgun kl 5, ég mæli með því að þið takið með ykkur venjuleg föt, því
það verður aðeins tekið á því ekki á hjolinu það er að segja.
BaldviN mun vera með armeygju syningu á "einari" hönd má ekki missa af
Sjáumst hress á morgun Kv BaldviN#89 og Bjarki#670
Lesa meira
22.09.2008
Takið eftir! Það má ekki fara línuslóðann á Vaðlaheiði. Það verður strax að
hætta að aka þennan slóða. Margar ástæður eru fyrir því, sem ekki verða nefndar hér en sem
sé HÆTTA ÖLLUM AKSTRI Á NEFNDUM SLÓÐA STRAX.
Lesa meira
19.09.2008
Takið frá helgina 1. og 2. nóv. og til öryggis líka 8. nóv. til 9. nóv. árshátíð KKA verður hugsanlega
þá, báðar helgar eða aðra. Meira um þetta síðar.
Lesa meira
19.09.2008
Aðalfundur verður haldinn kl. 11:00 morguninn 11. október n.k. Venjuleg aðalfundarstörf lögum skv. skoðið þau hér
á síðunni, nefndir, stjórn og fleira ákveðið (kosnar átti ég við). Þegar
þessum störfum er lokið, er strax blásið til innanfélagsmóts, þar eru skemmtilegar enduroleiðir farnar og þrautir inn
á milli, pönnukökubakstur, armbeygjur, stafsetningarkeppni, útsaumur, störukeppni, magaæfingar og
servíettubrot svo einungis fátt eitt sé nefnt. Að lokinni keppni ákveð ég eins og venjulega hver vinnur, er reyndar
búinn að ákveða það nú þegar (en svo sem ekki alveg víst, útiloka ekkert, hugsanlegt að einhver borgi betur),
..... sem sé eftir að ég hef veitt sjálfum mér 1. til 3. verðlaun, þá verður
grill. Allt í boði félagsins okkar, engin mótsgjöld eða grillgjöld bara að mæta í fílu
eins og venjulega. Sérstök verðlaun eru veitt fyrir ömurlegustu flöggun dagsins, leiðinlegasta keppandann, versta
keppnistjóra-nöldrið og mestu truflun við tímatökumenn (hámarks skor ef tekst að truflann það mikið að allar tímatökur
eyðileggist).
Lesa meira
18.09.2008
Á formannafundi ÍBA í gær var kynnt áframhaldandi vinna við mótum og myndun íþróttastefnu. Vinnuliðir eru
5 sbr.
meðfylgjandi kynningu. Fulltrúi frá Íþróttaráði Akureyarar verður
formaður í hverri nefnd, sbr. meðfylgjandi blöð. Endilega kynnið ykkur meðfylgjandi og skráið ykkur til leiks í einhverjum
starfshópanna, þið getið sent mér póst á
th@alhf.is um að þið viljið vera í
starfshóp um þetta og getið auðvitað valið ykkur þann hóp eða hópa, sem þið hafið mestan áhuga á að starfa
í.
Lesa meira