Flýtilyklar
Fréttasafn
Fyrirlestur formanns KKA
Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fyrirlestur um bætur til tjónþola vegna íþróttaslysa. Hér er birt uppbygging fyrirlestursins í 3 skjölum, hér nr. 1, nr. 2 og nr. 3 og leiðbeiningar um notkun þeirra.
Svæði BA
Landsmót UMFÍ Selfossi 4-7 júlí
Í ár fer Landsmót UMFÍ fram dagana 4-7 júlí á Selfossi.
Keppt er m.a. í Motocrossi, þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hringja í s:
893-0409
Teikning stækkun landsins
Íþróttasvæði KKA / Enduro
Málið er nú komið í skipulagsferli þ.e. skipulagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að gera breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins. Ekki var fallist á tillögur KKA að öllu leyti en skipulagið hefur engu að síður í för með sér miklar breytingar til góðs fyrir félagið. Í fyrsta lagi fær félagið svæðinu varanlega úthlutað (en ekki til 5 ára) og í öðru lagi er um stækkun að ræða að vísu ekki upp að gamla veginum en endurolandið mun ná upp að fjallskilagirðingu og næstum því niður í horn að sunnan, sbr. meðfylgjandi teikningu.
Þetta kemur ekki til framkvæmda fyrr en skipulagið hefur verið samþykkt. Hér er vitanlega um mikið hagsmunamál fyrir KKA og félagið þakkar Akureyrarbæ fyrir afgreiðslu málsins.
Íþróttasvæði KKA / Skipulagsnefnd
Málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 15. maí 2013.
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, breyting á afmörkun lóða
2013010054
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.
Íþróttasvæði KKA / Umhverfisnefnd
Umhverfisnefnd fjallaði um erindi KKA:
Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - beiðni um umsögn
2013010054
Íþróttasvæði KKA / Enduro
Samherji styrkir KKA
Þann 27. mars sl. bauð Samherji til glæsilegrar veislu og þar úthlutaði félagið 90 milljónum til ýmiskonar samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu, og þar á meðal til KKA. Þetta er í fimmta sinn sem Samherji úthlutar mörgum tugum milljóna til ýmis konar samfélagsverkefna. Félagið gerði þetta fyrst 2008 og átti þá bara að vera einstakur atburður. Samherji hefur þó haldið áfram og gert þetta fimm sinnum. Við hjá KKA erum full þakklætis og eigum reyndar varla orð yfir örlætinu.
Takk fyrir okkur.
Þorsteinn Hjaltason, formaður KKA