Fréttasafn

Slóðavinir koma í heimsókn

Fimmtudagur 23.08: Ferðadagur og heimsókn til KKA, Endurobraut KKA ekin. Og KKA kynnir starfsemi klúbbsins.

Föstudagur 24.08: Eyjafjörður, Laugafell, farið í laugina, Bleiksmýrardalur, Vaðlaheiði (eða aðrar leyðir fyrir reynda) til Akureyrar.

Laugardagur 25.08: Hjólin á bílum að Laugum í Reykjadal, ekið um Laxárdalssvæðið (til dæmis : Mývatn, Þeystareykir, Húsavík)

Sunnudagur : Stutt útsýnisferð (2-4 klst)

F.H.Stjórnar

Ferða og útivistarfélagsins Slóðavina.

Þórður Antonsson

893-5489

Lesa meira
Montesa

Mótorhjólasafnið

Við viljum hvetja alla og sérlega þá sem eru að koma á íslandsmótið í enduro til að heimsækja motorhjólasafnið á Akureyri,  þangað er gaman að koma fyrir leika en auðvitað sérlega þá sem gaman hafa af motorhjólum.     Þar eru mörg gríðarlega flott hjól m.a. þessi gamla montesa

Safnið er opið alla virka daga frá 10 til 17 og er staðsett við Drottningarbrautina ekki langt frá flugvelli hér er kort

Lesa meira

Sexhjól KKA

KKA hefur látið verða að því að kaupa sex hjól til að létta vinnu við undirbúning keppna og ýmiskonar viðhald í brautum félagsins.  
Lesa meira
Ferðahjól frá Yamaha

Ferðamennska

Nú taka bráðlega við ferðir sumarsins langar og stuttar.    Fyrir þær löngu eru ferðahjólin frá Yamaha góður kostur.
Lesa meira

Félagsgjaldið

Greiðsluseðlar hafa verið sendir út til félagsmanna kr. 4.617,   félagsmenn eru beðnir að greiða seðilinn fljótt og vel og huga að ógreiddum eldri seðlum sem eru í heimabanka.
Lesa meira

brautargjöld

unnið hefur verið að enduskoðun félagatals og lýkur þeirri vinnslu í næstu viku.   þá verða sendir út greiðsluseðlar fyrir árið 2012 og eru félagsmenn beðnir um að taka þeim fagnandi eða a.m.k. greiða þá skjótt. 

 
Árskort verða seld í verslun N1 (Nítró)  að Tryggvabraut 18-20 á Akureyri,

Dagskort eru seld í bensínstöð N1 við Hörgárbraut,  Veganestinu (við Hringtorg/Undirhlíð)

Brautargjöldin eru svo þessi:

Frítt er að aka í brautum félagsins fyrir yngri en 12 ára

Dagskort í brautir: Kr. 1.000.- fyrir 12 ára og eldri

Árskort: Kr. 15.000.- fyrir félagsmenn eldri en 16 ára
Árskort: Kr. 22.000.- fyrir utanfélagsmenn eldri en 16 ára
Árskort: Kr. 8.000 - fyrir félagsmenn 13-16 ára
Árskort: Kr. 10.000.- fyrir utanfélagsmenn 13-16 ára

 sjá link hér við hliðina (Brautargjöld og árgjöld)

 

Lesa meira

Fundur í félagsheimili KKA

Haldinn verður almennur félagsfundur í félagsheimili KKA í Glerárhólum við MX brautina.    Allir velkomnir.   Fundurinn hefst kl. 20:00 á fimmtudagskvöldið næsta þ.e. 17. maí og stendur til 21:00.    Fundarefni verður starfið í sumar,  fyrirkomulag á MX svæðinu o.fl. sem félagsmenn vilja orða við stjórnina.

Stjórnin.

Lesa meira
Einar Sigurðsson íþróttamaður KKA 2011

Ársskýrsla KKA fyrir árin 2010 og 2011

Ársskýrsla KKA fyrir árin 2010 og 2011
Lesa meira
Kawasaki sýning N1 4. apríl

Kawasaki sýning N1 4. apríl

Vefnum hefur borist til eyrna að N1 verði með gríðarlega mikla sýningu á Kawasaki hjólum á morgun miðvikudaginn 4. apríl frá kl. 17 til 18.    Þessi viðburður verður í versluninni Tryggvabraut 18-20 á Akureyri.     Sýnd verða 2012 mótocrosshjól.  Léttar veitingar verða í boðinu.    Tvö hjól verða afhent nýjum eigendum á sýningunni.      Við mætum auðvitað öll,  skoðum,  þyggjum veitingar og störtum hjólasumrinu mikla.

Lesa meira
Mývatnsmót

Mývatnsmót 2012

Dagskrá
Föstudagur 16/3
14:00 Samhliðabraut við Kröflu (mæting keppenda kl 13:00)
16:00 Fjallaklifur við Kröflu (mæting keppenda kl 15:00)
18:00 Snjóspyrna við Kröflu (mæting keppenda kl 17:00)
21:00 Verðlaunaafhending í Sel-Hótel Mývatn

Laugardagur 17/3
09:00 Ískross á Stakhólstjörn (mæting keppenda kl 08:00)
14:00 SnoCrossCountry við flugvöll (mæting keppenda kl 13:00)

Sunnudagur 18/3
10:00 Ískross á Álftabáruvogi (mæting keppenda kl 09:00)

Skráning í samhliðabraut, fjallaklifur og snjóspyrnu er á staðnum og kostar kr 5.000 í eina keppnisgrein, kr 8.000 í tvær keppnisgreinar og kr 10.000 ef keppt er í öllum þremur keppnisgreinum.

Skráning í SnoCrossCountry er á vefnum www.motocross.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Skráning í Ískross er á vefnum www.msisport.is og kostar kr 5.000 í alla flokka.

Nánari upplýsingar veitir Stefán í 895-4411 eða Kristján í 856-1160
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548