Fréttasafn

Fyrirlestur formanns KKA

Á formannafundi ÍBA þann 4. júní 2013 hélt Þorsteinn Hjaltason fyrirlestur um bætur til tjónþola vegna  íþróttaslysa.    Hér er birt uppbygging fyrirlestursins í 3 skjölum,  hér nr. 1,  nr. 2 og nr. 3 og leiðbeiningar um notkun þeirra.

Lesa meira

Svæði BA

Bílaklúbburinn er að búa til aðstöðu fyrir áhorfendur við sandspyrnuna.    Ekki hafa allir áttað sig á tilganginum með þessum mannvirkjum,   þetta eru EKKI stökkpallar,  svo ekki hjóla þarna.
Lesa meira

Landsmót UMFÍ Selfossi 4-7 júlí

Í ár fer Landsmót UMFÍ fram dagana 4-7 júlí á Selfossi.
Keppt er m.a. í Motocrossi, þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir að hringja í s: 893-0409

Lesa meira

Teikning stækkun landsins

Ég vísa í fyrri fréttir um þetta,   en ítreka að þetta er næstum farið í gegn en ekki komið,  það á eftir að ganga frá skipulaginu en hér er sem sé betri teikning af þessu.
Lesa meira

Íþróttasvæði KKA / Enduro

Málið er nú komið í skipulagsferli þ.e. skipulagsnefnd hefur falið skipulagsstjóra að gera breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins.     Ekki var fallist á tillögur KKA að öllu leyti en skipulagið hefur engu að síður í för með sér miklar breytingar til góðs fyrir félagið.   Í fyrsta lagi fær félagið svæðinu varanlega úthlutað (en ekki til 5 ára) og í öðru lagi er um stækkun að ræða að vísu ekki upp að gamla veginum en endurolandið mun ná upp að fjallskilagirðingu og næstum því niður í horn að sunnan,  sbr. meðfylgjandi teikningu.

Þetta kemur ekki til framkvæmda fyrr en skipulagið hefur verið samþykkt.    Hér er vitanlega um mikið hagsmunamál fyrir KKA og félagið þakkar Akureyrarbæ fyrir afgreiðslu málsins.

Lesa meira

Íþróttasvæði KKA / Skipulagsnefnd

Málið var tekið fyrir í skipulagsnefnd 15. maí 2013.


Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal, breyting á afmörkun lóða

2013010054

Með vísun í bókanir dagsettar 12. nóvember 2008 (SN080113) og 16. janúar 2013 (2013010055), leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breyttri afmörkun lóða fyrir akstursíþróttir, skotsvæði á Glerárdal ásamt afmörkun lóðar Norðurorku. 
Tillagan er dagsett 15. maí 2013 og unnin af Teiknum á lofti ehf.
Innkomið bréf dagsett 21. febrúar 2013 frá BA um stækkun á svæði félagsins til vesturs að Hlíðarfjallsvegi vegna lengingar kvartmílubrautar.
Innkomið bréf dagsett 22. febrúar 2013 frá KKA vegna stækkunar á svæði félagsins til vesturs að gamla vatnsveituvegi vegna stækkunar endurobrautar.
Óskað var eftir umsögn umhverfisnefndar vegna beiðni KKA og BA um lóðarstækkun og barst hún þann 18. apríl 2013.
Tveir fulltrúar L-listans geta fallist á hóflega stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B-, og S-lista bóka að viðmið stækkunarinnar skuli vera við núverandi fjallskilagirðingu.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu að afmörkun lóðar Norðurorku og svæða BA, KKA og Skotfélags.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að gera breytingu á aðal- og deiliskipulagi svæðisins í samræmi við ofangreint.
Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann fagni þeirri sátt sem virðist hafa náðst um nýtingu á þessum hluta Hlíðarfjalls. Hinsvegar vill hann ítreka stefnu VG frá því fyrir kosningar 2010 að útivistarsvæði Hlíðarfjalls þurfi að skipuleggja í heild sinni með opnu samráðsferli við alla mögulega hagsmunaaðila sem svæðið kynnu að nýta í útivistartilgangi. Enginn framtíðarsýn er til fyrir þróun útivistar í Hlíðarfjalli og um þessar mundir keppist hver og einn við að sölsa undir sig svæði til sinnar starfsemi. Edward tekur heilshugar undir umsögn umhverfisnefndar en leggur til að það samráð sem fulltrúar L-lista leggja þar til verði víðtækara en bara við umhverfisnefnd. Edward leggur til að hafið verði samráðsferli um heildarsýn á uppbyggingu vegna útivistar í Hlíðarfjalli í samhengi við vinnu að fólkvangi í Glerárdal.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn 8:08.
Lesa meira

Íþróttasvæði KKA / Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd fjallaði um erindi KKA:


Akstursíþrótta- og skotsvæði á Glerárdal - beiðni um umsögn

2013010054

Erindi frá skipulagsdeild dags. 4 mars 2013 um beiðni KKA og BA um lóðarstækkun.
Fulltrúar L-lista þau Hulda Stefánsdóttir og Páll Steindór Steindórsson óska bókað:
Við tökum ekki jákvætt í umsókn KKA um svæði undir enduroakstur í Hlíðarfjalli samkvæmt bréfi dags 22. febrúar 2013, en getum fallist á hóflegri stækkun sem unnin væri í samráði við nefndina.
Fulltrúar D-, B- og S-lista óska bókað:
Svæði þetta liggur að svæði sem verið er að skipuleggja sem hluta fólksvangs á Glerárdal þar sem friðsæld dalsins og útivist bæjarbúa verður í öndvegi. Svæðið eru gróðursælir ósnertir móar og gott berjaland. Viðmið stækkunar verði núverandi fjallskilagirðing (gul lína á uppdrætti).

 

Lesa meira

Íþróttasvæði KKA / Enduro

Eins og félagsmenn vita er nauðsynlegt fyrir félagið að eiga aðgang að góðu endurosvæði.    Hentugt svæði má ekki vera mjög lítið því þá er t.d. of mikið álag á landinu og brautir ekki eins fjölbreyttar.    KKA fékk svæði neðst í Torfdalnum og svo viðbótarúthlutun til 5 ára.    Félagið hefur nokkrum sinnum sótt um stærra svæði og þá alltaf miðað við að félagið fengi land að gamla veginum upp í Skíðahótelið.    Ekki hefur verið fallist á það ennþá.    Nú síðast í febrúar sótti félagið um stækkun íþróttasvæðis KKA til bæjarins,  sbr. meðfylgjandi bréf.
Lesa meira
Formaður tekur við viðurkenningu frá Samherja

Samherji styrkir KKA

Þann 27. mars sl. bauð Samherji til glæsilegrar veislu og þar úthlutaði félagið 90 milljónum til ýmiskonar samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu,   og þar á meðal til KKA.     Þetta er í fimmta sinn sem Samherji úthlutar mörgum tugum milljóna til ýmis konar samfélagsverkefna.   Félagið gerði þetta fyrst 2008 og átti þá bara að vera einstakur atburður.    Samherji hefur þó haldið áfram og gert þetta fimm sinnum.     Við hjá KKA erum full þakklætis og eigum reyndar varla orð yfir örlætinu.   

Takk fyrir okkur.

Þorsteinn Hjaltason, formaður KKA 

Lesa meira

Fjölskyldudagur KKA í Víkurskarði


Félagar KKA ætla að koma saman í Víkurskarði laugardaginn 30. mars n.k. kl. 10:00 f.h. og gera eitthvað skemmtilegt saman.   Við ætlum að koma saman með allt sem keyrir og rennur,  sleða, skíði og hvaðeina.   Svo á að draga og renna og drekka kakó og borða smurt brauð og kótelettur með raspi inn á milli.     Forsprakkar eru Gunnar Hákonarson og Baldvin Birgisson. 
stjórnin 
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548